Dauðadrukkinn á virkum dögum þjakaður af einmanaleika Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 14:30 Ingó veðurguð var í einlægu viðtali í Podcasti Sölva Tryggva. Skjáskot/Youtube Ingólfur Þórarinsson, sem flestir þekkja sem Ingó Veðurguð er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Ingó, sem hefur líklega verið duglegasti „giggari“ Íslands síðasta áratuginn, þar sem hann hefur spilað í þúsundum teita, brúðkaupa og tónleika er á ákveðnum tímamótum. Í viðtalinu við Sölva segist Ingó vera kominn á þann stað að hann vilji gefa listamanninum í sér meira pláss, enda getur það tekið talsverða orku að spila endalaust í partýum. Í viðtalinu segir Ingó meðal annars að hann hafi upplifað að hann væri misskilin af kollegum sínum í listageiranum. Hann ræðir einnig um drykkjuna og hvernig hann lék sér að því að vera aleinn blindfullur innan um fólk sem hafði gagnrýnt hann. „Sagan mín þegar kemur að þessu er eiginlega bara alveg grilluð, af því að svo las ég mig eiginlega bara til á þann stað að ég tók pásu frá áfenginu. Ég las bara og las og hlustaði á podcöst og pældi í fíknihegðun af því að ég hef oft farið í hana. Eins og þegar ég hætti að drekka, þá tapaði ég risastórum upphæðum í fjárhættuspilum. Ég hef leitað í fíknihegðun í gegnum tíðina, en mig langaði að vita hvaðan þetta kæmi. Ég fann að ég var ekki vellíðan og ég las og pældi og það er ekki fyrr en ég fer í kjarnann á sjálfum mér frekar nýlega að ég finn hvar vellíðanin mín raunverulega er, sem gerir það auðveldara að hætta. Ég var þjakaður af meðvirkni og einmanaleika og þegar ég fór að taka á þessum hlutum, þá allt í einu hverfur það að ég þyrfti að fara í einhverja fíknihegðun og það er góður staður sem ég er að vinna með núna.“ Fannst hann ekki velkominn Ingó segist geta hlegið að ákveðnum hlutum í dag sem voru ekki fyndnir á meðan þeir áttu sér stað: „Ég fór líka mikið á staði þar sem mér fannst ég ekki velkominn. Í dag sé ég listafólk á allt annan hátt og finnst við öll í sama bátnum, en þarna fannst mér ég hart dæmdur af kollegum mínum og ég hugsaði stundum bara: Það er eitthvað partý hjá þessum hóp sem er búinn að vera að drulla yfir mig og gera lítið úr tónlistinni minni. Ég ætla að hella mig dauðadrukkinn og mæta þarna af því að það er mitt frelsi að fá að vera dauðadrukkinn og þetta er náttúrulega bara fáránlega grillað að vera að standa í þessu rugli. Þetta er náttúrulega bara biluð meðvirkni,“ segir Ingó og heldur áfram: „Ég var kannski búinn að gigga og ég var einhleypur og mér fannst ég gjörsamlega aleinn og það var svo þung tilfinning að ég réði oft engan veginn við sjálfan mig og fór þá bara og hellti vodka í tvö eða þrjú glös og sturtaði í mig og fór í leigubíl og var kannski bara einn á þriðjudegi blindfullur að rölta á milli staða og panta skot. En ég var bara gjörsamlega einn.“ Sá sjálfan sig í A Star Is Born Ingó segir að það hafi komið dagar þar sem hann byrjaði daginn á því að fara á hótelbar og sturta í sig nokkrum bjórum. Mikið minnisleysi fylgi þessum tíma. „En þetta var svakalegt á tímabili og þegar ég sá Shallow (A Star is Born) myndina með Bradley Cooper, þar sem hann var bara aleinn eitthvað að hella í sig, þetta var eiginlega bara nákvæmlega þannig.“ Í viðtalinu ræða Ingó og Sölvi um ferilinn í tónlistinni, skrýtnustu uppákomurnar, sambandið við bróður Ingó og margt margt fleira Viðtalið í heild er komið á Spotify og má einnig sjá í spilaranum hér að neðan: Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Ingólfur Þórarinsson, sem flestir þekkja sem Ingó Veðurguð er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Ingó, sem hefur líklega verið duglegasti „giggari“ Íslands síðasta áratuginn, þar sem hann hefur spilað í þúsundum teita, brúðkaupa og tónleika er á ákveðnum tímamótum. Í viðtalinu við Sölva segist Ingó vera kominn á þann stað að hann vilji gefa listamanninum í sér meira pláss, enda getur það tekið talsverða orku að spila endalaust í partýum. Í viðtalinu segir Ingó meðal annars að hann hafi upplifað að hann væri misskilin af kollegum sínum í listageiranum. Hann ræðir einnig um drykkjuna og hvernig hann lék sér að því að vera aleinn blindfullur innan um fólk sem hafði gagnrýnt hann. „Sagan mín þegar kemur að þessu er eiginlega bara alveg grilluð, af því að svo las ég mig eiginlega bara til á þann stað að ég tók pásu frá áfenginu. Ég las bara og las og hlustaði á podcöst og pældi í fíknihegðun af því að ég hef oft farið í hana. Eins og þegar ég hætti að drekka, þá tapaði ég risastórum upphæðum í fjárhættuspilum. Ég hef leitað í fíknihegðun í gegnum tíðina, en mig langaði að vita hvaðan þetta kæmi. Ég fann að ég var ekki vellíðan og ég las og pældi og það er ekki fyrr en ég fer í kjarnann á sjálfum mér frekar nýlega að ég finn hvar vellíðanin mín raunverulega er, sem gerir það auðveldara að hætta. Ég var þjakaður af meðvirkni og einmanaleika og þegar ég fór að taka á þessum hlutum, þá allt í einu hverfur það að ég þyrfti að fara í einhverja fíknihegðun og það er góður staður sem ég er að vinna með núna.“ Fannst hann ekki velkominn Ingó segist geta hlegið að ákveðnum hlutum í dag sem voru ekki fyndnir á meðan þeir áttu sér stað: „Ég fór líka mikið á staði þar sem mér fannst ég ekki velkominn. Í dag sé ég listafólk á allt annan hátt og finnst við öll í sama bátnum, en þarna fannst mér ég hart dæmdur af kollegum mínum og ég hugsaði stundum bara: Það er eitthvað partý hjá þessum hóp sem er búinn að vera að drulla yfir mig og gera lítið úr tónlistinni minni. Ég ætla að hella mig dauðadrukkinn og mæta þarna af því að það er mitt frelsi að fá að vera dauðadrukkinn og þetta er náttúrulega bara fáránlega grillað að vera að standa í þessu rugli. Þetta er náttúrulega bara biluð meðvirkni,“ segir Ingó og heldur áfram: „Ég var kannski búinn að gigga og ég var einhleypur og mér fannst ég gjörsamlega aleinn og það var svo þung tilfinning að ég réði oft engan veginn við sjálfan mig og fór þá bara og hellti vodka í tvö eða þrjú glös og sturtaði í mig og fór í leigubíl og var kannski bara einn á þriðjudegi blindfullur að rölta á milli staða og panta skot. En ég var bara gjörsamlega einn.“ Sá sjálfan sig í A Star Is Born Ingó segir að það hafi komið dagar þar sem hann byrjaði daginn á því að fara á hótelbar og sturta í sig nokkrum bjórum. Mikið minnisleysi fylgi þessum tíma. „En þetta var svakalegt á tímabili og þegar ég sá Shallow (A Star is Born) myndina með Bradley Cooper, þar sem hann var bara aleinn eitthvað að hella í sig, þetta var eiginlega bara nákvæmlega þannig.“ Í viðtalinu ræða Ingó og Sölvi um ferilinn í tónlistinni, skrýtnustu uppákomurnar, sambandið við bróður Ingó og margt margt fleira Viðtalið í heild er komið á Spotify og má einnig sjá í spilaranum hér að neðan:
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira