Yrja átti fimm hvolpa en átti samt ekki að geta átt hvolpa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. apríl 2020 19:30 Husky tíkin Yrja á Hvolsvelli kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún gaut fimm hvolpum því það var búið að segja þeim að hún væri ófrjó. Pabbi hvolpanna er þekktur hundur sem þefur upp lóðatíkur og opnar hurðir þar sem þær eiga heima á Hvolsvelli. Það fer vel um Yrju með hvolpana sína fimm, eina tík og fjóra rakka í sérsmíðuðu bæli heima hjá sér á Hvolsvelli hjá Berglindi Sigmundsdóttur og Arngrími Einarssyni. Þegar þau fengu Yrju þá tveggja ára frá ræktanda hennar voru þau fullvissuð um að hún væri ófrjó og gæti því aldrei eignast hvolpa en reyndin varð allt önnur. Yrja hagaði sér mjög undarlega fyrri gotið. „Við fengum greiningu á að hún væri með flóðmigu en okkur fannst það ekki passa en við hlýddum dýralækninum og gáfum henni lyf. Síðan skyndilega tveimur vikur eftir að hún hafði verið á þessum lyfjum þá fer hún að fá krampa. Við hringjum á dýravaktina og fáum upplýsingar um að koma með hana í sónar. Við gerum það og þegar hún er að labba inn um dyrnar þá byrjar hún að gjóta. Það kom okkur alveg af óvörum, algjör vorboði þessi elska að gefa okkur hvolpa í fangið núna þegar ástandið eins og það er“, segir Berglind. Berglind og Arngrímur á Hvolsvelli eru alsæl með hvolpana hennar Yrju og segja að nú rigni inn beiðnir til þeirra um að fá hvolp.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hver er pabbi hvolpanna fimm á Hvolsvelli? „Það er hundur hér í sveitinni sem er orðin ansi flinkur við að þefa uppi lóðandi tíkur og opna útidyra hurðirnar hjá þeim og við lentum í því í janúar að það var einn voða sætur sem lág bara á húninum hjá okkur og einn morguninn hleypti hann Yrju út og hún var frá okkur í tíu til fimmtán mínútur og það hvarflaði ekki að okkur að eitthvað svona gæti gerst“, bætir Berglind við. Berglind segir Yrju mjög góða mömmu, hún mjólki vel fyrir hvolpana sína og sinni þeim einstaklega vel. Það rignir inn beiðnum til Berglindar og Arngríms um að fá hvolp enda eru þær einstaklega sætir og fínir, blanda af Border Colly og Husky. Rangárþing eystra Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Husky tíkin Yrja á Hvolsvelli kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún gaut fimm hvolpum því það var búið að segja þeim að hún væri ófrjó. Pabbi hvolpanna er þekktur hundur sem þefur upp lóðatíkur og opnar hurðir þar sem þær eiga heima á Hvolsvelli. Það fer vel um Yrju með hvolpana sína fimm, eina tík og fjóra rakka í sérsmíðuðu bæli heima hjá sér á Hvolsvelli hjá Berglindi Sigmundsdóttur og Arngrími Einarssyni. Þegar þau fengu Yrju þá tveggja ára frá ræktanda hennar voru þau fullvissuð um að hún væri ófrjó og gæti því aldrei eignast hvolpa en reyndin varð allt önnur. Yrja hagaði sér mjög undarlega fyrri gotið. „Við fengum greiningu á að hún væri með flóðmigu en okkur fannst það ekki passa en við hlýddum dýralækninum og gáfum henni lyf. Síðan skyndilega tveimur vikur eftir að hún hafði verið á þessum lyfjum þá fer hún að fá krampa. Við hringjum á dýravaktina og fáum upplýsingar um að koma með hana í sónar. Við gerum það og þegar hún er að labba inn um dyrnar þá byrjar hún að gjóta. Það kom okkur alveg af óvörum, algjör vorboði þessi elska að gefa okkur hvolpa í fangið núna þegar ástandið eins og það er“, segir Berglind. Berglind og Arngrímur á Hvolsvelli eru alsæl með hvolpana hennar Yrju og segja að nú rigni inn beiðnir til þeirra um að fá hvolp.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hver er pabbi hvolpanna fimm á Hvolsvelli? „Það er hundur hér í sveitinni sem er orðin ansi flinkur við að þefa uppi lóðandi tíkur og opna útidyra hurðirnar hjá þeim og við lentum í því í janúar að það var einn voða sætur sem lág bara á húninum hjá okkur og einn morguninn hleypti hann Yrju út og hún var frá okkur í tíu til fimmtán mínútur og það hvarflaði ekki að okkur að eitthvað svona gæti gerst“, bætir Berglind við. Berglind segir Yrju mjög góða mömmu, hún mjólki vel fyrir hvolpana sína og sinni þeim einstaklega vel. Það rignir inn beiðnum til Berglindar og Arngríms um að fá hvolp enda eru þær einstaklega sætir og fínir, blanda af Border Colly og Husky.
Rangárþing eystra Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira