„Ég verð bandamaður ljóssins, ekki myrkursins“ Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2020 06:45 Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins. AP/Andrew Harnik Joe Biden tók formlega við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs í nótt. Í ræðu sinni hét hann því að bjarga Bandaríkjunum frá usla forsetatíðar Donald Trump og koma landinu aftur í þá leiðtogastöðu sem það hefur verið í á heimsvísu. Biden kallaði eftir því að Bandaríkjamenn kæmu saman og sigruðust í sameiningu á Trump, án þess þó að nefna hann einu sinni á nafn. „Núverandi forseti hefur baðað Bandaríkin í myrkri of lengi. Of mikil reiði, of mikill ótti, of mikil sundrung,“ sagði Biden. „Hér og nú, heiti ég því: Ef þið færið mér forsetaembætti, mun ég draga fram það besta í okkur, ekki það versta. Ég verð bandamaður ljóssins, ekki myrkursins.“ Biden gagnrýndi Trump harðlega fyrir að neita að taka ábyrgð á gjörðum sínum og sagði hann neita að leiða þjóðina. „Hann vaknar á hverjum deyi í þeirri trú að starfið snúist eingöngu um hann sjálfan. Aldrei um ykkur,“ sagði Biden og benti á myndavélina. Alla ræðu hans má sjá hér. Þetta hefur verið rauði þráðurinn í gegnum alla ræðurnar á landsfundi Demókrata. Það að kosningarnar í nóvember snúist um sál Bandaríkjanna og lýðræðið sjálft sé í húfi. Sjá einnig: Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa Auk Biden fluttu aðrir forsetaframbjóðendur flokksins, sem töpuðu fyrir Biden í forvali, einnig ræður. Þeirra á meðal voru Cory Booker og Pete Buttigieg. Allir mótframbjóðendur Biden í Demókrataflokknum lýstu einnig yfir stuðningi við hann. Innan um ræðurnar fluttu þeir John Legend og Common lagið Glory. Grínistinn Sarah Cooper gerði svo léttvægt grín að Trump. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Joe Biden tók formlega við tilnefningu Demókrataflokksins til forsetaframboðs í nótt. Í ræðu sinni hét hann því að bjarga Bandaríkjunum frá usla forsetatíðar Donald Trump og koma landinu aftur í þá leiðtogastöðu sem það hefur verið í á heimsvísu. Biden kallaði eftir því að Bandaríkjamenn kæmu saman og sigruðust í sameiningu á Trump, án þess þó að nefna hann einu sinni á nafn. „Núverandi forseti hefur baðað Bandaríkin í myrkri of lengi. Of mikil reiði, of mikill ótti, of mikil sundrung,“ sagði Biden. „Hér og nú, heiti ég því: Ef þið færið mér forsetaembætti, mun ég draga fram það besta í okkur, ekki það versta. Ég verð bandamaður ljóssins, ekki myrkursins.“ Biden gagnrýndi Trump harðlega fyrir að neita að taka ábyrgð á gjörðum sínum og sagði hann neita að leiða þjóðina. „Hann vaknar á hverjum deyi í þeirri trú að starfið snúist eingöngu um hann sjálfan. Aldrei um ykkur,“ sagði Biden og benti á myndavélina. Alla ræðu hans má sjá hér. Þetta hefur verið rauði þráðurinn í gegnum alla ræðurnar á landsfundi Demókrata. Það að kosningarnar í nóvember snúist um sál Bandaríkjanna og lýðræðið sjálft sé í húfi. Sjá einnig: Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa Auk Biden fluttu aðrir forsetaframbjóðendur flokksins, sem töpuðu fyrir Biden í forvali, einnig ræður. Þeirra á meðal voru Cory Booker og Pete Buttigieg. Allir mótframbjóðendur Biden í Demókrataflokknum lýstu einnig yfir stuðningi við hann. Innan um ræðurnar fluttu þeir John Legend og Common lagið Glory. Grínistinn Sarah Cooper gerði svo léttvægt grín að Trump.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira