Birkir og félagar fengu skell í síðasta leik fyrir hlé Anton Ingi Leifsson skrifar 9. mars 2020 19:15 Birkir í leik með Brescia. vísir/getty Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eru í verulega slæmum málum í ítalska boltanum og ekki skánaði ástandið eftir 3-0 tap pgegn Sassuolo í dag.Tilkynnt var fyrr í dag að öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu verði frestað til 3. apríl. Birkir mun ferðast til Íslands á morgun og verður í sóttkví næstu tvær vikurnar til þess að verða klár í leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. Staðan var markalaus þangað til á síðustu mínútu fyrri hálfleiks er Francesco Caputo kom heimamönnum í Sassuolo yfir. Francesco Caputo tvöfaldaði forystuna með sínu öðru marki á 61. mínútu og stundarfjórðungi fyrir leikslok afgreiddi Jeremie Boga leikinn. Lokatölur 3-0. Birkir spilaði allan leikinn fyrir Brescia sem er á botninum með 16 stig, níu stigum frá öruggu sæti. Ítalski boltinn
Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eru í verulega slæmum málum í ítalska boltanum og ekki skánaði ástandið eftir 3-0 tap pgegn Sassuolo í dag.Tilkynnt var fyrr í dag að öllum íþróttaviðburðum á Ítalíu verði frestað til 3. apríl. Birkir mun ferðast til Íslands á morgun og verður í sóttkví næstu tvær vikurnar til þess að verða klár í leikinn mikilvæga gegn Rúmeníu. Staðan var markalaus þangað til á síðustu mínútu fyrri hálfleiks er Francesco Caputo kom heimamönnum í Sassuolo yfir. Francesco Caputo tvöfaldaði forystuna með sínu öðru marki á 61. mínútu og stundarfjórðungi fyrir leikslok afgreiddi Jeremie Boga leikinn. Lokatölur 3-0. Birkir spilaði allan leikinn fyrir Brescia sem er á botninum með 16 stig, níu stigum frá öruggu sæti.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti