Ábyrg afstaða Stefán Pétursson skrifar 7. mars 2020 09:00 Félagsmenn Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) eru með þessari ákvörðun að taka ábyrga afstöðu til samfélagsins og fresta boðuðu verkfalli. Félagsmenn LSS eru fólkið í framlínu utanspítalaþjónustu á Íslandi og oftar en ekki fyrsti snertipunktur fólks við heilbrigðisþjónustuna. Það er von mín og trú að viðsemjendur félagsins séu ekki svo óforskammaðir að nýta sér þessa ábyrgu afstöðu félagsmanna, til að fresta viðræðum um launakjör stéttarinnar, því vil ég ekki og ætla ekki að trúa. Slík framkoma væri í besta falli aumkunarverð tilraun til að koma sér hjá því að eiga uppbyggilegar viðræður við samninganefnd félagsins. Nú ríður á að viðsemjendur félagsins taki sömu ábyrgu afstöðu til félagsmanna LSS, og því mikilvæga starfi sem þessi stétt sinnir, og hafi frumkvæði að því að klára kjarasamning við félagið. Stærsta verkefnið núna er að taka höndum saman í baráttunni við þann vágest sem nú knýr dyra hjá okkar þjóð, og með því að klára kjarasamning sem fyrst, með slíkum sóma að eftir verði tekið, verður mun auðveldara fyrir félagsmenn að beina öllum sínum kröftum og athygli að þeirri baráttu, í stað þess að veikja andlegt þrek og atgerfi með þrasi og þrætum um löngu verðskulduð og bætt launakjör. Verkefnin framundan eru ærin og eiga bara eftir að stækka og vaxa að umfangi. Ekki er ásættanlegt fyrir félagsmenn LSS að þurfa, ofan í þá ógn sem steðjar að samfélaginu nú um þessar mundir, að hafa að sama skapi áhyggjur af framfærslu sinni og eigin velferð að viðbættum áhyggjum af heilsu og líðan sinna nánustu. Samningar okkar hafa verið lausir í að verða 1 ár og löngu kominn tími á verulega bætt kjör. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna mikið á félagsmenn LSS og ekki síður fjölskyldur þeirra. Nú eiga ríki og sveitarfélög að hysja upp um sig buxurnar og ganga fram fyrir skjöldu með þeim myndugleik og reisn sem sæmir þeim sem völdin hafa og drífa í að semja um verulegar kjarabætur til handa okkar félagsmanna. Við, félagsmenn LSS, erum framvarðarsveit utanspítalaþjónustu á Íslandi, skjöldur og sverð heilbrigðiskerfisins á vettvangi slysa og hamfara og það erum við sem komum til þín á þinni verstu stund og við leggjum allt í sölurnar fyrir þína velferð og fjölskyldu þína. Við viljum ekki smitast af Covid 19 veirunni frekar en hver annar, en við munum svo sannarlega mæta til þín, þurfir þú á okkur að halda, og gera okkar allra besta í þína þágu með þína velferð að leiðarljósi. Það eru ekki launin sem er hvatinn sem drífur okkur áfram, heldur sú þörf okkar allra að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja þína velferð og þitt heilbrigði, þörfin til að hjálpa meðbræðrum og systrum okkar, þörfin til að láta gott af sér leiða. Þessvegna frestum við boðuðum verkfallsaðgerðum, í þína þágu og í þágu samfélagsins. Auðvitað viljum við hærri og betri laun og launakjör, en samviska okkar allra segir okkur að nú verðum við að fresta aðgerðum, því samfélagið þarfnast okkar sem aldrei fyrr og frá þeirri ábyrgð munum við aldrei víkja. Velferð samfélagsins er okkur efst í huga.Höfundur er sjúkraflutningamaður og nemandi í Opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitafélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmenn Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) eru með þessari ákvörðun að taka ábyrga afstöðu til samfélagsins og fresta boðuðu verkfalli. Félagsmenn LSS eru fólkið í framlínu utanspítalaþjónustu á Íslandi og oftar en ekki fyrsti snertipunktur fólks við heilbrigðisþjónustuna. Það er von mín og trú að viðsemjendur félagsins séu ekki svo óforskammaðir að nýta sér þessa ábyrgu afstöðu félagsmanna, til að fresta viðræðum um launakjör stéttarinnar, því vil ég ekki og ætla ekki að trúa. Slík framkoma væri í besta falli aumkunarverð tilraun til að koma sér hjá því að eiga uppbyggilegar viðræður við samninganefnd félagsins. Nú ríður á að viðsemjendur félagsins taki sömu ábyrgu afstöðu til félagsmanna LSS, og því mikilvæga starfi sem þessi stétt sinnir, og hafi frumkvæði að því að klára kjarasamning við félagið. Stærsta verkefnið núna er að taka höndum saman í baráttunni við þann vágest sem nú knýr dyra hjá okkar þjóð, og með því að klára kjarasamning sem fyrst, með slíkum sóma að eftir verði tekið, verður mun auðveldara fyrir félagsmenn að beina öllum sínum kröftum og athygli að þeirri baráttu, í stað þess að veikja andlegt þrek og atgerfi með þrasi og þrætum um löngu verðskulduð og bætt launakjör. Verkefnin framundan eru ærin og eiga bara eftir að stækka og vaxa að umfangi. Ekki er ásættanlegt fyrir félagsmenn LSS að þurfa, ofan í þá ógn sem steðjar að samfélaginu nú um þessar mundir, að hafa að sama skapi áhyggjur af framfærslu sinni og eigin velferð að viðbættum áhyggjum af heilsu og líðan sinna nánustu. Samningar okkar hafa verið lausir í að verða 1 ár og löngu kominn tími á verulega bætt kjör. Á næstu vikum og mánuðum mun reyna mikið á félagsmenn LSS og ekki síður fjölskyldur þeirra. Nú eiga ríki og sveitarfélög að hysja upp um sig buxurnar og ganga fram fyrir skjöldu með þeim myndugleik og reisn sem sæmir þeim sem völdin hafa og drífa í að semja um verulegar kjarabætur til handa okkar félagsmanna. Við, félagsmenn LSS, erum framvarðarsveit utanspítalaþjónustu á Íslandi, skjöldur og sverð heilbrigðiskerfisins á vettvangi slysa og hamfara og það erum við sem komum til þín á þinni verstu stund og við leggjum allt í sölurnar fyrir þína velferð og fjölskyldu þína. Við viljum ekki smitast af Covid 19 veirunni frekar en hver annar, en við munum svo sannarlega mæta til þín, þurfir þú á okkur að halda, og gera okkar allra besta í þína þágu með þína velferð að leiðarljósi. Það eru ekki launin sem er hvatinn sem drífur okkur áfram, heldur sú þörf okkar allra að gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja þína velferð og þitt heilbrigði, þörfin til að hjálpa meðbræðrum og systrum okkar, þörfin til að láta gott af sér leiða. Þessvegna frestum við boðuðum verkfallsaðgerðum, í þína þágu og í þágu samfélagsins. Auðvitað viljum við hærri og betri laun og launakjör, en samviska okkar allra segir okkur að nú verðum við að fresta aðgerðum, því samfélagið þarfnast okkar sem aldrei fyrr og frá þeirri ábyrgð munum við aldrei víkja. Velferð samfélagsins er okkur efst í huga.Höfundur er sjúkraflutningamaður og nemandi í Opinberri stjórnsýslu við Háskólann á Bifröst.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar