Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. mars 2020 15:00 Heilbrigðisstarfsfólk hefur fengið tilmæli um að fara ekki til útlanda meðan hættustig er enn í gildi vegna kórónuveirunnar. Tilmælin bera með sér ákveðinn tvískinnung að þeirra mati. vísir/vilhelm Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg en skiljanleg. Þau beri með sér að hinu opinbera þyki umræddar stéttir mikilvægar - en þó ekki nógu mikilvægar til þess að gera við þær kjarasamning, en samningar þeirra hafa verið lausir í tæpt ár. Þrátt fyrir að finnast tilmælin sérstök í þessu ljósi hyggjst félagsmenn fylgja þeim, að sögn framkvæmdastjóra eins félagsins. Í vikunni biðluðu landlæknir, sóttvarnalæknir og almannavarnir til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa við viðbúnað vegna kórónaveirunnar að fresta utanlandsferðum eftir því sem kostur er. Að sama skapi hefur verið óskað eftir því að félög sem nú þegar eru í verkfallsaðgerðum eða ráðast í vinnustöðvanir á næstu dögum, eins og Efling og BSRB, fresti aðgerðum í ljósi útbreiðslunnar. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna varð við þessum tilmælum í dag og hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum aðgerðum sínum þar til hættustigi vegna kórónuveirunnar hefur verið aflýst. Sjá einnig: Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Félögin ellefu innan BHM, sem sjá má neðst í fréttinni, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau segja tilmæli stjórnvalda skjóta nokkuð skökku við. Stéttirnar séu greinilega svo mikilvægar að mati hins opinbera að ekki er talið óhætt að leyfa þeim að ferðast til útlanda - en á sama tíma hefur hið opinbera ekki séð sér fært að gera kjarasamninga við þessar stéttir. Þetta beri þannig með sér ákveðinn tvískinnung að mati Önnu Maríu Frímannsdóttur, framkvæmdastjóra Sálfræðingafélags Íslands, eitt umræddra félaga. Frá upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar á þriðjudag.Vísir/vilhelm Hún segir að ákveðið að hafi verið að senda umrædda yfirlýsingu eftir enn einn árangurslausan fundinn með samninganefnd ríkisins í gær. „Enn hafa viðræður um nýja samninga engum árangri skilað. Ganga verður til samninga við félögin án tafar og aflétta þannig því viðbótarálagi á starfsfólk sem óhjákvæmilega fylgir því að vera án kjarasamninga í tæpt ár,“ eins og þar segir. Anna segir að þó svo að félagsmenn furði sig á tilmælunum um að fara ekki til útlanda að óþörfu sýni þeir þessu skilning. Félagsmenn hyggjast því fara að fyrirmælunum en vona um leið að hið opinbera geri sér grein fyrir því að fyrirmælin afhjúpi mikilvægi þessara stétta. Anna segist þannig vona að samningsvilji ríkisvaldsins fari að aukast, hann hafi ekki verið mikill til þessa. Félögin ellefu krefjist þess að fá „alvöru samtal“ við sína viðsemjendur, að hlustað verði á sjónarmið félaganna og komið til móts við kröfur þeirra. BHM-félögin ellefu eru:Dýralæknafélag ÍslandsFélag geislafræðingaFélag íslenskra hljómlistarmannaFélag íslenskra náttúrufræðingaFélag lífeindafræðingaFélagsráðgjafafélag ÍslandsIðjuþjálfafélag ÍslandsKjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðingaLjósmæðrafélag ÍslandsSálfræðingafélag ÍslandsÞroskaþjálfafélag Íslands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg en skiljanleg. Þau beri með sér að hinu opinbera þyki umræddar stéttir mikilvægar - en þó ekki nógu mikilvægar til þess að gera við þær kjarasamning, en samningar þeirra hafa verið lausir í tæpt ár. Þrátt fyrir að finnast tilmælin sérstök í þessu ljósi hyggjst félagsmenn fylgja þeim, að sögn framkvæmdastjóra eins félagsins. Í vikunni biðluðu landlæknir, sóttvarnalæknir og almannavarnir til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa við viðbúnað vegna kórónaveirunnar að fresta utanlandsferðum eftir því sem kostur er. Að sama skapi hefur verið óskað eftir því að félög sem nú þegar eru í verkfallsaðgerðum eða ráðast í vinnustöðvanir á næstu dögum, eins og Efling og BSRB, fresti aðgerðum í ljósi útbreiðslunnar. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna varð við þessum tilmælum í dag og hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum aðgerðum sínum þar til hættustigi vegna kórónuveirunnar hefur verið aflýst. Sjá einnig: Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Félögin ellefu innan BHM, sem sjá má neðst í fréttinni, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau segja tilmæli stjórnvalda skjóta nokkuð skökku við. Stéttirnar séu greinilega svo mikilvægar að mati hins opinbera að ekki er talið óhætt að leyfa þeim að ferðast til útlanda - en á sama tíma hefur hið opinbera ekki séð sér fært að gera kjarasamninga við þessar stéttir. Þetta beri þannig með sér ákveðinn tvískinnung að mati Önnu Maríu Frímannsdóttur, framkvæmdastjóra Sálfræðingafélags Íslands, eitt umræddra félaga. Frá upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar á þriðjudag.Vísir/vilhelm Hún segir að ákveðið að hafi verið að senda umrædda yfirlýsingu eftir enn einn árangurslausan fundinn með samninganefnd ríkisins í gær. „Enn hafa viðræður um nýja samninga engum árangri skilað. Ganga verður til samninga við félögin án tafar og aflétta þannig því viðbótarálagi á starfsfólk sem óhjákvæmilega fylgir því að vera án kjarasamninga í tæpt ár,“ eins og þar segir. Anna segir að þó svo að félagsmenn furði sig á tilmælunum um að fara ekki til útlanda að óþörfu sýni þeir þessu skilning. Félagsmenn hyggjast því fara að fyrirmælunum en vona um leið að hið opinbera geri sér grein fyrir því að fyrirmælin afhjúpi mikilvægi þessara stétta. Anna segist þannig vona að samningsvilji ríkisvaldsins fari að aukast, hann hafi ekki verið mikill til þessa. Félögin ellefu krefjist þess að fá „alvöru samtal“ við sína viðsemjendur, að hlustað verði á sjónarmið félaganna og komið til móts við kröfur þeirra. BHM-félögin ellefu eru:Dýralæknafélag ÍslandsFélag geislafræðingaFélag íslenskra hljómlistarmannaFélag íslenskra náttúrufræðingaFélag lífeindafræðingaFélagsráðgjafafélag ÍslandsIðjuþjálfafélag ÍslandsKjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðingaLjósmæðrafélag ÍslandsSálfræðingafélag ÍslandsÞroskaþjálfafélag Íslands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Fleiri fréttir „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Sjá meira
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57
Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45
LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55