Alphonso Davies, einn skemmtilegasti bakvörðurinn í heimsfótboltanum í dag, segir að Lionel Messi hafi ekki haft áhuga á að skipta við hann um treyju eftir leik Bayern og Barcelona í Meistaradeildinni.
Bayern Munchen niðurlægði Barcelona eins og frægt er orðið, 8-2, en eftir leikinn viðurkenndi Davies að hann hafi reynt að fá treyjuna frá sínum uppáhaldsleikmanni. Það hafi þó ekki gengið eftir.
„Ég spurði Messi um treyjuna hans en ég held að hann hafi verið í uppnámi. Kannski næst,“ sagði Davies.
Það er kannski bara fínt að Messi hafi sagt nei við treyjuskiptunum því samvkæmt reglum UEFA er leikmönnum og öðrum sagt að halda sig frá treyjuskiptum.
Frægt er dæmið um Neymar á dögunum er hann skipti á treyjum eftir undanúrslitaleik PSG og var í hættu á að missa af úrslitaleiknum.
Hann var þó að endingu ekki dæmdur í bann en Davies og Neymar og allir hinir frábæru leikmennirnir í Bayern og PSG verða í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 19.00 annað kvöld er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar er fram.
'I think he was a little bit upset... next time maybe'
— MailOnline Sport (@MailSport) August 20, 2020
Alphonso Davies reveals Lionel Messi rejected his offer of a shirt swaphttps://t.co/jNvzMMcKxa