Í tilefni af leik KA/Þórs og Hauka í undanúrslitum Coca Cola-bikars kvenna í handbolta hafa Akureyringar gefið út nýtt stuðningsmannalag.
Það nefnist „Sigurinn heim!“. Elvar Jónsteinsson er höfundur lagsins og Rúnar Eff syngur það. Undirspil og upptaka lagsins var í höndum Ármanns Einarssonar í Tónræktinni.
Hlusta má á lagið hér fyrir neðan.
KA/Þór mætast í fyrri undanúrslitaleiknum annað kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18:00. Sigurvegarinn mætir annað Val eða Fram í úrslitaleiknum á laugardaginn.
KA/Þór komst í undanúrslit bikarkeppninnar fyrir tveimur árum. Þá mætti liðið einmitt Haukum og tapaði, 23-21. Akureyringar vilja væntanlega ná fram hefndum á morgun.
Á laugardaginn áttust Haukar og KA/Þór við í þriðja sinn á tímabilinu í Olís-deild kvenna. Haukar unnu fimm marka sigur, 27-22. Þeir unnu tvo af þremur deildarleikjum liðanna og KA/Þór einn. Liðin eru bæði með 14 stig í Olís-deildinni.