Innlent

Tjald­svæðinu við Þórunnar­stræti lokað fyrr en vana­lega

Atli Ísleifsson skrifar
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræri á Akureyri.
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræri á Akureyri. Akureyrarbær

Tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti á Akureyri hefur verið lokað frá og með deginum í dag. Þetta er nokkru fyrr en vanalegt er á haustin, en yfirleitt hefur tjaldsvæðinu verið lokað um miðjan september.

Á vef sveitarfélagsins segir að áfram verði opið á tjaldsvæðinu að Hömrum og full þjónusta veitt þar.

„Undanfarin ár hefur tjaldsvæðinu við Þórunnarstræti yfirleitt verið lokað um miðjan september, en eftir 15. ágúst hafa nær allir gestir verið erlendir ferðamenn.

Með hliðsjón af takmörkunum á komur erlendra ferðamanna vegna Covid-19 og ferðavenjum Íslendinga hefur verið ákveðið að loka á föstudaginn. Gestum er því bent á glæsilegt tjaldsvæði Akureyrarbæjar að Hömrum þar sem er nóg pláss og góð þjónusta. Stefnan er að halda því opnu í allan vetur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×