21 dagur í Rúmeníuleikinn: Þegar Ríkharður Daðason og KR-liðið skutu niður rúmenskt stórlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2020 10:00 Ríkharður Daðason fór út í atvinnumennsku eftir Evrópuævintýrið með KR sumarið 1997. Getty/Tony Marshall Sumarið 1997 náði KR-liðið einum athyglisverðustu úrslitum í sögu íslenskra knattspyrnuliða í Evrópukeppni þegar Vesturbæjarliðið skaut niður rúmenskt stórlið í UEFA-bikarnum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það er ekki á hverjum degi sem rúmensk knattspyrnulið mætir í Laugardalinn. Árunum 1996 og 1997 komu þau hins vegar tvö ár í röð með mjög misjöfnum árangri. Fyrra árið vann A-landsliðið sannfærandi sigur á íslenska landsliðinu en árið eftir komu KR-ingar fram hefndum. Júlímánuður árið 1997 endaði á sögulegum sigri KR-inga í rúmenska stórliðinu Dinamo Búkarest á heimavelli Rúmenana. KR hafði áður unnið heimaleikinn 2-0 á Laugardalsvellinum og unnu einvígi liðanna í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins 4-0 samanlagt. Þetta er ennþá eina tapið hjá rúmensku liði á Laugardalsvellinum en við vonum að það breytist 26. mars. Enginn lék betur í þessum tveimur leikjum en Ríkharður Daðason sem skoraði seinna markið í fyrri leiknum og bæði mörkin í þeim síðari. Fyrra markið í fyrri leiknum kom síðan eftir vítaspyrnu sem dæmd var þegar Ríkharður var felldur. KR vann 2-0 á Laugardalsvellinum þrátt fyrir að lykilmennirnir Heimir Guðjónsson og Andri Sigþórsson hafi ekki getað leikið með vegna meiðsla. Einar Þór Daníelsson skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 27. mínútu og lagði síðan upp það síðara fyrir Ríkharð Daðason. Í 2-1 sigri KR-inga í seinni leiknum skoraði Ríkharður Daðason bæði mörkin eftir skyndisóknir og þau komu bæði á fyrstu 32 mínútum leiksins. Rúmenar minnkuðu muninn fyrir hlé en tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir stórsókn. Þetta var fyrsti sigur KR-inga á útivelli í Evrópukeppni. Það er óhætt að segja að úrslitin hafi haft miklar afleiðingar í herbúðum Dinamo Búkarest. Þjálfarinn var rekinn eftir fyrri leikinn og forseti félagsins fékk að fjúka eftir seinni leikinn. Forsetinn stýrði Dinamo sjálfur í seinni leiknum en þurfti að gefa eftir stólinn sinn eftir hann. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport. EM 2020 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira
Sumarið 1997 náði KR-liðið einum athyglisverðustu úrslitum í sögu íslenskra knattspyrnuliða í Evrópukeppni þegar Vesturbæjarliðið skaut niður rúmenskt stórlið í UEFA-bikarnum. Ísland tekur á móti Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitaleik í umspili um laust sæti á EM 2020 og sigurvegarinn kemst í hreinan úrslitaleik um sæti á EM. Vísir telur niður í leikinn með því að skoða betur þennan stærsta heimaleik í sögu íslenska landsliðsins eða líta til baka á söguleg tengsl þjóðanna á knattspyrnuvellinum. Það er ekki á hverjum degi sem rúmensk knattspyrnulið mætir í Laugardalinn. Árunum 1996 og 1997 komu þau hins vegar tvö ár í röð með mjög misjöfnum árangri. Fyrra árið vann A-landsliðið sannfærandi sigur á íslenska landsliðinu en árið eftir komu KR-ingar fram hefndum. Júlímánuður árið 1997 endaði á sögulegum sigri KR-inga í rúmenska stórliðinu Dinamo Búkarest á heimavelli Rúmenana. KR hafði áður unnið heimaleikinn 2-0 á Laugardalsvellinum og unnu einvígi liðanna í 1. umferð forkeppni UEFA-bikarsins 4-0 samanlagt. Þetta er ennþá eina tapið hjá rúmensku liði á Laugardalsvellinum en við vonum að það breytist 26. mars. Enginn lék betur í þessum tveimur leikjum en Ríkharður Daðason sem skoraði seinna markið í fyrri leiknum og bæði mörkin í þeim síðari. Fyrra markið í fyrri leiknum kom síðan eftir vítaspyrnu sem dæmd var þegar Ríkharður var felldur. KR vann 2-0 á Laugardalsvellinum þrátt fyrir að lykilmennirnir Heimir Guðjónsson og Andri Sigþórsson hafi ekki getað leikið með vegna meiðsla. Einar Þór Daníelsson skoraði fyrra markið úr vítaspyrnu á 27. mínútu og lagði síðan upp það síðara fyrir Ríkharð Daðason. Í 2-1 sigri KR-inga í seinni leiknum skoraði Ríkharður Daðason bæði mörkin eftir skyndisóknir og þau komu bæði á fyrstu 32 mínútum leiksins. Rúmenar minnkuðu muninn fyrir hlé en tókst ekki að bæta við mörkum þrátt fyrir stórsókn. Þetta var fyrsti sigur KR-inga á útivelli í Evrópukeppni. Það er óhætt að segja að úrslitin hafi haft miklar afleiðingar í herbúðum Dinamo Búkarest. Þjálfarinn var rekinn eftir fyrri leikinn og forseti félagsins fékk að fjúka eftir seinni leikinn. Forsetinn stýrði Dinamo sjálfur í seinni leiknum en þurfti að gefa eftir stólinn sinn eftir hann. Ísland og Rúmenía mætast í umspili um laust sæti á EM 2020 á Laugardalsvelli 26. mars. Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en sérstakur upphitunarþáttur fyrir leikinn verður á dagskrá 16. mars á Stöð 2 Sport.
EM 2020 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fleiri fréttir Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira