Fótbolti

Wales hefur áhyggjur af því Ramsey missi af landsleikjum af því hann sé fastur á Ítalíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aaron Ramsey fagnar marki með velska landsliðinu.
Aaron Ramsey fagnar marki með velska landsliðinu. Getty/Simon Stacpoole
Aaron Ramsey gæti misst af báðum landsleikjum Wales í næsta mánuði vegna þess að allri Ítalíu hefur verið lokað vegna kórónuveirunnar.

Breska ríkisútvarpið segir frá því að velska knattspyrnusambandið sé að kanna stöðuna og verði búið af því áður en Ryan Giggs tilkynnir hópinn sinn.

Ólíkt íslenska landsliðinu þá er Wales aðeins að fara að spila vináttulandsleiki í mars en ekki umspilsleiki um sæti á Evrópumótinu í sumar.





Aaron Ramsey lék síðast með Juventus um helgina og var þá með mark og stoðsendingu í 2-0 sigri á Inter fyrir framar tómar stúkur.

Það mun vera undir ítölskum stjórnvöldum komið hvort þau leyfi Aaron Ramsey að yfirgefa Ítalíu til að komast heim tikl Wales þar sem velska landsliðið spilar við Austurríki og Bandaríkin. Ítölsk stjórnvöld hafa gefið það út að aðeins þeir sem hafa fullgilda ástæðu vegna vinnu eða fjölskyldumála fá leyfi til að yfirgefa landsliðið.

Íslensku landsliðsmennirnir Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson eru báðir í sömu stöðu en það eru líka þrír landsliðsmenn Rúmena.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×