Eggja og kjúklingabændur á Íslandi standa fyrir skrýtinni stöðu núna vegna kórónuveirunnar vegna flutninga á eggjum í maí, sem er erfðaefni þeirra í rekstri kjúklingabúa. Hildur Traustadóttir, framkvæmdastjóri eggja og kjúklingabænda, sem er með starfsstöð sína á Hvanneyri í Borgarfirði þekkir málið manna best.
„Við þurfum að flytja inn stofnanna til Íslands. Það er ekki stofnræktun á Íslandi og við höfum keypt þessa stofna frá Svíþjóð og Noregi og það stendur til að öllu óbreyttu að flytja inn stofn tvisvar í maí og síðar fyrir eggjabændur í júní, við gætum nú treint það fram í júlí e‘a ágúst kannski. Það þarf að vera mikil regla á þessu þannig því kjúklingakjötið er selt sem ferskvara,“ segir Hildur.

„Já, það þarf að kyngreina þennan fugl og það er bara engi á Íslandi sem kann það að neinu marki. Við höfum fengið í mörg ár kyngreina frá Noregi, þeir koma bara reglulega og kyngreina fuglinn og sjá algjörlega um það, en núna er vandamálið að það er í fyrsta lagi ekkert flogið á milli Íslands og Noregs og í öðru lagi er ekkert auðvelt að fá þá frá Noregi því að þegar þeir koma til Noregs aftur þurfa þeir að fara í hálfs mánaðar sóttkví og það er líka verið að ræða um það á Íslandi að þeir, sem eru ferðamenn þurfi að fara í hálfs mánaðar sóttkví þegar þeir koma inn í landið hérna, þannig að þetta er eiginlega vonlaust,“ segir Hildur.
Hún segir að á næstu dögum verði fundað með Matvælastofnun og landbúnaðarráðherra um stöðu málsins. Hún er bjartsýn á að það leysist.
„Við sjáum til, við finnum einhverja lausn.“