Vill að ferðamenn sleppi við sóttkví Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2020 17:54 Sigþór Kristinn forstjóri Airport Associates. visir/vilhelm Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, telur að yfirvöld hér á landi hafi hæglega getið valið mildari útgáfu við skimun á landamærum „án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna“ með kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví. Forstjórinn birti grein á Vísi um helgina þar sem hann viðraði hugmyndir um að allir sem komi hingað til lands verði skimaðir, jafn vel tvisvar, en að látið verði duga að setja Íslendinga og þá sem tengjast landinu einhvers konar böndum í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðu seinni skimunarinnar. Sigþór ræddi greinina og þessa hugmynd í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, og heyra má viðtalið hér að neðan. Þar fór hann nánar yfir hvað lá að baki greininni sem hann birti. „Í sinni einföldustu mynd þá hefur sóttvarnarlæknir alveg frá upphafi útskýrt fyrir okkur að það séu í raun og veru Íslendingar og þeir útlendingar sem búa hérna til lengri dvalar, það eru þeir sem eru að smita inn í íslenskt samfélag,“ sagði Sigþór. Með því að setja þær reglur sem nú gilda um tvær skimanir og sóttkví þess á milli hafi yfirvöld skrúfað fyrir ferðaþjónustu hér á landi, sem á milli 20 til 30 þúsund Íslendingar hafi lifibrauð sitt af. Hæglega hafi verið hægt að taka mildari skref fyrst, líkt og það sem Sigþór hefur lagt itl, og herða tökin nokkrum vikum síðar. „Ég hefði alltaf tekið þetta skref fyrst. Það er búið að útskýra mjög vel að þetta væri til þess að fletja út kúrfuna þannig að við værum með heilbrigðiskerfi sem myndi ráða við vandann. Ég get ekki séð að það sé mjög mikill vandi á Íslandi í dag, hugsanlega einn á spítala. Þannig að það er ekki mikið álag á heilbrigðiskerfinu núna“ Er það kannski vegna þessara hertu aðgerða á landamærunum? „Ég held að við hefðum alveg náð sama árangri þó að við hefðum bara skimað en ekki sett í sóttkví, útlendinga. Þá hefðum við getað samræmt bæði þau skilyrði að nánast að koma í veg fyrir smit með því að setja Íslendingana í sóttkví og tvær skimanir og jafnvel þó að við hefðum tvær skimanir á útlendinga en ekki sóttkví þá held ég að við hefðum alveg náð fyrir vandann,“ sagði Sigþór en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, telur að yfirvöld hér á landi hafi hæglega getið valið mildari útgáfu við skimun á landamærum „án þess að skrúfa fyrir flæði ferðamanna“ með kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví. Forstjórinn birti grein á Vísi um helgina þar sem hann viðraði hugmyndir um að allir sem komi hingað til lands verði skimaðir, jafn vel tvisvar, en að látið verði duga að setja Íslendinga og þá sem tengjast landinu einhvers konar böndum í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðu seinni skimunarinnar. Sigþór ræddi greinina og þessa hugmynd í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag, og heyra má viðtalið hér að neðan. Þar fór hann nánar yfir hvað lá að baki greininni sem hann birti. „Í sinni einföldustu mynd þá hefur sóttvarnarlæknir alveg frá upphafi útskýrt fyrir okkur að það séu í raun og veru Íslendingar og þeir útlendingar sem búa hérna til lengri dvalar, það eru þeir sem eru að smita inn í íslenskt samfélag,“ sagði Sigþór. Með því að setja þær reglur sem nú gilda um tvær skimanir og sóttkví þess á milli hafi yfirvöld skrúfað fyrir ferðaþjónustu hér á landi, sem á milli 20 til 30 þúsund Íslendingar hafi lifibrauð sitt af. Hæglega hafi verið hægt að taka mildari skref fyrst, líkt og það sem Sigþór hefur lagt itl, og herða tökin nokkrum vikum síðar. „Ég hefði alltaf tekið þetta skref fyrst. Það er búið að útskýra mjög vel að þetta væri til þess að fletja út kúrfuna þannig að við værum með heilbrigðiskerfi sem myndi ráða við vandann. Ég get ekki séð að það sé mjög mikill vandi á Íslandi í dag, hugsanlega einn á spítala. Þannig að það er ekki mikið álag á heilbrigðiskerfinu núna“ Er það kannski vegna þessara hertu aðgerða á landamærunum? „Ég held að við hefðum alveg náð sama árangri þó að við hefðum bara skimað en ekki sett í sóttkví, útlendinga. Þá hefðum við getað samræmt bæði þau skilyrði að nánast að koma í veg fyrir smit með því að setja Íslendingana í sóttkví og tvær skimanir og jafnvel þó að við hefðum tvær skimanir á útlendinga en ekki sóttkví þá held ég að við hefðum alveg náð fyrir vandann,“ sagði Sigþór en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira