Vonar að fljótlega verði hægt að slaka á hömlum innanlands Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 20:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Sóttvarnalæknir vonar að fljótlega verði hægt að draga úr hömlum sem nú eru í gildi innanlands, í ljósi þess að vel hafi gengið að ná böndum á faraldurinn. Tveir greindust innanlands í gær og alls eru nú 117 í einangrun og fækkar milli daga. 439 eru í sóttkví og einn á sjúkrahúsi. „Við þurfum að gæta áfram vel að öllum varúðarráðstöfunum hér innanlands og vonandi tekst okkur að ná bara mjög góðum tökum þannig að við getum fljótlega farið að slaka á hömlum hér innanlands. Ég held að það sé það sem er í pípunum núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Hann ítrekar að á meðan smitum innanlands hafi farið fækkandi, hafi þeim farið fjölgandi sem greinast á landamærum. „Einhverjir hafa túlkað orð mín svo undanfarið að ég teldi að nákvæmlega þessar aðgerðir sem nú eru í gangi þurfi að vera í einhverja mánuði eða ár. En það er ekki það sem ég hef sagt, heldur að það þurfi að vera einhvers konar takmarkanir og einhvers konar aðgerðir á landamærunum en eins og annað sem við erum að gera þá þarf það að vera í sífelldri endurskoðun,“ segir Þórólfur. Stefnt er að því að koma á kerfi til að stuðla að auknum fyrirsjáanleika. „Við erum að skoða ýmsar leiðir í því og til dæmis það að útbúa einhvers konar stigskiptingu ástands á hverjum tíma. Ekki bara þessi almannavarnastig heldur að innan hvers stigs getum við notað litakóða. Svipað kannski eins og við þekkjum með veðrið, þar sem eru gefnar út viðvaranir, jafnvel bundnar við ákveðna landshluta eftir ástandi á hverjum tíma,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Sóttvarnalæknir vonar að fljótlega verði hægt að draga úr hömlum sem nú eru í gildi innanlands, í ljósi þess að vel hafi gengið að ná böndum á faraldurinn. Tveir greindust innanlands í gær og alls eru nú 117 í einangrun og fækkar milli daga. 439 eru í sóttkví og einn á sjúkrahúsi. „Við þurfum að gæta áfram vel að öllum varúðarráðstöfunum hér innanlands og vonandi tekst okkur að ná bara mjög góðum tökum þannig að við getum fljótlega farið að slaka á hömlum hér innanlands. Ég held að það sé það sem er í pípunum núna,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi í dag. Hann ítrekar að á meðan smitum innanlands hafi farið fækkandi, hafi þeim farið fjölgandi sem greinast á landamærum. „Einhverjir hafa túlkað orð mín svo undanfarið að ég teldi að nákvæmlega þessar aðgerðir sem nú eru í gangi þurfi að vera í einhverja mánuði eða ár. En það er ekki það sem ég hef sagt, heldur að það þurfi að vera einhvers konar takmarkanir og einhvers konar aðgerðir á landamærunum en eins og annað sem við erum að gera þá þarf það að vera í sífelldri endurskoðun,“ segir Þórólfur. Stefnt er að því að koma á kerfi til að stuðla að auknum fyrirsjáanleika. „Við erum að skoða ýmsar leiðir í því og til dæmis það að útbúa einhvers konar stigskiptingu ástands á hverjum tíma. Ekki bara þessi almannavarnastig heldur að innan hvers stigs getum við notað litakóða. Svipað kannski eins og við þekkjum með veðrið, þar sem eru gefnar út viðvaranir, jafnvel bundnar við ákveðna landshluta eftir ástandi á hverjum tíma,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira