Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 07:58 Barack Obama, Kamala Harris, Hillary Clinton og Elizabeth Warren. Vísir/AP Demókratar helltu sér yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landsfundi flokksins í nótt. Fundurinn fer að mestu fram á netinu og í nótt fluttu Kamala Harris, Barack Obama, Hillary Clinton og aðrir ræður þar sem þau gagnrýndu forsetann harðlega og hvöttu íbúa Bandaríkjanna til að kjósa gegn honum. Obama gekk hvað harðast fram gegn Trump og varaði við því að lýðræðið í Bandaríkjunum ætti undir högg að sækja og endurkjör Trump myndi koma verulega niður á því. Fólk þyrfti að kjósa því lýðræðið væri í húfi. Obama var harðorður í garð Trump og sagði hann ekki hafa áhuga á að sinna starfi forseta almennilega. Hann hafi engan áhuga á því að vinna þá vinnu sem nauðsynleg er. Þá hafi Trump sýnt að hann hafi engan áhuga á að beita völdum sínum í þágu annarra en sjálfs síns og vina sinna. „Hann hefur engan áhuga á að koma fram við forsetaembættið öðruvísi en enn einn raunveruleikaþáttinn sem hann getur notað til að fá þá athygli sem hann þráir,“ sagði Obama meðal annars. Hann sagði Trump ekki valda starfinu og að afleiðingar þessu væru alvarlegar. Hluta ræðu hans má sjá hér. Alla ræðuna má finna hér. Kamala Harris tók í nótt formlega við útnefningu sinni sem varaforsetaefni Joes Biden í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hún hélt á þingi Demókrataflokksins sagði hún Bandaríkin standa á krossgötum. Óreiðan í þjóðfélaginu, kaldlyndi og vanhæfni núverandi forseta geri það að verkum að fólk sé orðið hrætt. Hún sagði Trump einnig nýta sér harmleiki og vopnvæða þá í pólitískum tilgangi. Harris fjallaði einnig í ræðu sinni um faraldur Covid-19 og hvernig hann kæmi harðar niður á samfélögum þeldökkra í Bandaríkjunum. Í framhaldi af því ræddi hún um kerfisbundinn rasisma í Bandaríkjunum og sagði nauðsynlegt að berjast gegn honum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump árið 2016, flutti einnig ræðu. Þar sagði hún að morguninn eftir kosningarnar hefði hún sagt að Demókratar ættu að gefa Trump séns. Allir forsetar ættu rétt á því. Trump hefði tekið við embættinu á sterkum grunni góðs efnahags og annarra þátta. Hann hefði þó klúðrað því. Clinton sakaði Trump einnig um sjálfselsku og að setja sjálfan sig framar Bandaríkjunum. „Ég óskaði þess að Donald Trump kynni að vera forseti, því Bandaríkin þurfa á forseta að halda,“ sagði Clinton. Hún sagði einnig að margir hefðu sagt við hana á undanförnum árum að þau hefðu ekki gert sér grein fyrir því hve hættulegur Trump væri. „Þú hefðir átt að kjósa,“ sagði Clinton. Hún hvatti fólk til að kjósa og gera það snemma. Allir þyrftu að kjósa því ef Trump yrði endurkjörinn myndi ástandið í Bandaríkjunum versna til muna. „Munið þið árið 2016 þegar Trump spurði: Hverju hafið þið að tapa? Nú vitum við það. Heilbrigðisþjónustu okkar, störfum okkar, fjölskyldumeðlimum okkar, leiðtogastöðu okkar í heiminum og jafnvel Póstinum okkar.“ Hér að neðan má sjá fleiri ræður sem voru fluttar í nótt. Þar á meðal Gabby Giffords, þingkonu sem lifði af skotárás, Elizabeth Warren, forsetaframbjóðanda, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Demókratar helltu sér yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landsfundi flokksins í nótt. Fundurinn fer að mestu fram á netinu og í nótt fluttu Kamala Harris, Barack Obama, Hillary Clinton og aðrir ræður þar sem þau gagnrýndu forsetann harðlega og hvöttu íbúa Bandaríkjanna til að kjósa gegn honum. Obama gekk hvað harðast fram gegn Trump og varaði við því að lýðræðið í Bandaríkjunum ætti undir högg að sækja og endurkjör Trump myndi koma verulega niður á því. Fólk þyrfti að kjósa því lýðræðið væri í húfi. Obama var harðorður í garð Trump og sagði hann ekki hafa áhuga á að sinna starfi forseta almennilega. Hann hafi engan áhuga á því að vinna þá vinnu sem nauðsynleg er. Þá hafi Trump sýnt að hann hafi engan áhuga á að beita völdum sínum í þágu annarra en sjálfs síns og vina sinna. „Hann hefur engan áhuga á að koma fram við forsetaembættið öðruvísi en enn einn raunveruleikaþáttinn sem hann getur notað til að fá þá athygli sem hann þráir,“ sagði Obama meðal annars. Hann sagði Trump ekki valda starfinu og að afleiðingar þessu væru alvarlegar. Hluta ræðu hans má sjá hér. Alla ræðuna má finna hér. Kamala Harris tók í nótt formlega við útnefningu sinni sem varaforsetaefni Joes Biden í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hún hélt á þingi Demókrataflokksins sagði hún Bandaríkin standa á krossgötum. Óreiðan í þjóðfélaginu, kaldlyndi og vanhæfni núverandi forseta geri það að verkum að fólk sé orðið hrætt. Hún sagði Trump einnig nýta sér harmleiki og vopnvæða þá í pólitískum tilgangi. Harris fjallaði einnig í ræðu sinni um faraldur Covid-19 og hvernig hann kæmi harðar niður á samfélögum þeldökkra í Bandaríkjunum. Í framhaldi af því ræddi hún um kerfisbundinn rasisma í Bandaríkjunum og sagði nauðsynlegt að berjast gegn honum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump árið 2016, flutti einnig ræðu. Þar sagði hún að morguninn eftir kosningarnar hefði hún sagt að Demókratar ættu að gefa Trump séns. Allir forsetar ættu rétt á því. Trump hefði tekið við embættinu á sterkum grunni góðs efnahags og annarra þátta. Hann hefði þó klúðrað því. Clinton sakaði Trump einnig um sjálfselsku og að setja sjálfan sig framar Bandaríkjunum. „Ég óskaði þess að Donald Trump kynni að vera forseti, því Bandaríkin þurfa á forseta að halda,“ sagði Clinton. Hún sagði einnig að margir hefðu sagt við hana á undanförnum árum að þau hefðu ekki gert sér grein fyrir því hve hættulegur Trump væri. „Þú hefðir átt að kjósa,“ sagði Clinton. Hún hvatti fólk til að kjósa og gera það snemma. Allir þyrftu að kjósa því ef Trump yrði endurkjörinn myndi ástandið í Bandaríkjunum versna til muna. „Munið þið árið 2016 þegar Trump spurði: Hverju hafið þið að tapa? Nú vitum við það. Heilbrigðisþjónustu okkar, störfum okkar, fjölskyldumeðlimum okkar, leiðtogastöðu okkar í heiminum og jafnvel Póstinum okkar.“ Hér að neðan má sjá fleiri ræður sem voru fluttar í nótt. Þar á meðal Gabby Giffords, þingkonu sem lifði af skotárás, Elizabeth Warren, forsetaframbjóðanda, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira