Ekki búið að rekja uppruna smitsins á Hlíf Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 10:39 Nítján íbúar Hlífar eru nú í sóttkví Vísir/Vilhelm Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. „Íbúinn sem smitaðist þarna kom í sýnatöku í fyrradag og við fengum út úr sýnatökunni í gær og þá var ákveðið að fara í þessar aðgerðir að setja nítján í sóttkví og talsvert margir voru upplýstir um stöðu mála og þeir hvattir til að fara að öllu með gát næstu vikur,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enn er ekki komið í ljós hvaðan smitið barst. „Það er náttúrulega búið að taka ferðasögu viðkomandi einstaklings og verið að rekja aftur hvaða fólk viðkomandi hefur verið í sambandi við og þau hafa verið upplýst en á meðan ekkert annað smit hefur verið staðfest þá er uppruninn óþekktur,“ segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. fjármálaráðuneytið Hann segist ekki vita hversu veikur einstaklingurinn sé. Þá hafi ekkert starfsfólk Hlífar farið í sóttkví og segir hann starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem sinna mörgum íbúum Hlífar heldur ekki þurft að fara í sóttkví. „Verkferlar verða uppfærðir til að tryggja það að hægt sé að viðhalda þjónustu en viðhafa samt fulla smitgát.“ Enginn verður sendur í sýnatöku vegna smitsins segir Gylfi en hann hvetur alla sem hafa verið í samskiptum við einstaklinginn eða eru í sóttkví að hafa samband við heilsugæsluna verði þeir varir við minnstu einkenni. Eins og margir muna eftir kom upp fjöldi smita á öldurunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í vetur og segir Gylfi gömul handtök hafa rifjast upp í gær. „Það rifjuðust upp nokkur handtök í gær þegar farið var í smitrakninguna, úthringingar og samhæfingu. Við vonum að þetta fari vel og stefnan hefur verið að grípa frekar til harðari aðgerða til að byrja með til þess að þegar myndin fer að skýrast verði hægt að slaka á klónni,“ segir Gylfi. Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði, sem er á níræðisaldri hefur greinst með kórónuveiruna og hafa nítján íbúar Hlífar verið skikkaðir í sóttkví vegna smitsins. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að enn sé ekki búið að rekja uppruna smitsins. „Íbúinn sem smitaðist þarna kom í sýnatöku í fyrradag og við fengum út úr sýnatökunni í gær og þá var ákveðið að fara í þessar aðgerðir að setja nítján í sóttkví og talsvert margir voru upplýstir um stöðu mála og þeir hvattir til að fara að öllu með gát næstu vikur,“ segir Gylfi Ólafsson, forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Enn er ekki komið í ljós hvaðan smitið barst. „Það er náttúrulega búið að taka ferðasögu viðkomandi einstaklings og verið að rekja aftur hvaða fólk viðkomandi hefur verið í sambandi við og þau hafa verið upplýst en á meðan ekkert annað smit hefur verið staðfest þá er uppruninn óþekktur,“ segir Gylfi. Gylfi Ólafsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. fjármálaráðuneytið Hann segist ekki vita hversu veikur einstaklingurinn sé. Þá hafi ekkert starfsfólk Hlífar farið í sóttkví og segir hann starfsmenn heilbrigðisstofnunar Vestfjarða sem sinna mörgum íbúum Hlífar heldur ekki þurft að fara í sóttkví. „Verkferlar verða uppfærðir til að tryggja það að hægt sé að viðhalda þjónustu en viðhafa samt fulla smitgát.“ Enginn verður sendur í sýnatöku vegna smitsins segir Gylfi en hann hvetur alla sem hafa verið í samskiptum við einstaklinginn eða eru í sóttkví að hafa samband við heilsugæsluna verði þeir varir við minnstu einkenni. Eins og margir muna eftir kom upp fjöldi smita á öldurunarheimilinu Bergi í Bolungarvík í vetur og segir Gylfi gömul handtök hafa rifjast upp í gær. „Það rifjuðust upp nokkur handtök í gær þegar farið var í smitrakninguna, úthringingar og samhæfingu. Við vonum að þetta fari vel og stefnan hefur verið að grípa frekar til harðari aðgerða til að byrja með til þess að þegar myndin fer að skýrast verði hægt að slaka á klónni,“ segir Gylfi.
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59 Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Sjá meira
Smit í íbúðahúsum eldri borgara á Ísafirði Íbúi á Hlíf, íbúðum fyrir eldri borgara á Ísafirði hefur greinst smitaður af kórónuveirunni og hafa 19 íbúar Hlífar í kjölfarið verið skikkaðir í tveggja vikna sóttkví. 22. ágúst 2020 22:59