Rafræn kennsla lögð til grundvallar í HÍ Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2020 10:38 Rafræn kennsla verður að stórum hluta við Háskóla Íslands en nemendur munu fá aðgang að byggingum skólans. Vísir/Vilhelm Nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands hefur verið tilkynnt að rafræn kennsla verði lögð til grundvallar á komandi önn, þó með möguleika á staðkennslu ef aðstæður leyfa. Nýnemar verða þar í forgangi að því gefnu að slík kennsla uppfylli tilmæli sóttvarnalæknis og yfirvalda hverju sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Atla Benediktssyni rektor í gær. Þar útlistar hann helstu reglur varðandi fyrirkomulag kennslunnar á komandi önn sem taka mið af leiðbeiningum frá menntamálayfirvöldum. Höfuðáhersla er lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og brýnt fyrir nemendum og starfsfólki að huga að handþvotti og nándarmörkum. Fólk sem á að vera í sóttkví eða einangrun skal ekki fara inn á svæði Háskólans og sama gildir um þá sem finna fyrir einkennum Covid-19. Grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægð Nándarmörk innan veggja háskólans eru minnst einn metri í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Nemendum og starfsfólki ber að tryggja þau mörk í öllu starfi skólans en ekki mega fleiri en hundrað einstaklingar koma saman í hverju rými. Við kennslu þar sem ekki er hægt að framfylgja nándarreglunni skal nota andlitsgrímu sem hylur munn og nef. Þetta á við um verklega kennslu, listkennslu og klínískt nám. Þeir nemendur sem stunda klínískt nám á heilbrigðisstofnunum þurfa að framfylgja strangari reglum. Háskóli Íslands mun tryggja að sem minnst blöndun verði á milli svokallaðra smithólfa innan skólans. Vísir/Vilhelm Í byggingum þar sem fleiri en hundrað verða hverju sinni verða svokölluð hólf og skal tryggt eftir fremsta megni að enginn samgangur sé á milli hólfa. Er þetta gert til þess að auðvelda smitrakningu komi smit upp innan skólans. „Hvert hólf verður aðgreint og tryggt eftir fremsta megni að það hafi eigin inngang og útgang. Salerni verða aðgreind fyrir hvert hólf. Þar sem aðstæður leyfa ekki slíka aðgreiningu er heimilt að nýta ganga milli aðgreindra hólfa til að nemendur komist inn og út úr kennslustofum og á salerni. Í slíkum tilvikum verður auglýst rækilega að umræddir gangar séu einungis ferðarými og megi ekki nýta til annars.“ Færri viðburðir Gestagangur í Háskóla Íslands verður takmarkaður og verður brýnt fyrir gestum að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum og virða þær reglur sem gilda um þær. Þá er mælst til þess að viðburðir verði ekki á vettvangi skólans. „Á meðan á samkomubanni stendur mun Háskólinn takmarka viðburði sem starfsfólk sækir þvert á fræðasvið eða miðlægt,“ segir í leiðbeiningunum. Fari svo að samkomur verði haldnar innan veggja skólans verða allir að virða fjöldatakmarkanir og tryggja að minnst eins metra fjarlægð sé á milli gesta. „Ég minni á að núverandi ástand er tímabundið og með sameiginlegu átaki tryggjum við öflugt skólastarf og stöndum vörð um gæði náms og kennslu við Háskóla Íslands,“ skrifar Jón Atli að lokum. Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að HÍ og HR geta boðið nemendum upp á meira staðnám en útlit var fyrir Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar segjast þurfa fjárstuðning frá ríkinu. 13. ágúst 2020 20:00 Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Nemendum og starfsfólki Háskóla Íslands hefur verið tilkynnt að rafræn kennsla verði lögð til grundvallar á komandi önn, þó með möguleika á staðkennslu ef aðstæður leyfa. Nýnemar verða þar í forgangi að því gefnu að slík kennsla uppfylli tilmæli sóttvarnalæknis og yfirvalda hverju sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jóni Atla Benediktssyni rektor í gær. Þar útlistar hann helstu reglur varðandi fyrirkomulag kennslunnar á komandi önn sem taka mið af leiðbeiningum frá menntamálayfirvöldum. Höfuðáhersla er lögð á einstaklingsbundnar sóttvarnir og brýnt fyrir nemendum og starfsfólki að huga að handþvotti og nándarmörkum. Fólk sem á að vera í sóttkví eða einangrun skal ekki fara inn á svæði Háskólans og sama gildir um þá sem finna fyrir einkennum Covid-19. Grímuskylda þar sem ekki er hægt að viðhalda fjarlægð Nándarmörk innan veggja háskólans eru minnst einn metri í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Nemendum og starfsfólki ber að tryggja þau mörk í öllu starfi skólans en ekki mega fleiri en hundrað einstaklingar koma saman í hverju rými. Við kennslu þar sem ekki er hægt að framfylgja nándarreglunni skal nota andlitsgrímu sem hylur munn og nef. Þetta á við um verklega kennslu, listkennslu og klínískt nám. Þeir nemendur sem stunda klínískt nám á heilbrigðisstofnunum þurfa að framfylgja strangari reglum. Háskóli Íslands mun tryggja að sem minnst blöndun verði á milli svokallaðra smithólfa innan skólans. Vísir/Vilhelm Í byggingum þar sem fleiri en hundrað verða hverju sinni verða svokölluð hólf og skal tryggt eftir fremsta megni að enginn samgangur sé á milli hólfa. Er þetta gert til þess að auðvelda smitrakningu komi smit upp innan skólans. „Hvert hólf verður aðgreint og tryggt eftir fremsta megni að það hafi eigin inngang og útgang. Salerni verða aðgreind fyrir hvert hólf. Þar sem aðstæður leyfa ekki slíka aðgreiningu er heimilt að nýta ganga milli aðgreindra hólfa til að nemendur komist inn og út úr kennslustofum og á salerni. Í slíkum tilvikum verður auglýst rækilega að umræddir gangar séu einungis ferðarými og megi ekki nýta til annars.“ Færri viðburðir Gestagangur í Háskóla Íslands verður takmarkaður og verður brýnt fyrir gestum að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum og virða þær reglur sem gilda um þær. Þá er mælst til þess að viðburðir verði ekki á vettvangi skólans. „Á meðan á samkomubanni stendur mun Háskólinn takmarka viðburði sem starfsfólk sækir þvert á fræðasvið eða miðlægt,“ segir í leiðbeiningunum. Fari svo að samkomur verði haldnar innan veggja skólans verða allir að virða fjöldatakmarkanir og tryggja að minnst eins metra fjarlægð sé á milli gesta. „Ég minni á að núverandi ástand er tímabundið og með sameiginlegu átaki tryggjum við öflugt skólastarf og stöndum vörð um gæði náms og kennslu við Háskóla Íslands,“ skrifar Jón Atli að lokum.
Skóla - og menntamál Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að HÍ og HR geta boðið nemendum upp á meira staðnám en útlit var fyrir Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar segjast þurfa fjárstuðning frá ríkinu. 13. ágúst 2020 20:00 Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að HÍ og HR geta boðið nemendum upp á meira staðnám en útlit var fyrir Eins metra reglan í skólum gerir það að verkum að Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík geta boðið nemendum upp á aukið staðnám. Báðir skólar segjast þurfa fjárstuðning frá ríkinu. 13. ágúst 2020 20:00
Skólastjórnendur útfæra skólahald: Áhersla lögð á móttöku nýnema Útlit er fyrir að kennsla í framhalds- og háskólum verði að stórum hluta með rafrænum hætti í vetur. Rektor Háskóla Íslands leggur áherslu á aukinn fjárstuðning frá ríkinu ef breyttu skólahaldi fylgir aukinn kostnaður. 6. ágúst 2020 20:02
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent