Klökkur og með gæsahúð eftir fyrstu hlustun Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 13:00 Söngvarinn Arnar Dór Hannesson gaf í dag út lagið Ég trúi því með hljómsveit sinni Draumar. Hann segist vera gömul sál og að ballöðurnar séu hans heimavöllur. Aðsend mynd „Lagið fjallar um ást, söknuð og von. Um einhvern sem saknar einhvers sem hann elskar en er fjarri, en á fullvissu um að sameinast á ný,“ segir Arnar Dór Hannesson um lagið Ég trúi því, sem hann gaf út í dag með hljómsveit sinni Draumar. Pétur Erlendsson, gítarleikarinn í hljómsveitinni, samdi bæði lag og texta. „Það var á ósköp saklausu sunnudagskvöldi, fyrir um tveimur mánuðum, sem Pétur sendi okkur lagið. Ég var lagstur upp í rúm og allir sofnaðir heima. Ég var svo spenntur þannig að ég fór niður að hlusta, til að vekja ekki neinn. Svo sat ég bara einn með gæsahúð inni á skrifstofu, á náttfötunum, hálf klökkur og snortinn yfir þessu gullfallega lagi og texta. Ég fann það bara strax að þetta var eitthvað sérstakt. Lagið kom bara til hans eins og köllun. Bakgrunnur okkar allra í hljómsveitinni er popp og gospel, þannig að það hafði áhrif við vinnslu lagsins.“ Sjálfur er Arnar mjög hrifin af ballöðum sem þessum. „Ég er mjög gömul sál og þegar ég var unglingur og vinir mínir voru að hlusta á þungarokk, þá var ég að hlusta á Villa Vill og Hauk Morthens. Ballöður hafa alltaf snert einhvern streng hjá mér. Þar er líka minn heimavöllur í söng.“ Gott að hafa annað starf Arnar er rafvirki og hans aðalvinna er við eigið fyrirtæki, sem hefur komið sér vel í þessum faraldri. „Þannig að ég er sem betur fer ekki í eins slæmri stöðu og flestir kollega minna í tónlistinni. Það lamaðist aðeins í iðnaðarbransanum í þessar fimm vikur í mars og apríl, þegar helstu lokanirnar voru, en ég fann sem betur fer alltaf eitthvað að gera.“ Hann segir að þetta tímabil hafi kennt honum mikið. „Lífið er núna, lifðu því. Og að hafa von um að þú munir ráða út úr hlutunum þó að þeir sé erfiðir.“ Hljómsveitin Draumar er strax byrjuð að vinna að næstu lögum. Arnar Dór sér um sönginn, lagahöfundurinn Pétur spilar á gítar og sér um raddir og útsetningar en auk þeirra skipa hljómsveitina Jón Borgar Loftsson á trommur, Páll E. Pálsson á bassa og Rafn Hlíðkvist Björgvinsson á hljómborð en hann sér einnig um útsetningar og upptökur. Lagið Ég trúi því er komið á Spotify og er einnig komið textamyndband við það á Youtube. Aðrir sem komu að laginu með hljómsveitinni voru Alma Rut, Svenni Björgvins, Ásmundur Jóhannsson og Birgir Jóhann Birgisson. Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira
„Lagið fjallar um ást, söknuð og von. Um einhvern sem saknar einhvers sem hann elskar en er fjarri, en á fullvissu um að sameinast á ný,“ segir Arnar Dór Hannesson um lagið Ég trúi því, sem hann gaf út í dag með hljómsveit sinni Draumar. Pétur Erlendsson, gítarleikarinn í hljómsveitinni, samdi bæði lag og texta. „Það var á ósköp saklausu sunnudagskvöldi, fyrir um tveimur mánuðum, sem Pétur sendi okkur lagið. Ég var lagstur upp í rúm og allir sofnaðir heima. Ég var svo spenntur þannig að ég fór niður að hlusta, til að vekja ekki neinn. Svo sat ég bara einn með gæsahúð inni á skrifstofu, á náttfötunum, hálf klökkur og snortinn yfir þessu gullfallega lagi og texta. Ég fann það bara strax að þetta var eitthvað sérstakt. Lagið kom bara til hans eins og köllun. Bakgrunnur okkar allra í hljómsveitinni er popp og gospel, þannig að það hafði áhrif við vinnslu lagsins.“ Sjálfur er Arnar mjög hrifin af ballöðum sem þessum. „Ég er mjög gömul sál og þegar ég var unglingur og vinir mínir voru að hlusta á þungarokk, þá var ég að hlusta á Villa Vill og Hauk Morthens. Ballöður hafa alltaf snert einhvern streng hjá mér. Þar er líka minn heimavöllur í söng.“ Gott að hafa annað starf Arnar er rafvirki og hans aðalvinna er við eigið fyrirtæki, sem hefur komið sér vel í þessum faraldri. „Þannig að ég er sem betur fer ekki í eins slæmri stöðu og flestir kollega minna í tónlistinni. Það lamaðist aðeins í iðnaðarbransanum í þessar fimm vikur í mars og apríl, þegar helstu lokanirnar voru, en ég fann sem betur fer alltaf eitthvað að gera.“ Hann segir að þetta tímabil hafi kennt honum mikið. „Lífið er núna, lifðu því. Og að hafa von um að þú munir ráða út úr hlutunum þó að þeir sé erfiðir.“ Hljómsveitin Draumar er strax byrjuð að vinna að næstu lögum. Arnar Dór sér um sönginn, lagahöfundurinn Pétur spilar á gítar og sér um raddir og útsetningar en auk þeirra skipa hljómsveitina Jón Borgar Loftsson á trommur, Páll E. Pálsson á bassa og Rafn Hlíðkvist Björgvinsson á hljómborð en hann sér einnig um útsetningar og upptökur. Lagið Ég trúi því er komið á Spotify og er einnig komið textamyndband við það á Youtube. Aðrir sem komu að laginu með hljómsveitinni voru Alma Rut, Svenni Björgvins, Ásmundur Jóhannsson og Birgir Jóhann Birgisson.
Tónlist Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Fleiri fréttir Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Sjá meira