Þetta segir í frétt á vef Sky Sports nú rétt í þessu en reikna má þá með að enska úrvalsdeildin haldi áfram um helgina. Óvíst er hvort að einhverjir áhorfendur verði þó á vellinum.
Mörg lönd hafa sett á algjört íþróttabann. Þar á meðal Danmörk og Ítalía en Boris Johnson og hans fólk, sem fer fyrir Englandi, hefur enn ekki gert upp við sig hvort að eigi að setja algjört bann á íþróttir þar í landi.
Boris á að hafa fundað með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni í dag og sagði hann í viðtali eftir fundinn að rætt væri hvort að setja ætti bann á alla íþróttaviðburði. Það væri þó ekkert væri staðfest í þeim efnum.
There will be no ban on UK sporting events just yet as the government steps up its response to the coronavirus pandemic.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 12, 2020