Neymar verður ekki refsað og má því spila úrslitaleikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 10:00 Neymar sést hér ber að ofan og með Leipzig-treyjuna sem hann fékk í skiptunum. EPA-EFE/Manu Fernandez Reglurnar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu um að leikmenn megi ekki skiptast á treyjum eftir leiki í Evrópukeppnum og með landsliðum eru í raun ekki reglur heldur aðeins tilmæli. Þetta kom endanlega í ljós eftir að UEFA ákvað að aðhafast ekki neitt í því að Brasilíumaðurinn Neymar gerðist sekur um að skiptast á treyjum eftir undanúrslitaleik PSG og Leipzig í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Eftir 3-0 sigur PSG á Leipzig þá skiptist Neymar á treyjum við Marcel Halstenberg hjá Leipzig en enginn annar leikmaður franska liðsins fór úr sinni keppnistreyju inn á vellinum. There were suggestions of a ban ahead of the final...https://t.co/4BRDcv9x2u— Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2020 Margir erlendir fjölmiðlar fóru strax að tala um að Neymar þyrfti annað hvort að fara í eins leiks bann eða í tólf daga sóttkví. Neymar fær hins vegar að spila langþráðan úrslitaleik í Meistaradeildinni með liði Paris Saint Germain en PSG eyddi meðal annars öllum milljörðunum í hann til þess einmitt að hann myndi hjálpa liðinu að vinna loksins Meistaradeildina. Í umræddum sóttvarnarreglum kemur fram að þar séu leikmönnum ráðlagt að halda sig frá því að skiptast á keppnistreyjum. Þar kemur líka fram að fylgi leikmenn ekki tilmælum um sóttvarnir þá gæti það þýtt refsingu eins og önnur agabrot. Lykilatriðið er aftur á móti að reglan um bann við treyjuskiptum er aðeins tilmæli en ekki bein regla. Kannski svipað og reglan með því að hrækja ekki á völlinn sem leikmenn virðast brjóta við hvert tækifæri. Neymar sleppur því með skrekkinn og fær að spila þennan úrslitaleik á móti Bayern München. Fótboltaáhugafólk gleðst örugglega yfir því enda vilja allir sjá bestu leikmennina spila á sunnudaginn kemur. Miðað við formið á Bayern liðinu þá þarf PSG líka á öllum sínum mönnum að halda og gott betur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Reglurnar hjá Knattspyrnusambandi Evrópu um að leikmenn megi ekki skiptast á treyjum eftir leiki í Evrópukeppnum og með landsliðum eru í raun ekki reglur heldur aðeins tilmæli. Þetta kom endanlega í ljós eftir að UEFA ákvað að aðhafast ekki neitt í því að Brasilíumaðurinn Neymar gerðist sekur um að skiptast á treyjum eftir undanúrslitaleik PSG og Leipzig í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið. Eftir 3-0 sigur PSG á Leipzig þá skiptist Neymar á treyjum við Marcel Halstenberg hjá Leipzig en enginn annar leikmaður franska liðsins fór úr sinni keppnistreyju inn á vellinum. There were suggestions of a ban ahead of the final...https://t.co/4BRDcv9x2u— Mirror Football (@MirrorFootball) August 20, 2020 Margir erlendir fjölmiðlar fóru strax að tala um að Neymar þyrfti annað hvort að fara í eins leiks bann eða í tólf daga sóttkví. Neymar fær hins vegar að spila langþráðan úrslitaleik í Meistaradeildinni með liði Paris Saint Germain en PSG eyddi meðal annars öllum milljörðunum í hann til þess einmitt að hann myndi hjálpa liðinu að vinna loksins Meistaradeildina. Í umræddum sóttvarnarreglum kemur fram að þar séu leikmönnum ráðlagt að halda sig frá því að skiptast á keppnistreyjum. Þar kemur líka fram að fylgi leikmenn ekki tilmælum um sóttvarnir þá gæti það þýtt refsingu eins og önnur agabrot. Lykilatriðið er aftur á móti að reglan um bann við treyjuskiptum er aðeins tilmæli en ekki bein regla. Kannski svipað og reglan með því að hrækja ekki á völlinn sem leikmenn virðast brjóta við hvert tækifæri. Neymar sleppur því með skrekkinn og fær að spila þennan úrslitaleik á móti Bayern München. Fótboltaáhugafólk gleðst örugglega yfir því enda vilja allir sjá bestu leikmennina spila á sunnudaginn kemur. Miðað við formið á Bayern liðinu þá þarf PSG líka á öllum sínum mönnum að halda og gott betur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Fleiri fréttir Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira