Fótbolti

Leikurinn við Rúmeníu mögulega fyrir luktum dyrum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og öryggisstjóri KSÍ.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og öryggisstjóri KSÍ. vísir/vilhelm

Möguleiki er á að spila þurfi leik Íslands og Rúmeníu fyrir luktum dyrum, komi til þess að samkomubann verði sett á vegna útbreiðslu kórónaveirunnar.

Ísland og Rúmenía mætast í gríðarlega mikilvægum landsleik þann 26.mars næstkomandi á Laugardalsvelli.

Rætt var við Víði Reynisson sem gegnir bæði starfi öryggisstjóra KSÍ og yfirlögregluþjóns ríkislögreglustjóra, vegna framkvæmdar leiksins, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

„Það er ómögulegt að segja til um það í augnablikinu. Það er náttúrulega uppselt á leikinn en ef það verður samkomubann verður allavega spilað fyrir luktum dyrum,“ segir Víðir sem reiknar þó ekki með að það komi til þess að fresta þurfi leiknum.

„Ef það verður ekki búið að setja ferðabann á milli landa eða eitthvað slíkt þá er ekkert sem kemur í veg fyrir að spila leikinn en versta sviðsmyndin í þessu er sú að hann gæti verið spilaður fyrir luktum dyrum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×