Sundlaugargestir hafa kallað til lögreglu vegna tveggja metra reglunnar Andri Eysteinsson skrifar 20. ágúst 2020 21:24 Komið hefur til þess að sundlaugargestir í höfuðborginni hafi kallað til lögreglu þar sem að illa hafi gengið að fylgja tveggja metra fjarlægðarreglunni. Þetta sagði Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri ÍTR í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að heilt yfir hafi vel gengið að halda tveggja metra regluna í sundlaugum borgarinnar. „Við erum auðvitað með takmarkanir og getum því ekki tekið við öllum þeim sem vilja koma. Það þýðir það að við erum með raðir, fólk er ósköp rólegt og tekur tillit til þess,” segir Steinþór. Lögregla hafi í reglubundnu eftirliti með opinberum stöðum kíkt í sundlaugar og skoðað aðstæður en einnig hafi komið til þess að sundlaugargestir hafi sjálfir kallað til lögreglu vegna skorts á framfylgd fjarlægðarreglna. „Við náttúrulega biðlum til fólks að gestir taki tillit til annarra og að þeir passi sjálfir upp á tveggja metra regluna. Við pössum upp á fjöldatakmörkunina og getum því bara tekið ákveðinn fjölda inn. Svo verður hver og einn gestur að taka tillit til allra í kringum sig,” segir skrifstofustjórinn. Steinþór segir þá að starfsfólki sundlauganna geti reynst erfitt að átta sig á því hvaða aðilar eru fjölskyldumeðlimir og hverjir þekkjast ekki þegar reglum er framfylgt. Þá sé von á margmenni í sundlaugum um helgina líkt og hefur verið í veðurblíðu vikunnar. „Það eru góðir dagar núna og þá vilja allir koma í sund. Í góðu veðri verða biðraðir og það er bara það sem menn þurfa að taka tillit til,” sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri ÍTR. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Komið hefur til þess að sundlaugargestir í höfuðborginni hafi kallað til lögreglu þar sem að illa hafi gengið að fylgja tveggja metra fjarlægðarreglunni. Þetta sagði Steinþór Einarsson, skrifstofustjóri ÍTR í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að heilt yfir hafi vel gengið að halda tveggja metra regluna í sundlaugum borgarinnar. „Við erum auðvitað með takmarkanir og getum því ekki tekið við öllum þeim sem vilja koma. Það þýðir það að við erum með raðir, fólk er ósköp rólegt og tekur tillit til þess,” segir Steinþór. Lögregla hafi í reglubundnu eftirliti með opinberum stöðum kíkt í sundlaugar og skoðað aðstæður en einnig hafi komið til þess að sundlaugargestir hafi sjálfir kallað til lögreglu vegna skorts á framfylgd fjarlægðarreglna. „Við náttúrulega biðlum til fólks að gestir taki tillit til annarra og að þeir passi sjálfir upp á tveggja metra regluna. Við pössum upp á fjöldatakmörkunina og getum því bara tekið ákveðinn fjölda inn. Svo verður hver og einn gestur að taka tillit til allra í kringum sig,” segir skrifstofustjórinn. Steinþór segir þá að starfsfólki sundlauganna geti reynst erfitt að átta sig á því hvaða aðilar eru fjölskyldumeðlimir og hverjir þekkjast ekki þegar reglum er framfylgt. Þá sé von á margmenni í sundlaugum um helgina líkt og hefur verið í veðurblíðu vikunnar. „Það eru góðir dagar núna og þá vilja allir koma í sund. Í góðu veðri verða biðraðir og það er bara það sem menn þurfa að taka tillit til,” sagði Steinþór Einarsson skrifstofustjóri ÍTR.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sundlaugar Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira