Sportpakkinn: Zidane sagðist vera með dásamlegt lið eftir sigurinn á Barcelona Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. mars 2020 15:30 Strákarnir hans Zinédines Zidane eru með eins stigs forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir sigurinn í El Clásico. vísir/getty Zinédine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagðist vera með dásámlegt lið eftir sigurinn á Barcelona, 2-0, í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir El Clásico. Barcelona var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik á Santiago Bernabéu í gær og Real Madrid gat þakkað markverðinum Thibaut Courtois fyrir að staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik stigu heimamenn á bensíngjöfina og náðu yfirhöndinni. Þeir fengu nokkur ákjósanleg færi áður en Vinícius Júnior kom þeim yfir á 71. mínútu með sínu fjórða marki á tímabilinu. Í uppbótartíma gulltryggði Mariano Díaz svo sigur Real Madrid þegar hann skoraði mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var fyrsti deildarleikur hans á tímabilinu. Með sigrinum komst Real Madrid upp fyrir Barcelona á topp spænsku deildarinnar. Einu stigi munar á liðunum. Zidane var ánægður með hvernig sínir menn svöruðu fyrir sig eftir tapið fyrir Manchester City í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn var. „Þetta hefur verið erfitt en við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir þennan leik. Það sýnir að leikmennirnir eru einbeittir. Stundum verðuðu að sætta þig við að það koma erfiðir leikir. Við spiluðum vel í 78 mínútur gegn City en töpuðum,“ sagði Zidane. „Í leiknum í dag [í gær] lékum við vel frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Við verðum að halda áfram að gera það sem við trúum á. Þetta verður erfitt, það er ljóst, en ég er með dásámlegt lið. Ég er með bestu leikmennina og við verðum að sýna það hverjum einasta leik sem við spilum.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Real Madrid vann El Clásico Sportpakkinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid vann El Clásico og komst á toppinn | Sjáðu mörkin Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum gegn Barcelona og vann sanngjarnan sigur. 1. mars 2020 21:45 Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn. 2. mars 2020 10:30 Messi ekki skorað eða lagt upp í El Clásico síðan Ronaldo fór frá Spáni Lionel Messi hefur ekki komið með beinum hætti að marki í leikjum Barcelona og Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo færði sig um set til Ítalíu. 2. mars 2020 11:30 Ronaldo sá Real Madrid vinna og Vinícius Júnior herma eftir fagninu sínu Cristiano Ronaldo mætti í gær í fyrsta sinn á Santiago Bernabéu síðan hann yfirgaf herbúðir Real Madrid. 2. mars 2020 14:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
Zinédine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, sagðist vera með dásámlegt lið eftir sigurinn á Barcelona, 2-0, í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Guðjón Guðmundsson fór yfir El Clásico. Barcelona var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik á Santiago Bernabéu í gær og Real Madrid gat þakkað markverðinum Thibaut Courtois fyrir að staðan var markalaus í hálfleik. Í seinni hálfleik stigu heimamenn á bensíngjöfina og náðu yfirhöndinni. Þeir fengu nokkur ákjósanleg færi áður en Vinícius Júnior kom þeim yfir á 71. mínútu með sínu fjórða marki á tímabilinu. Í uppbótartíma gulltryggði Mariano Díaz svo sigur Real Madrid þegar hann skoraði mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. Þetta var fyrsti deildarleikur hans á tímabilinu. Með sigrinum komst Real Madrid upp fyrir Barcelona á topp spænsku deildarinnar. Einu stigi munar á liðunum. Zidane var ánægður með hvernig sínir menn svöruðu fyrir sig eftir tapið fyrir Manchester City í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn var. „Þetta hefur verið erfitt en við undirbjuggum okkur mjög vel fyrir þennan leik. Það sýnir að leikmennirnir eru einbeittir. Stundum verðuðu að sætta þig við að það koma erfiðir leikir. Við spiluðum vel í 78 mínútur gegn City en töpuðum,“ sagði Zidane. „Í leiknum í dag [í gær] lékum við vel frá fyrstu mínútu til þeirrar síðustu. Við verðum að halda áfram að gera það sem við trúum á. Þetta verður erfitt, það er ljóst, en ég er með dásámlegt lið. Ég er með bestu leikmennina og við verðum að sýna það hverjum einasta leik sem við spilum.“ Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: Real Madrid vann El Clásico
Sportpakkinn Spænski boltinn Tengdar fréttir Real Madrid vann El Clásico og komst á toppinn | Sjáðu mörkin Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum gegn Barcelona og vann sanngjarnan sigur. 1. mars 2020 21:45 Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn. 2. mars 2020 10:30 Messi ekki skorað eða lagt upp í El Clásico síðan Ronaldo fór frá Spáni Lionel Messi hefur ekki komið með beinum hætti að marki í leikjum Barcelona og Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo færði sig um set til Ítalíu. 2. mars 2020 11:30 Ronaldo sá Real Madrid vinna og Vinícius Júnior herma eftir fagninu sínu Cristiano Ronaldo mætti í gær í fyrsta sinn á Santiago Bernabéu síðan hann yfirgaf herbúðir Real Madrid. 2. mars 2020 14:00 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
Real Madrid vann El Clásico og komst á toppinn | Sjáðu mörkin Real Madrid var miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum gegn Barcelona og vann sanngjarnan sigur. 1. mars 2020 21:45
Hazard á leið í aðgerð í Bandaríkjunum Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, er ekki á leið út á völlinn á næstunni því hann er á leið undir hnífinn. 2. mars 2020 10:30
Messi ekki skorað eða lagt upp í El Clásico síðan Ronaldo fór frá Spáni Lionel Messi hefur ekki komið með beinum hætti að marki í leikjum Barcelona og Real Madrid síðan Cristiano Ronaldo færði sig um set til Ítalíu. 2. mars 2020 11:30
Ronaldo sá Real Madrid vinna og Vinícius Júnior herma eftir fagninu sínu Cristiano Ronaldo mætti í gær í fyrsta sinn á Santiago Bernabéu síðan hann yfirgaf herbúðir Real Madrid. 2. mars 2020 14:00