Furða sig á málshöfðun Lilju Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. ágúst 2020 17:18 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. Greint var frá því í júní að Lilja hygðist stefna Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem kærði skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að skipan Páls hefði brotið í bága við jafnréttislög. Úrskurðir kærunefndar jafnréttismála eru bindandi gagnvart málsaðilum, samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Hins vegar get a málsaðilar borið úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi. Setur starfsmanninn í fordæmalausa stöðu Í yfirlýsingu FHSS segir að engin dæmi séu um að ráðherra hafi persónulega höfðað mál gegn starfsmanni ríkisins sem hafi ekkert unnið sér til saka annað en að sækja um starf sem hann fékk ekki og kæra þá niðurstöðu eins og lög heimila. „Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um stjórnsýslu jafnréttismála í samráðsgátt stjórnvalda með breytingartillögu sem kemur í veg fyrir að ráðherra geti stefnt félagsmanni einum fyrir dóm til þess að fá niðurstöðu kærunefndarinnar hnekkt. Þar sem þessi lagabreytingatillaga liggur nú þegar fyrir er félaginu óskiljanlegt að ráðherra skuli hafa ákveðið að stefna félagsmanninum persónulega fyrir dóm,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Þá er því haldið fram að málshöfðun Lilju á hendur Hafdísi, sem ekki er nefnd á nafn í yfirlýsingunni, geti haft það í för með sér að umsækjendur starfa veigri sér við að sækja lögvarinn rétt sinn. „Auk þess að setja félagsmanninn í fordæmalausa stöðu gagnvart ráðherra er hætt við að stefnan muni fæla hæfa umsækjendur frá því að sækja um störf hjá ríkinu.“ Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Stjórn Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS) hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem hún furðar sig á ákvörðun Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að stefna félagsmanni félagsins fyrir dómi. Greint var frá því í júní að Lilja hygðist stefna Hafdísi Helgu Ólafsdóttur, sem kærði skipan Páls Magnússonar í embætti ráðuneytisstjóra hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að skipan Páls hefði brotið í bága við jafnréttislög. Úrskurðir kærunefndar jafnréttismála eru bindandi gagnvart málsaðilum, samkvæmt 5. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Hins vegar get a málsaðilar borið úrskurði nefndarinnar undir dómstóla. Ráðherra þarf því að höfða mál gegn kærandanum, í þessu tilfelli Hafdísi, til þess að fá úrskurðinn ógildan fyrir dómi. Setur starfsmanninn í fordæmalausa stöðu Í yfirlýsingu FHSS segir að engin dæmi séu um að ráðherra hafi persónulega höfðað mál gegn starfsmanni ríkisins sem hafi ekkert unnið sér til saka annað en að sækja um starf sem hann fékk ekki og kæra þá niðurstöðu eins og lög heimila. „Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að lagafrumvarpi um stjórnsýslu jafnréttismála í samráðsgátt stjórnvalda með breytingartillögu sem kemur í veg fyrir að ráðherra geti stefnt félagsmanni einum fyrir dóm til þess að fá niðurstöðu kærunefndarinnar hnekkt. Þar sem þessi lagabreytingatillaga liggur nú þegar fyrir er félaginu óskiljanlegt að ráðherra skuli hafa ákveðið að stefna félagsmanninum persónulega fyrir dóm,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Þá er því haldið fram að málshöfðun Lilju á hendur Hafdísi, sem ekki er nefnd á nafn í yfirlýsingunni, geti haft það í för með sér að umsækjendur starfa veigri sér við að sækja lögvarinn rétt sinn. „Auk þess að setja félagsmanninn í fordæmalausa stöðu gagnvart ráðherra er hætt við að stefnan muni fæla hæfa umsækjendur frá því að sækja um störf hjá ríkinu.“
Stjórnsýsla Jafnréttismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira