Aftur tapar Trump í skattskýrslumálinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. ágúst 2020 15:20 Donald Trump á fundi með landsambandi bandarískra lögreglumana. EPA/Anna Moneymaker Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. Fastlega er þó búist við því að Donald Trump muni áfrýja málinu sem gæti þannig aftur endað á borði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans til átta ára með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA haustið 2019. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Krafan fór dóm en forsetinn taldi sig njóta algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn meðan hann sæti í embætti. Þeirri skýringu var fyrst hafnað fyrir alríkisdómstól og síðar fyrir Hæstarétti. Það gaf Trump og lögmannaliði hans færi á að hafna kröfunni á öðrum forsendum, sem þau ákváðu að gera um leið og niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir í síðasta mánuði. Nú skyldi kröfu saksóknarans Cyrus Vance í New York um aðgang að skattagögnunum vera hafnað á þeim forsendum að hún væri of almenn. Saksóknarinn væri þar að auki á pólitískri vegferð gegn forsetanum. Victor Marrero, alríkisdómari á Manhattan, hafnaði hins vegar þessum rökum. Þó svo að saksóknari færi fram á gögn frá forsetanum þýddi það ekki sjálfkrafa að það væri til marks um fjandskap af hans hálfu. Dómarinn sagði jafnframt að ef hann myndi fallast á kröfu forsetans um að láta málið niður falla myndi það samsvara því að hann væri að vernda forsetann gegn rannsókn. Fyrir vikið gætu mál gegn honum fyrst og því væri frávísun eða niðurfelling „friðhelgi í sauðagæru“ (e. immunity through a backdoor). Gert er ráð fyrir að Trump og lögmenn hans muni áfrýja niðurstöðunni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira
Alríkisdómari í Manhattan hafnaði í morgun málatilbúnaði Bandaríkjaforseta sem hefur því verið gert að láta skattagögn sín af hendi. Fastlega er þó búist við því að Donald Trump muni áfrýja málinu sem gæti þannig aftur endað á borði Hæstaréttar Bandaríkjanna. Saksóknarar í New York kröfðust skattskýrslna forsetans til átta ára með stefnu frá endurskoðunarfyrirtækinu Mazars USA haustið 2019. Krafan tengist rannsókn þeirra á því hvort að Trump og fyrirtæki hans hafi brotið lög þegar þau endurgreiddu Michael Cohen, fyrrverandi lögmanni Trump, vegna þagnargreiðslna hans til klámmyndaleikkonu sem sagðist hafa átt í kynferðislegu sambandi við Trump. Krafan fór dóm en forsetinn taldi sig njóta algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn meðan hann sæti í embætti. Þeirri skýringu var fyrst hafnað fyrir alríkisdómstól og síðar fyrir Hæstarétti. Það gaf Trump og lögmannaliði hans færi á að hafna kröfunni á öðrum forsendum, sem þau ákváðu að gera um leið og niðurstaða Hæstaréttar lá fyrir í síðasta mánuði. Nú skyldi kröfu saksóknarans Cyrus Vance í New York um aðgang að skattagögnunum vera hafnað á þeim forsendum að hún væri of almenn. Saksóknarinn væri þar að auki á pólitískri vegferð gegn forsetanum. Victor Marrero, alríkisdómari á Manhattan, hafnaði hins vegar þessum rökum. Þó svo að saksóknari færi fram á gögn frá forsetanum þýddi það ekki sjálfkrafa að það væri til marks um fjandskap af hans hálfu. Dómarinn sagði jafnframt að ef hann myndi fallast á kröfu forsetans um að láta málið niður falla myndi það samsvara því að hann væri að vernda forsetann gegn rannsókn. Fyrir vikið gætu mál gegn honum fyrst og því væri frávísun eða niðurfelling „friðhelgi í sauðagæru“ (e. immunity through a backdoor). Gert er ráð fyrir að Trump og lögmenn hans muni áfrýja niðurstöðunni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24 Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52 Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Sjá meira
Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“. 3. ágúst 2020 20:24
Ósennilegt að skattskýrslur Trump líti dagsins ljós fyrir kosningar Tveir dómar Hæstaréttar Bandaríkjanna í dag voru tímabundinn sigur Donalds Trump Bandaríkjaforseta í tilraunum hans til að koma í veg fyrir að skattskýrslur og fjármálaupplýsingar hans verði gerðar opinberar fyrir kosningar. 9. júlí 2020 18:52
Saksóknarar með gögn frá Deutsche bank um fjármál Trump Deutsche bank afhenti saksóknurum í New York skjöl um fjármál Donalds Trump Bandaríkjaforseta og fyrirtækis hans í tengslum við sakamálarannsókn í fyrra. Tilraunir saksóknaranna til að fá skattskýrslur forsetans afhentar benda til þess að rannsókn á fjármálum hans sé umfangsmeiri en talið var. 5. ágúst 2020 23:40