Innlent

Sjúkraliðar semja við sveitarfélög

Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Sjúkraliðafélag Ísland og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í morgunsárið.
Sjúkraliðafélag Ísland og Samband íslenskra sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í morgunsárið. Vísir/Jóhann K.
Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur skrifað undir kjarasamninga við Samband íslenskra sveitarfélaga og verða verkföll félagsmanna því felld niður. Félagið hefur einnig átt í viðræðum við saminganefnd ríkisins.

Til stóð að SLFÍ færi í verkfall á Landspítala, Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Akureyrarbæ í dag, á morgun og tvo daga á viku yfir næstu vikur. Aðgerðaráætlunina fyrir verkföllin má sjá hér, á vef BSRB. Samningurinn sem hefur verið undirritaður nær yfir næst efsta liðinn, þann appelsínugula.

Hér má sjá færslu á Facebooksíðu SLFÍ frá því í gær. Mikill hugur virtist í samninganefndinni.



Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×