Faðir langveiks barns kallar eftir umburðarlyndi fyrir óttaslegna Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. mars 2020 18:34 Sonur Baldurs Kristinssonar er með lifrasjúkdóm og er útsettur fyrir hvers kyns pestum. Myndin er úr safni. Vísir/vilhelm Faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna kórónuveirunnar. Skilaboð stjórnvalda séu jafnframt misvísandi og upplýsingar til foreldra langveikra barna af skornum skammti. Baldur Kristinsson býr ásamt sambýliskonu sinni og fjórum börnum á Húsavík. Yngsti drengurinn er tveggja ára en þegar hann var aðeins þriggja mánaða gamall greindist hann með lifrarsjúkdóm og undirgekkst hann lifrarskipti í Gautaborg í maí í fyrra. „Síðan þá hefur drengurinn verið á ónæmisbælandi lyfjum og er þess vegna útsettur fyrir alls konar smitsjúkdómum og veirupestum,“ segir Baldur. Baldur Kristinsson, faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm. Af þeim sökum hefur kórónuveiran verið þeim hugleikin síðustu vikur. Eins og fram hefur komið leggst veiran verst á eldra fólk og þau sem veik eru fyrir, eins og sonur þeirra. Baldur segir því enga ástæðu til annars en að taka útbreiðslunni alvarlega. „Við reynum auðvitað bara að lifa okkar daglega lífi og höldum áfram að passa okkur, eins og við höfum verið að gera lengi eftir að drengurinn fór í aðgerð. Passa upp á hreinlæti og annað slíkt, sem er kannski ekkert nýtt en við viljum vera á varðbergi eins og staðan er í dag,“ segir Baldur. Aðgát skal höfð Þeirra upplifun af umræðunni sé hins vegar sú að lítið sér gert úr röddum þeirra áhyggjufullu, sem séu jafnvel stimpluð móðursjúk. „Okkur þykir vanta að fólk sýni umburðarlyndi og skilning gagnvart þeim sem eru hrædd við veiruna,“ segir Baldur. „Maður hefur séð skrif á Facebook, bæði jákvæð og neikvæð um þetta, og þegar einhver slysast til að segjast vera hræddur við þetta þá er hann umsvifalaust sagður móðursjúkur eða vitlaust. Þannig að mér þykir svolítið vanta „aðgát skal höfð“ og svo framvegis.“ „Manni finnst fólk gleyma að það er fullt af fólki sem myndi ekki ráða sérstaklega vel við þetta.“ Hann segir þau foreldrana ekkert vera að gera meira úr málinu en tilefni er til. „Við viljum bara að það sé hlustað á okkur, að foreldrar langveikra barna hafi einhverja rödd,“ segir Baldur og bætir við að þetta eigi jafnframt við um aðstandendur fullorðins fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Kórónuveiran geti verið þessum hópum hættuleg. Takmörkuð skilaboð til fjölmenns hóps Baldur gangrýnir jafnframt það sem hann telur misvísandi skilaboð frá yfirvöldum. Þau segi að það sé lítið að óttast - á sama tíma og miklu púðri sé varið í að hefta frekari útbreiðslu. „Maður er því hugsi yfir því hvers vegna verið er að eyða öllum þessum peningum og standa í öllu þessu brasi ef þetta er ekkert hættulegt. Manni finnast skilaboðin frá yfirvöldum því svolítið tvíræð stundum.“ Þá segir hann fjölskylduna ekki hafa fengið nein sérstök skilaboð frá þeirra meðferðaraðilum eða sjúkrahúsinu um hvernig þau eigi að haga sér við þessa stöðu. Þau hafi þurft að útvega sér þær upplýsingar sjálf. „Við erum náttúrulega búin að búa við þann raunveruleika að þurfa að passa okkur í rúmt ár. Að því leytinu er þetta lítil breyting frá því sem verið hefur. Manni finnst samt vanta svolítið að fá nánari útskýringar af því að við erum ekki ein í þessum sporum. Það eru alveg ofboðslega margir í sömu sporum og við,“ segir Baldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm kallar eftir auknu umburðarlyndi í garð þeirra sem eru uggandi vegna kórónuveirunnar. Skilaboð stjórnvalda séu jafnframt misvísandi og upplýsingar til foreldra langveikra barna af skornum skammti. Baldur Kristinsson býr ásamt sambýliskonu sinni og fjórum börnum á Húsavík. Yngsti drengurinn er tveggja ára en þegar hann var aðeins þriggja mánaða gamall greindist hann með lifrarsjúkdóm og undirgekkst hann lifrarskipti í Gautaborg í maí í fyrra. „Síðan þá hefur drengurinn verið á ónæmisbælandi lyfjum og er þess vegna útsettur fyrir alls konar smitsjúkdómum og veirupestum,“ segir Baldur. Baldur Kristinsson, faðir barns með undirliggjandi sjúkdóm. Af þeim sökum hefur kórónuveiran verið þeim hugleikin síðustu vikur. Eins og fram hefur komið leggst veiran verst á eldra fólk og þau sem veik eru fyrir, eins og sonur þeirra. Baldur segir því enga ástæðu til annars en að taka útbreiðslunni alvarlega. „Við reynum auðvitað bara að lifa okkar daglega lífi og höldum áfram að passa okkur, eins og við höfum verið að gera lengi eftir að drengurinn fór í aðgerð. Passa upp á hreinlæti og annað slíkt, sem er kannski ekkert nýtt en við viljum vera á varðbergi eins og staðan er í dag,“ segir Baldur. Aðgát skal höfð Þeirra upplifun af umræðunni sé hins vegar sú að lítið sér gert úr röddum þeirra áhyggjufullu, sem séu jafnvel stimpluð móðursjúk. „Okkur þykir vanta að fólk sýni umburðarlyndi og skilning gagnvart þeim sem eru hrædd við veiruna,“ segir Baldur. „Maður hefur séð skrif á Facebook, bæði jákvæð og neikvæð um þetta, og þegar einhver slysast til að segjast vera hræddur við þetta þá er hann umsvifalaust sagður móðursjúkur eða vitlaust. Þannig að mér þykir svolítið vanta „aðgát skal höfð“ og svo framvegis.“ „Manni finnst fólk gleyma að það er fullt af fólki sem myndi ekki ráða sérstaklega vel við þetta.“ Hann segir þau foreldrana ekkert vera að gera meira úr málinu en tilefni er til. „Við viljum bara að það sé hlustað á okkur, að foreldrar langveikra barna hafi einhverja rödd,“ segir Baldur og bætir við að þetta eigi jafnframt við um aðstandendur fullorðins fólks með undirliggjandi sjúkdóma. Kórónuveiran geti verið þessum hópum hættuleg. Takmörkuð skilaboð til fjölmenns hóps Baldur gangrýnir jafnframt það sem hann telur misvísandi skilaboð frá yfirvöldum. Þau segi að það sé lítið að óttast - á sama tíma og miklu púðri sé varið í að hefta frekari útbreiðslu. „Maður er því hugsi yfir því hvers vegna verið er að eyða öllum þessum peningum og standa í öllu þessu brasi ef þetta er ekkert hættulegt. Manni finnast skilaboðin frá yfirvöldum því svolítið tvíræð stundum.“ Þá segir hann fjölskylduna ekki hafa fengið nein sérstök skilaboð frá þeirra meðferðaraðilum eða sjúkrahúsinu um hvernig þau eigi að haga sér við þessa stöðu. Þau hafi þurft að útvega sér þær upplýsingar sjálf. „Við erum náttúrulega búin að búa við þann raunveruleika að þurfa að passa okkur í rúmt ár. Að því leytinu er þetta lítil breyting frá því sem verið hefur. Manni finnst samt vanta svolítið að fá nánari útskýringar af því að við erum ekki ein í þessum sporum. Það eru alveg ofboðslega margir í sömu sporum og við,“ segir Baldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent