Töluvert berst af fyrirspurnum um afbókanir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 2. mars 2020 20:00 Kórónuveiran hefur haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustu um allan heim. vísir/vilhelm Mikil óvissa ríkir í ferðaþjónustunni vegna kórónuveirunnar þar sem farið er að bera á afbókunum. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist hafa áhyggjur af stöðunni. „Okkur sýnist núna undanfarna daga, að eftir því sem útbreiðslan hefur orðið meiri í Evrópu, að þetta sé að hafa heldur hraðari áhrif en við áttum von á fyrir viku síðan. Við erum farin að fá töluvert mikið af fyrirspurnum um afbókunarskilmála og hvernig staðan sé á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kínverskir hópar hafa verið að afbóka ferðir til Íslands vegna veirunnar í nokkurn tíma. Nú fjölgar Evrópubúum sem eru að spyrjast fyrir og er þá oft um hópa að ræða. „Við erum líka að fá fyrirspurnir frá Bandaríkjunum auk þess sem ákvarðanir sem fyrirtæki og yfirvöld eru að taka hér og þar eru að hafa áhrif á þetta,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Óvissan er mikil og sést glögglega hjá Icelandair sem felldi um helgina úr gildi afkomuspá sína og sagði að ekki væri mögulegt að gefa út spá á þessum tímapunkti vegna veirunnar. Hann segir þetta áhyggjuefni en að ferðaþjónustan fylgist náið með stöðunni með stjórnvöldum. „Það er náttúrulega mjög mikið af fyrirtækjum í ferðaþjónustunni sem þreyja veturinn, jafnvel í taprekstri sex mánuði ársins, til þess að ná inn tekjum fyrir árið yfir sumarið. Þannig það má ekki mikið út af bregða fyrir mörg fyrirtæki,“ segir Jóhannes. „Ef allt fer á versta veg erum við að horfa upp á mjög erfiðan vetur á næsta ári.“ Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Mikil óvissa ríkir í ferðaþjónustunni vegna kórónuveirunnar þar sem farið er að bera á afbókunum. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segist hafa áhyggjur af stöðunni. „Okkur sýnist núna undanfarna daga, að eftir því sem útbreiðslan hefur orðið meiri í Evrópu, að þetta sé að hafa heldur hraðari áhrif en við áttum von á fyrir viku síðan. Við erum farin að fá töluvert mikið af fyrirspurnum um afbókunarskilmála og hvernig staðan sé á Íslandi,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kínverskir hópar hafa verið að afbóka ferðir til Íslands vegna veirunnar í nokkurn tíma. Nú fjölgar Evrópubúum sem eru að spyrjast fyrir og er þá oft um hópa að ræða. „Við erum líka að fá fyrirspurnir frá Bandaríkjunum auk þess sem ákvarðanir sem fyrirtæki og yfirvöld eru að taka hér og þar eru að hafa áhrif á þetta,“ segir Jóhannes. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Óvissan er mikil og sést glögglega hjá Icelandair sem felldi um helgina úr gildi afkomuspá sína og sagði að ekki væri mögulegt að gefa út spá á þessum tímapunkti vegna veirunnar. Hann segir þetta áhyggjuefni en að ferðaþjónustan fylgist náið með stöðunni með stjórnvöldum. „Það er náttúrulega mjög mikið af fyrirtækjum í ferðaþjónustunni sem þreyja veturinn, jafnvel í taprekstri sex mánuði ársins, til þess að ná inn tekjum fyrir árið yfir sumarið. Þannig það má ekki mikið út af bregða fyrir mörg fyrirtæki,“ segir Jóhannes. „Ef allt fer á versta veg erum við að horfa upp á mjög erfiðan vetur á næsta ári.“
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira