Segir að heimsbyggðin megi ekki gefast upp fyrir kórónuveirunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 23:45 Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). vísir/getty Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að þjóðir heims megi alls ekki gefast upp í baráttunni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Það sé það versta sem geti gerst að eitthvert ríki eða einstaklingur gefist upp. Þetta kom fram á blaðamannafundi WHO í dag vegna kórónuveirunnar. „Það versta sem getur gerst fyrir eitthvað ríki eða einhvern einstakling er að gefast upp. Svo WHO segir ekki gefast upp. Ekki játa ykkur sigruð. Nálgist verkefnið frá öllum hliðum,“ sagði Ghebreyesus á fundinum í dag. Hann sagði WHO hafa áhyggjur af því að sum lönd væru ekki að taka málið nógu alvarlega eða hefðu hreinlega ákveðið að þau gætu ekkert gert. Þannig sagði Ghebreyesus WHO hafa áhyggjur af því að í sumum löndum væru aðgerðir stjórnvalda ekki í samræmi við þá ógn sem öll heimsbyggðin stendur frammi fyrir. „Þetta er ekki æfing“ „Þetta er ekki æfing. Þetta er ekki tíminn til að gefast upp eða vera með afsakanir. Þetta er tíminn til að grípa til allra mögulegra aðgerða. Ríki heimsins hafa verið að undirbúa svona aðstæður í áratugi. Nú er kominn tími til gera eitthvað við allan þennan undirbúning,“ sagði Ghebreyesus. Alls hafa nú meira en 96 þúsund manns greinst með kórónuveiruna á heimsvísu að því er fram kemur í samantekt Guardian um málið. Þá hafa meira en 3300 látist vegna veirunnar, langflestir enn í Kína þótt menn hafi vaxandi áhyggjur af alvarlegri stöðu bæði á Ítalíu og í Íran. Opinber tala látinna í Íran er 107 en talið er að mun fleiri hafi látist þar vegna veirunnar. Þá eru staðfest smit í landinu meira en 3500. Allir skólar í landinu eru lokaðir þar til í apríl og þá hafa yfirvöld sett á ferðatakmarkanir á milli helstu borga landsins til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Á Ítalíu hafa tæplega 4000 manns greinst með veiruna og 148 látist. Þar hefur öllum skólum verið lokað næstu tíu dagana til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran breiðist meira út en flest smitin eru á Norður-Ítalíu. Hér á Íslandi hafa 35 manns greinst með veiruna og yfir 400 manns eru í sóttkví vegna hennar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Tengdar fréttir Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO), segir að þjóðir heims megi alls ekki gefast upp í baráttunni gegn kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Það sé það versta sem geti gerst að eitthvert ríki eða einstaklingur gefist upp. Þetta kom fram á blaðamannafundi WHO í dag vegna kórónuveirunnar. „Það versta sem getur gerst fyrir eitthvað ríki eða einhvern einstakling er að gefast upp. Svo WHO segir ekki gefast upp. Ekki játa ykkur sigruð. Nálgist verkefnið frá öllum hliðum,“ sagði Ghebreyesus á fundinum í dag. Hann sagði WHO hafa áhyggjur af því að sum lönd væru ekki að taka málið nógu alvarlega eða hefðu hreinlega ákveðið að þau gætu ekkert gert. Þannig sagði Ghebreyesus WHO hafa áhyggjur af því að í sumum löndum væru aðgerðir stjórnvalda ekki í samræmi við þá ógn sem öll heimsbyggðin stendur frammi fyrir. „Þetta er ekki æfing“ „Þetta er ekki æfing. Þetta er ekki tíminn til að gefast upp eða vera með afsakanir. Þetta er tíminn til að grípa til allra mögulegra aðgerða. Ríki heimsins hafa verið að undirbúa svona aðstæður í áratugi. Nú er kominn tími til gera eitthvað við allan þennan undirbúning,“ sagði Ghebreyesus. Alls hafa nú meira en 96 þúsund manns greinst með kórónuveiruna á heimsvísu að því er fram kemur í samantekt Guardian um málið. Þá hafa meira en 3300 látist vegna veirunnar, langflestir enn í Kína þótt menn hafi vaxandi áhyggjur af alvarlegri stöðu bæði á Ítalíu og í Íran. Opinber tala látinna í Íran er 107 en talið er að mun fleiri hafi látist þar vegna veirunnar. Þá eru staðfest smit í landinu meira en 3500. Allir skólar í landinu eru lokaðir þar til í apríl og þá hafa yfirvöld sett á ferðatakmarkanir á milli helstu borga landsins til að reyna að hefta útbreiðslu veirunnar. Á Ítalíu hafa tæplega 4000 manns greinst með veiruna og 148 látist. Þar hefur öllum skólum verið lokað næstu tíu dagana til þess að reyna að koma í veg fyrir að veiran breiðist meira út en flest smitin eru á Norður-Ítalíu. Hér á Íslandi hafa 35 manns greinst með veiruna og yfir 400 manns eru í sóttkví vegna hennar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Tengdar fréttir Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Sjá meira
Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24
Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04
Skíðasvæðið Ischgl nú skilgreint sem áhættusvæði Átta af þeim 26 Íslendingum sem nú hafa greinst með kórónuveiruna voru á skíðum í Ischgl. 5. mars 2020 11:14