Þekkingarsetur um matvælastarfsemi stofnað í Ölfusi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2020 12:15 Elliði Vignisson, sem er í fararbroddi í Ölfusi með uppbyggingu Þekkingarseturs í matvælastarfsemi, sem verður sett á laggirnar á næstu vikum. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sveitarfélagið Ölfus ætlar sér að stofna Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem byggir á sérhæfingu svæðisins í matvælavinnslu. Liður í því er bygging risa svínabús og laxeldisstöðvar í sveitarfélaginu. Það er engin uppgjafatónn í forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Ölfuss á tímum kórónuveirunnar því nú á að setja allt á fullt og setja á laggirnar Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem mun kosta fullt af peningum og skapa fullt af nýjum störfum. „Já, þetta mál snýst fyrst og fremst um það að mannkyninu fjölgar hratt og áherslan á heilbrigð matvæli þar með. Ef að fjölgun mannkynsins verður eins og stefnir í þá þurfum við að framleiða jafnmikið af mat á næstu 40 árum og við höfum gert á síðustu 8 þúsund árin og þetta skapar gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga að stíga fast fram í matvælaframleiðslu og hér í Ölfusinu höfum við allt sem til þarf. Mikið land, orku, vatn, mannauð og útflutningshöfn. Til þess að undirbyggja þetta og tryggja framgang þeirra verkefna, sem þegar eru að fara af stað þá stefnum við á stofnun Þekkingarseturs á sviði umhverfisvænna matvæla bara núna á næstu dögum vonandi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfuss. Mikið af nýjum störfum munu skapast í Þorlákshöfn og í sveitunum þar í kring með allri þeirri matvælastarfsemi, sem er að hefjast í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Í þessu samhengi eru stór verkefni í burðarliðnum í Ölfusi, m.a. á að reisa risa svínabú vestan við Þorlákshöfn þar sem verða 1200 gyltur og 4.800 grísir. Fyrirtækið Síld og Fiskur byggir og mun eiga svínabúið. En það eru fleiri stór verkefni að fara af stað í Ölfusi. „já, við erum að undirbúa allt að 40 þúsund tonna laxeldi hjá þremur til fjórum fyrirtækjum, fulleldi á laxi á landi og það er nánast 100% aukning frá því sem það var 2019 en þá voru 25 þúsund tonn af laxi framleidd þá,“ bætir Elliði við. Elliði segir jafnframt að nýja Þekkingarsetrið um matvælastarfsemi muni hafa mikil og góð áhrif á atvinnulífið í Ölfusi og fjölga störfum þar mikið næstu árin. Landbúnaður Ölfus Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Sjá meira
Sveitarfélagið Ölfus ætlar sér að stofna Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem byggir á sérhæfingu svæðisins í matvælavinnslu. Liður í því er bygging risa svínabús og laxeldisstöðvar í sveitarfélaginu. Það er engin uppgjafatónn í forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Ölfuss á tímum kórónuveirunnar því nú á að setja allt á fullt og setja á laggirnar Þekkingarsetur um matvælastarfsemi, sem mun kosta fullt af peningum og skapa fullt af nýjum störfum. „Já, þetta mál snýst fyrst og fremst um það að mannkyninu fjölgar hratt og áherslan á heilbrigð matvæli þar með. Ef að fjölgun mannkynsins verður eins og stefnir í þá þurfum við að framleiða jafnmikið af mat á næstu 40 árum og við höfum gert á síðustu 8 þúsund árin og þetta skapar gríðarleg tækifæri fyrir Íslendinga að stíga fast fram í matvælaframleiðslu og hér í Ölfusinu höfum við allt sem til þarf. Mikið land, orku, vatn, mannauð og útflutningshöfn. Til þess að undirbyggja þetta og tryggja framgang þeirra verkefna, sem þegar eru að fara af stað þá stefnum við á stofnun Þekkingarseturs á sviði umhverfisvænna matvæla bara núna á næstu dögum vonandi,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfuss. Mikið af nýjum störfum munu skapast í Þorlákshöfn og í sveitunum þar í kring með allri þeirri matvælastarfsemi, sem er að hefjast í sveitarfélaginu.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Í þessu samhengi eru stór verkefni í burðarliðnum í Ölfusi, m.a. á að reisa risa svínabú vestan við Þorlákshöfn þar sem verða 1200 gyltur og 4.800 grísir. Fyrirtækið Síld og Fiskur byggir og mun eiga svínabúið. En það eru fleiri stór verkefni að fara af stað í Ölfusi. „já, við erum að undirbúa allt að 40 þúsund tonna laxeldi hjá þremur til fjórum fyrirtækjum, fulleldi á laxi á landi og það er nánast 100% aukning frá því sem það var 2019 en þá voru 25 þúsund tonn af laxi framleidd þá,“ bætir Elliði við. Elliði segir jafnframt að nýja Þekkingarsetrið um matvælastarfsemi muni hafa mikil og góð áhrif á atvinnulífið í Ölfusi og fjölga störfum þar mikið næstu árin.
Landbúnaður Ölfus Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Sjá meira