Hátt í áttatíu Íslendingar væntanlegir frá Veróna á laugardag Eiður Þór Árnason skrifar 1. mars 2020 22:15 Mikil hundslappadrífa tók á móti Íslendingunum sem komu frá Veróna í gær. Stöð 2 Flugvél með um sjötíu til áttatíu Íslendingum er væntanleg hingað til lands frá Veróna á Ítalíu næstkomandi laugardag. Ferðin er á vegum ferðaskrifstofunnar Vita en um er að ræða heimferð hóps sem fór út til Veróna í gær. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort gripið verði til sérstakra ráðstafana við heimkomu í kjölfar þess að þrír Íslendingar hafa nú smitast af kórónuveirunni. Öll dvöldu þau á Ítalíu og kom einn þeirra með leiguflugi Icelandair frá Veróna í gær en sú ferð var einnig á vegum Vita. Öllum farþegum þeirrar vélar hefur nú verið gert að fara í tveggja vikna sóttkví. Staðfest er að minnst tveir þeirra smituðu dvöldu utan skilgreindra áhættusvæða á Ítalíu. Í kjölfar annars smitsins var áhættumati vegna ferðalaga til Ítalíu breytt. Nú er landið allt flokkað sem áhættusvæði með mikla smitáhættu. Um að ræða síðustu skíðaferðina Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða síðustu skíðaferðina til Veróna á vegum ferðaskrifstofunnar í bili. Aðspurður um það hvort gripið verði til sérstakra ráðstafana í ljósi frétta dagsins segir hann að enn eigi eftir að fara betur yfir málin í ljósi þess hve stutt er síðan fregnirnar bárust. Staðan verði tekin í fyrramálið með fararstjóra íslenska hópsins en þó sé ljóst að samráð verði haft við heilbrigðisyfirvöld. Vita aflýsti í síðustu viku fyrirhugaðri ferð sinni til Veróna um næstu helgi og var einnig búið að aflýsa fyrirhugaðri ferð til Kína um páskana. „Þannig að við erum ekki með neinar fyrirhugaðar ferðir til áhættusvæða.“ Icelandair ekki með áfangastaði á Ítalíu Að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, hefur flugvélin sem kom frá Veróna í gær verið sótthreinsuð umfram þær kröfur sem yfirvöld gera til félagsins. Hún segir að Icelandair sé ekki með neina áfangastaði á Ítalíu í leiðakerfi sínu en að félagið sjái þó um leiguflug þangað á vegum Vita. Fram kom í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í kvöld að stjórnendur Icelandair hafi fundað með sóttvarnalækni og fulltrúum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í kvöld. Á meðal þess sem var ákveðið á þeim fundi var að áhafnir Icelandair muni dreifa upplýsingamiðum til allra þeirra sem ferðast munu með flugfélaginu til Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Icelandair Ítalía Tengdar fréttir Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Flugvél með um sjötíu til áttatíu Íslendingum er væntanleg hingað til lands frá Veróna á Ítalíu næstkomandi laugardag. Ferðin er á vegum ferðaskrifstofunnar Vita en um er að ræða heimferð hóps sem fór út til Veróna í gær. Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort gripið verði til sérstakra ráðstafana við heimkomu í kjölfar þess að þrír Íslendingar hafa nú smitast af kórónuveirunni. Öll dvöldu þau á Ítalíu og kom einn þeirra með leiguflugi Icelandair frá Veróna í gær en sú ferð var einnig á vegum Vita. Öllum farþegum þeirrar vélar hefur nú verið gert að fara í tveggja vikna sóttkví. Staðfest er að minnst tveir þeirra smituðu dvöldu utan skilgreindra áhættusvæða á Ítalíu. Í kjölfar annars smitsins var áhættumati vegna ferðalaga til Ítalíu breytt. Nú er landið allt flokkað sem áhættusvæði með mikla smitáhættu. Um að ræða síðustu skíðaferðina Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Vita, segir í samtali við Vísi að um hafi verið að ræða síðustu skíðaferðina til Veróna á vegum ferðaskrifstofunnar í bili. Aðspurður um það hvort gripið verði til sérstakra ráðstafana í ljósi frétta dagsins segir hann að enn eigi eftir að fara betur yfir málin í ljósi þess hve stutt er síðan fregnirnar bárust. Staðan verði tekin í fyrramálið með fararstjóra íslenska hópsins en þó sé ljóst að samráð verði haft við heilbrigðisyfirvöld. Vita aflýsti í síðustu viku fyrirhugaðri ferð sinni til Veróna um næstu helgi og var einnig búið að aflýsa fyrirhugaðri ferð til Kína um páskana. „Þannig að við erum ekki með neinar fyrirhugaðar ferðir til áhættusvæða.“ Icelandair ekki með áfangastaði á Ítalíu Að sögn Ásdísar Ýrar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, hefur flugvélin sem kom frá Veróna í gær verið sótthreinsuð umfram þær kröfur sem yfirvöld gera til félagsins. Hún segir að Icelandair sé ekki með neina áfangastaði á Ítalíu í leiðakerfi sínu en að félagið sjái þó um leiguflug þangað á vegum Vita. Fram kom í tilkynningu frá samhæfingarstöð almannavarna í kvöld að stjórnendur Icelandair hafi fundað með sóttvarnalækni og fulltrúum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í kvöld. Á meðal þess sem var ákveðið á þeim fundi var að áhafnir Icelandair muni dreifa upplýsingamiðum til allra þeirra sem ferðast munu með flugfélaginu til Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Icelandair Ítalía Tengdar fréttir Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15 Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43 Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01 Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Sjá meira
Segir borgina geta komið í veg fyrir smithættu með því að bjóða ekki þjónustuna Undanþágunefnd Eflingar féllst ekki á að veita undanþágu frá verkfallsaðgerðum á skóla- og frístundarsviði Reykjavíkurborgar til að tryggja þrif í grunnskólum. Þetta staðfestir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, í samtali við Vísi. 1. mars 2020 19:15
Hátt í 300 manns í sóttkví á Íslandi vegna kórónuveirunnar Annar Íslendingur hefur greinst með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta fékkst staðfest laust fyrir kl. 18:00 í dag. Einstaklingurinn er karlmaður á sextugsaldri og hafði hann verið á ferðalagi á Ítalíu en var utan skilgreinds hættusvæðis. Maðurinn er nú í heimasóttkví og er ekki mikið veikur. 1. mars 2020 18:43
Útdeilingu messuvíns og obláta breytt vegna kórónuveirunnar Prestum Þjóðkirkjunnar hafa borist þau tilmæli frá Agnesi M. Sigurðardóttur að fólk drekki ekki af sama bikar þegar sakramentinu er útdeilt við guðsþjónustu. 1. mars 2020 11:01
Þriðja kórónuveirusmitið hefur greinst á Íslandi Þetta er annað smitið sem staðfest hefur verið í dag. 1. mars 2020 20:55