Um hundrað manns vilja aðstoða bændur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. mars 2020 12:30 Guðbjörg Jónsdóttir er verkefnisstjóri hjá Bændasamtökum Íslands og heldur utan um afleysingaverkefnið eða bakvarðarsveit bænda. Einkasafn Um hundrað manns hafa skráð sig í afleysingaþjónustu fyrir bændur um allt land vegna Covid-19. Nú þegar eru sex bændur í Vestur-Húnavatnssýslu smitaðir. Bændasamtökin auglýstu nýlega eftir fólki sem er tilbúið að taka að sér tímabundin afleysingastörf í sveitum veikist bændur og þeirra fjölskyldur á búunum vegna Covid-19 og geta ekki sinnt búverkum. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Guðbjörg Jónsdóttir er verkefnisstjóri hjá Bændasamtökunum og heldur utan um afleysingaþjónustuverkefnið. „Það eru komnir tæplega hundrað einstaklingar á lista hjá okkur. Maður er alveg snortin yfir þessu hvað landinn er að hugsa til bænda og er tilbúin til að aðstoð. Þetta er bæði fólk, sem er með reynslu og þekkingu og eru búfræðimenntaðir. Svo eru líka ýmsir, sem hafa misst vinnuna í gegnum ferðaþjónustuna og starfandi ráðunautar, allt mjög frambærilegir einstaklingar alls staðar af landinu,“ segir Guðbjörg alsæl. Guðbjörg segir að nú séu sex bændur í Vestur Húnavatnssýslu smitaðir af kórónaveirunni en allir hafi þeir getað reddað sér með aðstoð frá fjölskyldunni eða af öðrum bæjum. Ekki er vitað til þess að aðrir bændur séu veikir og í einangrun. „Nú er veiran náttúrulega bara að byrja í þessu ferli og sauðburður byrjar eftir mánuð, það er mesta áhyggjuefnið hvernig við mætum því.“Bændur hafa áhyggjur af sauðburði en það er einn mesti annatími sauðfjárbænda og engin vill vera veikur þá. Hér er Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi eitt vorið með þrílembinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðbjörg segir að matvælaöryggi sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina og þar gegni bændur risahlutverki. „Já, sem aldrei fyrr. Þá er ljóst að við verðum að tryggja matvælaöryggi. Það er sem betur fer til nógur matur á Íslandi og við getum vel fætt þjóðina og kannski er það skrýtið að það sé verið að flytja inn mat á þessum tíma því við höfum mat hér,“ segir Guðbjörg. Þeir sem vilja skrá sig á lista í afleysingaþjónustu bænda geta gert það í gegnum netfangið afleysing@bondi.is Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira
Um hundrað manns hafa skráð sig í afleysingaþjónustu fyrir bændur um allt land vegna Covid-19. Nú þegar eru sex bændur í Vestur-Húnavatnssýslu smitaðir. Bændasamtökin auglýstu nýlega eftir fólki sem er tilbúið að taka að sér tímabundin afleysingastörf í sveitum veikist bændur og þeirra fjölskyldur á búunum vegna Covid-19 og geta ekki sinnt búverkum. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Guðbjörg Jónsdóttir er verkefnisstjóri hjá Bændasamtökunum og heldur utan um afleysingaþjónustuverkefnið. „Það eru komnir tæplega hundrað einstaklingar á lista hjá okkur. Maður er alveg snortin yfir þessu hvað landinn er að hugsa til bænda og er tilbúin til að aðstoð. Þetta er bæði fólk, sem er með reynslu og þekkingu og eru búfræðimenntaðir. Svo eru líka ýmsir, sem hafa misst vinnuna í gegnum ferðaþjónustuna og starfandi ráðunautar, allt mjög frambærilegir einstaklingar alls staðar af landinu,“ segir Guðbjörg alsæl. Guðbjörg segir að nú séu sex bændur í Vestur Húnavatnssýslu smitaðir af kórónaveirunni en allir hafi þeir getað reddað sér með aðstoð frá fjölskyldunni eða af öðrum bæjum. Ekki er vitað til þess að aðrir bændur séu veikir og í einangrun. „Nú er veiran náttúrulega bara að byrja í þessu ferli og sauðburður byrjar eftir mánuð, það er mesta áhyggjuefnið hvernig við mætum því.“Bændur hafa áhyggjur af sauðburði en það er einn mesti annatími sauðfjárbænda og engin vill vera veikur þá. Hér er Þórarinn Snorrason, bóndi á Vogsósum í Selvogi eitt vorið með þrílembinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Guðbjörg segir að matvælaöryggi sé mjög mikilvægt fyrir þjóðina og þar gegni bændur risahlutverki. „Já, sem aldrei fyrr. Þá er ljóst að við verðum að tryggja matvælaöryggi. Það er sem betur fer til nógur matur á Íslandi og við getum vel fætt þjóðina og kannski er það skrýtið að það sé verið að flytja inn mat á þessum tíma því við höfum mat hér,“ segir Guðbjörg. Þeir sem vilja skrá sig á lista í afleysingaþjónustu bænda geta gert það í gegnum netfangið afleysing@bondi.is
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Sjá meira