Skyndiflóð úr Langjökli leiddi til laxadauða Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2020 12:48 Dauðir laxar finnast á engjum eftir flóðið. Arnar Bergþórsson/Kristrún Snorradóttir Mikil hlýindi eru talin hafa valdið því að rof varð á jökulgarði við lón við norðvestanverðan Langjökul á mánudagskvöld. Jökulhlaupið rann í Svartá, sem er alla jafna vatnslítil á þessum árstíma, og yfir í Hvítá með þeim afleiðingum að áin barst upp á bakkana. Þetta segir Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir slíkt flóð vera óvenjulegt en hættan á slíku sé alltaf til staðar. Skessuhorn greindi frá því að töluverður laxadauði hafi orðið eftir vatnsflóðið og segir Tómas það eiga sér eðlilegar skýringar. „Flóðbylgjan hefur verið það stór að áin hefur borist upp á bakkana, svo hafa fiskarnir dagað uppi á sléttlendi í kringum ána þegar vatnið sjatnaði.“ Á vef Veðurstofunnar segir að ummerki á svæðinu bendi til þess að vatnsborðið hafi náð upp undir brúarbitana við brúna yfir Hvítá og að farvegur árinnar niður við Húsafellskóg hafi verið barmafullur að sögn sjónvarvotta. Ummerki flóðsins sjáist allt niður að Borgarfjarðarbrú. Óyfirfarnar mælingar sem sýna vatnshæð við Kljáfoss í Hvítá.Veðurstofa Íslands Skoða aðstæður með þyrlu Í dag mun sérfræðingur frá Veðurstofu Íslands fljúga með þyrlu Landhelgisgæslunnar og skoða aðstæður við lónið. Þá verður sannreynt hvort hlaupið hafi komið úr þessu lóni, en eins og er þykir það vera líklegasta skýringin. „Jarðvísindagögn sem félagar okkar hjá Jarðvísindastofnun Háskólans hafa skoðað benda eindregið til þess að hlaupið hafi komið úr þessu lóni,“ segir Tómas. Hann segir hlýindi síðustu daga valda því að það bráðnar meira af jöklinum en ella með þeim afleiðingum að vatnsrennsli eykst. Þá aukast líkurnar á því að rof verði á jökulgörðum, en að sögn Tómasar eru fleiri lón að myndast vegna breytinga í veðurfari. „Þetta lón hefur myndast vegna hörfunar jökulsins sem er afleiðing af þessum almennu hlýindum yfir margra ára tímabil. Það eru að myndast lón við jökla landsins víða.“ Borgarbyggð Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Mikil hlýindi eru talin hafa valdið því að rof varð á jökulgarði við lón við norðvestanverðan Langjökul á mánudagskvöld. Jökulhlaupið rann í Svartá, sem er alla jafna vatnslítil á þessum árstíma, og yfir í Hvítá með þeim afleiðingum að áin barst upp á bakkana. Þetta segir Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir slíkt flóð vera óvenjulegt en hættan á slíku sé alltaf til staðar. Skessuhorn greindi frá því að töluverður laxadauði hafi orðið eftir vatnsflóðið og segir Tómas það eiga sér eðlilegar skýringar. „Flóðbylgjan hefur verið það stór að áin hefur borist upp á bakkana, svo hafa fiskarnir dagað uppi á sléttlendi í kringum ána þegar vatnið sjatnaði.“ Á vef Veðurstofunnar segir að ummerki á svæðinu bendi til þess að vatnsborðið hafi náð upp undir brúarbitana við brúna yfir Hvítá og að farvegur árinnar niður við Húsafellskóg hafi verið barmafullur að sögn sjónvarvotta. Ummerki flóðsins sjáist allt niður að Borgarfjarðarbrú. Óyfirfarnar mælingar sem sýna vatnshæð við Kljáfoss í Hvítá.Veðurstofa Íslands Skoða aðstæður með þyrlu Í dag mun sérfræðingur frá Veðurstofu Íslands fljúga með þyrlu Landhelgisgæslunnar og skoða aðstæður við lónið. Þá verður sannreynt hvort hlaupið hafi komið úr þessu lóni, en eins og er þykir það vera líklegasta skýringin. „Jarðvísindagögn sem félagar okkar hjá Jarðvísindastofnun Háskólans hafa skoðað benda eindregið til þess að hlaupið hafi komið úr þessu lóni,“ segir Tómas. Hann segir hlýindi síðustu daga valda því að það bráðnar meira af jöklinum en ella með þeim afleiðingum að vatnsrennsli eykst. Þá aukast líkurnar á því að rof verði á jökulgörðum, en að sögn Tómasar eru fleiri lón að myndast vegna breytinga í veðurfari. „Þetta lón hefur myndast vegna hörfunar jökulsins sem er afleiðing af þessum almennu hlýindum yfir margra ára tímabil. Það eru að myndast lón við jökla landsins víða.“
Borgarbyggð Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira