Svona var fimmti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. mars 2020 13:19 Táknmálstúlkur greinir frá því sem fram fer á fundinum í dag. Hér má sjá mynd frá fundinum. Vísir/vilhelm Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis, Landspítali og Rauði krossinn bjóða til upplýsingafundar í dag vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum, sem hefst klukkan 14. Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til vegna úbreiðslunnar.Alls hafa 11 smittilfelli verið staðfest á Íslandi, þar af voru 2 staðfest í dag og 6 í gær. Flest eiga hin smituðu það sameiginlegt að hafa nýverið heimsótt Norður-Ítalíu. Á fundinum í dag mun Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala fjalla um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs og langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID19 og Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallar um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Einnig leiðir til að draga úr streitu. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að fundurinn hefjist klukkan 14. Útsendinguna má svo nálgast hér að neðan. Uppfært klukkan 14:46 Fundinum er lokið en upptökuna má sjá hér að neðan.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis, Landspítali og Rauði krossinn bjóða til upplýsingafundar í dag vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Vísir verður með beina útsendingu frá fundinum, sem hefst klukkan 14. Þetta er fimmti upplýsingafundurinn sem boðað hefur verið til vegna úbreiðslunnar.Alls hafa 11 smittilfelli verið staðfest á Íslandi, þar af voru 2 staðfest í dag og 6 í gær. Flest eiga hin smituðu það sameiginlegt að hafa nýverið heimsótt Norður-Ítalíu. Á fundinum í dag mun Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítala fjalla um COVID 19 veiruna, einkenni hennar og stöðuna í dag, Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra útskýrir viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs og langtímaviðbrögð stjórnvalda við COVID19 og Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur hjá Rauða krossinum fjallar um nauðsyn þess að fólk hlúi að andlegri líðan sinni og sinna nánustu. Einnig leiðir til að draga úr streitu. Sem fyrr segir er gert ráð fyrir að fundurinn hefjist klukkan 14. Útsendinguna má svo nálgast hér að neðan. Uppfært klukkan 14:46 Fundinum er lokið en upptökuna má sjá hér að neðan.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Upplýsingafundir almannavarna og landlæknis Tengdar fréttir Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10 Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05 Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Sitja sem fastast vegna gruns um kórónuveirusmit Þýska skemmtiferðaskipið Aida Aura hefur frestað brottför sinni frá Haugasundi í Noregi vegna gruns um kórónuveirusmit um borð. 3. mars 2020 08:10
Var smitaður áður en hann steig upp í flugvélina Maðurinn sem greindist með kórónuveiru eftir að hafa dvalið í Austurríki setti sig strax í samband við heilbrigðisyfirvöld, þrátt fyrir að hafa ekki verið að koma frá skilgreindu hættusvæði. 3. mars 2020 12:05
Smitin á Íslandi orðin ellefu Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa greinst og eru smitin nú orðin ellefu samanlagt. Þetta staðfestir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. 3. mars 2020 12:28