Áslaug segir mistök að hafa þegið boð Gæslunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 11:46 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt. vísir/vilhelm Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. Hún hafi ekki áður þegið svona boð og hyggst ekki gera það aftur undir þessum formerkjum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið gagnrýnd, til að mynda af stjórnarþingmanni, fyrir að hafa fengið þyrlu Gæslunnar til að flytja sig frá Gesthúsinu Reyni við Reynisfjöru að morgni 20. ágúst. Þar varði ráðherra fríi sínu í hestaferð. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík kl. 07:04, sótti dómsmálaráðherra og var komin aftur til Reykjavíkur klukkan 08:40. Þar sótti Áslaug samráðsfund um kórónuveiruna, hún sat hann þó ekki allan heldur flutti þyrla Landhelgisgæslunnar ráðherrann frá Reykjavík klukkan 11:06 að Háfelli austan við Vík í Mýrdal. Flug þyrlu Landhelgisgæslunnar að morgni 20. ágúst. vísir/hjalti Landhelgisgæslan segir þyrluflug ráðherra hafa verið að undirlagi Georgs Lárussonar, forstjóra Gæslunnar. Þau dómsmálaráðherra eigi í reglulegum samskiptum og í einu símtali þeirra á milli hafi borið á góma að Landhelgisgæslan yrði í verkefnum á Suðurlandi og gæti því flutt ráðherrann til borgarinnar. Ef marka má flugskýrslu þyrlunnar var ekki næsta verkefni þyrlunnar fyrr en klukkan 12:42, þegar hún lenti á flugvellinum að Húsafelli og sótti vísindamenn á vegum Veðurstofunnar sem hugðust skoða aðstæður við Langjökul. „Það voru mistök af minni hálfu að þiggja þetta boð,“ segir Áslaug Arna í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún hafi þó gert það því hún væri fullviss um að skutlið hefði ekki áhrif á flugáætlun, kostnað eða verkefni Landhelgisgæslunnar. Stofnunin fullyrðir það sama í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Ómögulegt að meta kostnaðinn Vísir óskaði eftir kostnaðarmati á skutli ráðherra en fékk ekki nákvæmt svar, aðeins að kostnaður flugdeildar Gæslunnar sé metinn á ársgrundvelli. „Áhafnir Landhelgisgæslunnar þurfa að uppfylla tiltekinn flugtímafjölda á ári til að tryggja réttindi þeirra til björgunarflugs og annarra krefjandi verkefna. Af þeim sökum er erfitt að reikna út tiltekinn kostnað á flugstund þar sem fastur kostnaður vegur þungt og flugdeildin þarf að uppfylla lágmarksflugtíma.“ Þar að auki hafi áhöfnin verið fullmönnuð ef kæmi til útkalls - „og því skerti umrætt verkefni ekki viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar,“ segir í yfirlýsingu Gæslunnar. Áslaug sagði fréttamönnum jafnframt að hún hefði aldrei áður þegið svona boð sem dómsmálaráðherra. Það stæði jafnframt ekki til að gera það aftur, að minnsta kosti ekki undir sömu formerkjum. Hún segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt síðastliðinn sólahring. „Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að þiggja boðið,“ segir Áslaug og bætir við að hún sé stolt af Landhelgisgæslunni. Stofnunin sinni verkefnum sínum af kostgæfni. Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir það hafa verið mistök að þiggja boð Landhelgisgæslunnar um þyrluflug frá Suðurlandi til Reykjavíkur og til baka. Hún hafi ekki áður þegið svona boð og hyggst ekki gera það aftur undir þessum formerkjum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur verið gagnrýnd, til að mynda af stjórnarþingmanni, fyrir að hafa fengið þyrlu Gæslunnar til að flytja sig frá Gesthúsinu Reyni við Reynisfjöru að morgni 20. ágúst. Þar varði ráðherra fríi sínu í hestaferð. Þyrlan lagði af stað frá Reykjavík kl. 07:04, sótti dómsmálaráðherra og var komin aftur til Reykjavíkur klukkan 08:40. Þar sótti Áslaug samráðsfund um kórónuveiruna, hún sat hann þó ekki allan heldur flutti þyrla Landhelgisgæslunnar ráðherrann frá Reykjavík klukkan 11:06 að Háfelli austan við Vík í Mýrdal. Flug þyrlu Landhelgisgæslunnar að morgni 20. ágúst. vísir/hjalti Landhelgisgæslan segir þyrluflug ráðherra hafa verið að undirlagi Georgs Lárussonar, forstjóra Gæslunnar. Þau dómsmálaráðherra eigi í reglulegum samskiptum og í einu símtali þeirra á milli hafi borið á góma að Landhelgisgæslan yrði í verkefnum á Suðurlandi og gæti því flutt ráðherrann til borgarinnar. Ef marka má flugskýrslu þyrlunnar var ekki næsta verkefni þyrlunnar fyrr en klukkan 12:42, þegar hún lenti á flugvellinum að Húsafelli og sótti vísindamenn á vegum Veðurstofunnar sem hugðust skoða aðstæður við Langjökul. „Það voru mistök af minni hálfu að þiggja þetta boð,“ segir Áslaug Arna í samtali við fréttamenn eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Hún hafi þó gert það því hún væri fullviss um að skutlið hefði ekki áhrif á flugáætlun, kostnað eða verkefni Landhelgisgæslunnar. Stofnunin fullyrðir það sama í yfirlýsingu sem hún sendi fjölmiðlum í morgun. Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Klippa: Áslaug Arna um flug með Landhelgisgæslunni Ómögulegt að meta kostnaðinn Vísir óskaði eftir kostnaðarmati á skutli ráðherra en fékk ekki nákvæmt svar, aðeins að kostnaður flugdeildar Gæslunnar sé metinn á ársgrundvelli. „Áhafnir Landhelgisgæslunnar þurfa að uppfylla tiltekinn flugtímafjölda á ári til að tryggja réttindi þeirra til björgunarflugs og annarra krefjandi verkefna. Af þeim sökum er erfitt að reikna út tiltekinn kostnað á flugstund þar sem fastur kostnaður vegur þungt og flugdeildin þarf að uppfylla lágmarksflugtíma.“ Þar að auki hafi áhöfnin verið fullmönnuð ef kæmi til útkalls - „og því skerti umrætt verkefni ekki viðbragðsgetu þyrlusveitarinnar,“ segir í yfirlýsingu Gæslunnar. Áslaug sagði fréttamönnum jafnframt að hún hefði aldrei áður þegið svona boð sem dómsmálaráðherra. Það stæði jafnframt ekki til að gera það aftur, að minnsta kosti ekki undir sömu formerkjum. Hún segist hafa skilning á þeirri gagnrýni sem hún hefur sætt síðastliðinn sólahring. „Eftir á að hyggja hefði ég ekki átt að þiggja boðið,“ segir Áslaug og bætir við að hún sé stolt af Landhelgisgæslunni. Stofnunin sinni verkefnum sínum af kostgæfni.
Landhelgisgæslan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira