Sportpakkinn: „Vona að við fáum fullar rútur að norðan og málum Höllina svarta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2020 15:37 KA/Þór komst síðast í undanúrslit bikarkeppninnar 2018. Þá tapaði liðið fyrir Haukum, sem eru einmitt andstæðingur þeirra í kvöld. vísir/bára Undanúrslitaleikirnir í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Klukkan 18:00 mætast KA/Þór og Haukar. Liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti Olís-deildar kvenna. Þau mættust á Ásvöllum um síðustu helgi og þá unnu Haukar, 27-22. Gunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þórs, segir að Akureyringar ætli sér í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögunni. „Það er kannski aðeins meiri hefð með Haukum en við erum staðráðnar í komast í úrslit í fyrsta skipti,“ sagði Gunnar. Hann vonast til að Akureyringar fjölmenni í Laugardalshöllina og styðji við bakið á sínum stelpum. „Ég vona að við fáum fullar rútur að norðan og málum Höllina svarta,“ sagði Gunnar. Þrettán ár eru síðan Haukar urðu bikarmeistarar síðast en þá vann Hafnarfjarðarliðið bikarinn í fjórða sinn. „Það hefur verið bras á okkur á þessu tímabili og við erum kannski ekki í þeirri stöðu sem við ætluðum að vera í. En miði er möguleiki í bikarnum,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka. Seinni leikurinn í kvöld er rimma tveggja bestu liðanna í kvenna handboltanum undanfarin ár, Vals og Fram. Leikur þeirra hefst klukkan 20:30. Valur var sterkara liðið á síðustu leiktíð en Fram hefur haft undirtökin í vetur. Liðin mættust á heimavelli Vals á laugardag og þá vann Fram, 24-28, og er í dauðafæri að vinna deildarmeistaratitilinn. Fram er fimm stigum á undan Val þegar þrjár umferðir eru eftir. „Þetta eru mjög erfiðir leikir og þessi lið hafa mæst oft í bikarúrslitaleikjum. Þetta eru alltaf jafnir og spennandi leikir og við erum heppin að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram. Hann gerði Val fjórum sinnum að bikarmeisturum á sínum tíma. Valur vann Fram í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra, 24-21. Valur vann þá bikarinn í sjöunda sinn en Fram er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 15 titla. „Þetta hafa verið bestu liðin í vetur en Framararnir ívið meira sannfærandi þannig að við þurfum að ná góðum leik til að leggja þær að velli,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: KA/Þór getur komist í bikarúrslit í fyrsta sinn Olís-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir „Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. 4. mars 2020 15:30 Átján titla munur á undanúrslitaleikjunum Sigurhefð Fram og Vals í bikarkeppni kvenna í handbolta er öllu meiri en hjá KA/Þór og Haukum. 4. mars 2020 14:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira
Undanúrslitaleikirnir í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Klukkan 18:00 mætast KA/Þór og Haukar. Liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti Olís-deildar kvenna. Þau mættust á Ásvöllum um síðustu helgi og þá unnu Haukar, 27-22. Gunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þórs, segir að Akureyringar ætli sér í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögunni. „Það er kannski aðeins meiri hefð með Haukum en við erum staðráðnar í komast í úrslit í fyrsta skipti,“ sagði Gunnar. Hann vonast til að Akureyringar fjölmenni í Laugardalshöllina og styðji við bakið á sínum stelpum. „Ég vona að við fáum fullar rútur að norðan og málum Höllina svarta,“ sagði Gunnar. Þrettán ár eru síðan Haukar urðu bikarmeistarar síðast en þá vann Hafnarfjarðarliðið bikarinn í fjórða sinn. „Það hefur verið bras á okkur á þessu tímabili og við erum kannski ekki í þeirri stöðu sem við ætluðum að vera í. En miði er möguleiki í bikarnum,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka. Seinni leikurinn í kvöld er rimma tveggja bestu liðanna í kvenna handboltanum undanfarin ár, Vals og Fram. Leikur þeirra hefst klukkan 20:30. Valur var sterkara liðið á síðustu leiktíð en Fram hefur haft undirtökin í vetur. Liðin mættust á heimavelli Vals á laugardag og þá vann Fram, 24-28, og er í dauðafæri að vinna deildarmeistaratitilinn. Fram er fimm stigum á undan Val þegar þrjár umferðir eru eftir. „Þetta eru mjög erfiðir leikir og þessi lið hafa mæst oft í bikarúrslitaleikjum. Þetta eru alltaf jafnir og spennandi leikir og við erum heppin að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram. Hann gerði Val fjórum sinnum að bikarmeisturum á sínum tíma. Valur vann Fram í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra, 24-21. Valur vann þá bikarinn í sjöunda sinn en Fram er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 15 titla. „Þetta hafa verið bestu liðin í vetur en Framararnir ívið meira sannfærandi þannig að við þurfum að ná góðum leik til að leggja þær að velli,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: KA/Þór getur komist í bikarúrslit í fyrsta sinn
Olís-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir „Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. 4. mars 2020 15:30 Átján titla munur á undanúrslitaleikjunum Sigurhefð Fram og Vals í bikarkeppni kvenna í handbolta er öllu meiri en hjá KA/Þór og Haukum. 4. mars 2020 14:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Sjá meira
„Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. 4. mars 2020 15:30
Átján titla munur á undanúrslitaleikjunum Sigurhefð Fram og Vals í bikarkeppni kvenna í handbolta er öllu meiri en hjá KA/Þór og Haukum. 4. mars 2020 14:00