Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 18:43 Álftamýrarskóli þar sem skólastarf frestast vegna kórónuveirusmits. Vísir Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þar verður því röskun á skólastarfi næstu vikur. Um 130 nemendur eru í skólanum Smitaðist á Hótel Rangá Þá hefur skólasetningu sem átti að fara fram á morgun verið frestað til 2. september í Hvassaleitisskóla og til 7 september í Álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Um 400 nemendur eru í skólunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu smitaðist viðkomand starfsmaðuri í hópsýkingunni á Hótel Rangá í síðustu viku þar sem einn starfsmaður og tíu gestir smituðust af kórónuveirunni. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Það var verið að kynna starfsmanninn sem er nýr fyrir starfsfólki í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla en hann er nýr og starfar fyrir báða skólanna og svo óheppilega vildi til að hann reyndist smitaður. Þá var gripið til þess ráðs að setja alla starfsmenn í sóttkví til að koma í veg fyrir fleiri möguleg smit í þessu samfélagi,“ segir Helgi. Hann segir segir skiljanlegt að röskunin reyni á foreldra og börn. „Við munum vera í sambandi við fjölskyldur barnanna og byggja upp eitthvað form af heimavinnu en þar sem ekki er búið að úthluta námsgögnum verður það með óhefðbundu sniði. Þá áttum við fund með starfsfólki frístundamiðstöðva í dag og börn í fyrsta bekk og börn með sérþarfir munu geta sótt þangað. Við vonumst einnig til að geta boðið upp á leikjanámskeið meðan á lokun stendur en það kemur í ljóst á morgun,“ segir Helgi. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs ReykjavíkurborgarVísir Hann segir ljóst að svona tilfelli komi upp af og til á næstu mánuðum. „Þetta er hluti af því lífi sem er bæði hér og út um allan heim og það má alveg búast við að svona aðstæður skapist í samfélaginu. Við þekkjum öll að vinnustaðir hafa þurft að loka vegna smits og þetta er bara eitt af því sem við þurfum að læra að lifa með,“ segir Helgi. Þá greindist starfsmaður á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ með með kórónuveirusmit. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ er verið að vinna málið í samvinnu við rakningarteymi. Þar sem nú sé verið að vinna samkvæmt hættustigi almannavarna hafi skólinn ekki verið hólfaður niður eins og í fyrri bylgju faraldursins þegar neyðarstig almannavarna gilti. Allir starfsmenn og um 100 nemendur skólans hafi því verið settir í úrvinnslusóttkví í tvær vikur. Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn Almannavarna sagði í samtali við fréttastofu í dag að neyðarstig almannavarna sé ekki til umræðu eins og sakir standa. Staðan verði tekin á morgun. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23. ágúst 2020 12:59 Skólasetningu þriggja skóla frestað vegna smita Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. 22. ágúst 2020 20:40 Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. 22. ágúst 2020 14:11 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þar verður því röskun á skólastarfi næstu vikur. Um 130 nemendur eru í skólanum Smitaðist á Hótel Rangá Þá hefur skólasetningu sem átti að fara fram á morgun verið frestað til 2. september í Hvassaleitisskóla og til 7 september í Álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Um 400 nemendur eru í skólunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu smitaðist viðkomand starfsmaðuri í hópsýkingunni á Hótel Rangá í síðustu viku þar sem einn starfsmaður og tíu gestir smituðust af kórónuveirunni. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Það var verið að kynna starfsmanninn sem er nýr fyrir starfsfólki í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla en hann er nýr og starfar fyrir báða skólanna og svo óheppilega vildi til að hann reyndist smitaður. Þá var gripið til þess ráðs að setja alla starfsmenn í sóttkví til að koma í veg fyrir fleiri möguleg smit í þessu samfélagi,“ segir Helgi. Hann segir segir skiljanlegt að röskunin reyni á foreldra og börn. „Við munum vera í sambandi við fjölskyldur barnanna og byggja upp eitthvað form af heimavinnu en þar sem ekki er búið að úthluta námsgögnum verður það með óhefðbundu sniði. Þá áttum við fund með starfsfólki frístundamiðstöðva í dag og börn í fyrsta bekk og börn með sérþarfir munu geta sótt þangað. Við vonumst einnig til að geta boðið upp á leikjanámskeið meðan á lokun stendur en það kemur í ljóst á morgun,“ segir Helgi. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs ReykjavíkurborgarVísir Hann segir ljóst að svona tilfelli komi upp af og til á næstu mánuðum. „Þetta er hluti af því lífi sem er bæði hér og út um allan heim og það má alveg búast við að svona aðstæður skapist í samfélaginu. Við þekkjum öll að vinnustaðir hafa þurft að loka vegna smits og þetta er bara eitt af því sem við þurfum að læra að lifa með,“ segir Helgi. Þá greindist starfsmaður á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ með með kórónuveirusmit. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ er verið að vinna málið í samvinnu við rakningarteymi. Þar sem nú sé verið að vinna samkvæmt hættustigi almannavarna hafi skólinn ekki verið hólfaður niður eins og í fyrri bylgju faraldursins þegar neyðarstig almannavarna gilti. Allir starfsmenn og um 100 nemendur skólans hafi því verið settir í úrvinnslusóttkví í tvær vikur. Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn Almannavarna sagði í samtali við fréttastofu í dag að neyðarstig almannavarna sé ekki til umræðu eins og sakir standa. Staðan verði tekin á morgun.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23. ágúst 2020 12:59 Skólasetningu þriggja skóla frestað vegna smita Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. 22. ágúst 2020 20:40 Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. 22. ágúst 2020 14:11 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23. ágúst 2020 12:59
Skólasetningu þriggja skóla frestað vegna smita Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. 22. ágúst 2020 20:40
Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. 22. ágúst 2020 14:11
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels