Sportpakkinn: Mætast í fyrsta sinn í bikarnum síðan í úrslitaleiknum fyrir átta árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. mars 2020 17:00 Virgil van Dijk og Tammy Abraham eigast við í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í fyrra. vísir/getty Chelsea tekur á móti Liverpool í stórleik 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar á Stamford Bridge í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikinn. Arsenal varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Þrjú lið bætast í hópinn í kvöld. Liverpool þurfti tvo leiki til að slá Shrewsbury Town út úr keppni. Í þeim leikjum fengu ungir strákar tækifæri sem þeir nýttu vel en í kvöld má reikna með því að sterkari og reyndari kappar verði í byrjunarliðinu. Í ágúst á síðasta ári mættust liðin í Ofurbikar Evrópu í árlegum leik sigurvegara Meistara- og Evrópudeildarinnar. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Sadio Mane kom Liverpool yfir í framlengingu með öðru marki sínu en Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Liverpool skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum en Adrián í marki Liverpool varði síðustu spyrnuna frá Tammy Abraham og Liverpool fagnaði sigri. Rúmum mánuði síðar tókust liðin á í deildinni í Stamford Bridge. Liverpool vann þá með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn í kvöld verður fyrsti bikarleikur liðanna í átta ár. Síðasta rimman í þessari fornu keppni var úrslitaleikurinn á Wembley 2012. Ramires kom Chelsea yfir á 11. mínútu með eina markinu í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom Chelsea í 2-0 þegar sjö mínútur voru búnar af þeim seinni. Andy Carroll skoraði eina mark Liverpool um miðjan seinni hálfleikinn og Chelsea, undir stjórn Robertos Di Matteo, hafði betur gegn strákum Kennys Dalglish, 2-1. Þetta var sjöundi bikartitill Chelsea sem bætti þeim áttunda við 2018 þegar Lundúnaliðið vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik með marki Edens Hazard. Liverpool hefur unnið bikarinn sjö sinnum, síðast 2006. Þá vann Liverpool West Ham í vítaspyrnukeppni. Liverpool hefur verið í sérflokki í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en tapaði í fyrsta sinn um helgina, 3-0 fyrir Watford. Enda þótt Chelsea sé í 4. sæti er 34 stiga munur á þeim rauðu og bláu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur á Stamford Bridge Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30 Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00 Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Sjá meira
Chelsea tekur á móti Liverpool í stórleik 16-liða úrslita ensku bikarkeppninnar á Stamford Bridge í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikinn. Arsenal varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Þrjú lið bætast í hópinn í kvöld. Liverpool þurfti tvo leiki til að slá Shrewsbury Town út úr keppni. Í þeim leikjum fengu ungir strákar tækifæri sem þeir nýttu vel en í kvöld má reikna með því að sterkari og reyndari kappar verði í byrjunarliðinu. Í ágúst á síðasta ári mættust liðin í Ofurbikar Evrópu í árlegum leik sigurvegara Meistara- og Evrópudeildarinnar. Staðan var 1-1 eftir 90 mínútur. Sadio Mane kom Liverpool yfir í framlengingu með öðru marki sínu en Jorginho jafnaði úr vítaspyrnu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni. Liverpool skoraði úr öllum fimm spyrnum sínum en Adrián í marki Liverpool varði síðustu spyrnuna frá Tammy Abraham og Liverpool fagnaði sigri. Rúmum mánuði síðar tókust liðin á í deildinni í Stamford Bridge. Liverpool vann þá með tveimur mörkum gegn einu. Leikurinn í kvöld verður fyrsti bikarleikur liðanna í átta ár. Síðasta rimman í þessari fornu keppni var úrslitaleikurinn á Wembley 2012. Ramires kom Chelsea yfir á 11. mínútu með eina markinu í fyrri hálfleik og Didier Drogba kom Chelsea í 2-0 þegar sjö mínútur voru búnar af þeim seinni. Andy Carroll skoraði eina mark Liverpool um miðjan seinni hálfleikinn og Chelsea, undir stjórn Robertos Di Matteo, hafði betur gegn strákum Kennys Dalglish, 2-1. Þetta var sjöundi bikartitill Chelsea sem bætti þeim áttunda við 2018 þegar Lundúnaliðið vann Manchester United 1-0 í úrslitaleik með marki Edens Hazard. Liverpool hefur unnið bikarinn sjö sinnum, síðast 2006. Þá vann Liverpool West Ham í vítaspyrnukeppni. Liverpool hefur verið í sérflokki í úrvalsdeildinni á leiktíðinni en tapaði í fyrsta sinn um helgina, 3-0 fyrir Watford. Enda þótt Chelsea sé í 4. sæti er 34 stiga munur á þeim rauðu og bláu. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19:45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Stórleikur á Stamford Bridge
Enski boltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30 Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00 Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Sjá meira
Segja að liðin séu núna búin að finna leiðina til að stoppa Liverpool liðið Liverpool hefur ekki verið sannfærandi eftir vetrarfríið sitt og hefur nú tapað tveimur leikjum á stuttum tíma. Það lítur út fyrir að andstæðingar þeirra séu búnir að finna lausnina á móti þeim. 3. mars 2020 12:30
Lampard um Liverpool: Þeir urðu mannlegir í einum leik Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, býst við svari hjá Liverpool í bikarleik liðanna í kvöld eftir að Liverpool tapaði óvænt fyrsta deildarleik tímabilsins um helgina. 3. mars 2020 09:00
Væri hálfviti ef að ég efaðist núna Jürgen Klopp segir ljóst að leikmenn Liverpool verði að sýna mun betri frammistöðu gegn Chelsea í kvöld en í 3-0 tapinu gegn Watford um helgina en að hann hafi ekki verið með neinn reiðilestur á fundi eftir tapið. 3. mars 2020 07:00