Áhyggjuefni hversu margir eru í sóttkví Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2020 22:37 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis. Lögreglan „Þetta gæti alveg verið betra, en það gæti líka verið verra,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, um stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Líklegast séum við stödd á flatneskju á kúrvunni en óvíst er hvort að hún fari upp eða niður í framhaldinu. Kamilla ræddi kórónuveirufaraldurinn og aðra bylgju hans hér á landi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hætt við því að fleiri greinist með veiruna næstu tíu til fjórtán daga í ljósi þess hversu margir eru í sóttkví. Eins og staðan er í dag eru 989 einstaklingar í sóttkví. „Það er náttúrulega mjög stór hópur í sóttkví núna. Það er alltaf svolítið áhyggjuefni því það er ástæða fyrir því að fólk er sett í sóttkví,“ segir Kamilla. Meðal þeirra sem rætt var við í Reykjavík síðdegis í dag var Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates. Taldi hann mögulegt að fara mildari leið við skimun á landamærunum og sagði hann kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví „skrúfa fyrir flæði ferðamanna“. „Það er eitthvað sem hefur verið gert og kæmi til greina aftur ef ástandið er þannig að það virðist skynsamlegt,“ sagði Kamilla um hugmyndir Sigþórs. Önnur bylgja væri þó að ganga yfir Evrópu þessa stundina og virtist hún frekar vera á uppleið frekar en á niðurleið. „Þegar við tókum upp tvær sýnatökur með heimkomusmitgát fyrir alla þá var það af því að við vorum að missa af ferðamannasmitum við fyrstu sýnatökuna, því þeir voru ekki í raun í heimkomusmitgát. Þeir fóru bara út um hvippinn og hvappinn þegar þeir voru komnir með neikvætt í fyrsta. Við vitum um dæmi þess að það hafi komið hópsýkingar í kjölfar þess.“ Hún segir þróunina við landamærin hafa snúist við undanfarið og nú sé meirihluti þeirra smita sem greinast í landamæraskimun virk smit. Áður hafi það verið fyrst og fremst óvirk eða eldri smit en nú hafi rúmlega áttatíu virk smit greinst á landamærunum á um það bil mánuði. „Af þeim eru tíu sem finnast í seinni sýnatöku og tæplega helmingur fólk sem er búsett hér.“ Viðtalið við Kamillu má heyra í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
„Þetta gæti alveg verið betra, en það gæti líka verið verra,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis, um stöðu mála í kórónuveirufaraldrinum hér á landi. Líklegast séum við stödd á flatneskju á kúrvunni en óvíst er hvort að hún fari upp eða niður í framhaldinu. Kamilla ræddi kórónuveirufaraldurinn og aðra bylgju hans hér á landi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir hætt við því að fleiri greinist með veiruna næstu tíu til fjórtán daga í ljósi þess hversu margir eru í sóttkví. Eins og staðan er í dag eru 989 einstaklingar í sóttkví. „Það er náttúrulega mjög stór hópur í sóttkví núna. Það er alltaf svolítið áhyggjuefni því það er ástæða fyrir því að fólk er sett í sóttkví,“ segir Kamilla. Meðal þeirra sem rætt var við í Reykjavík síðdegis í dag var Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates. Taldi hann mögulegt að fara mildari leið við skimun á landamærunum og sagði hann kröfu um tvöfalda skimun og sóttkví „skrúfa fyrir flæði ferðamanna“. „Það er eitthvað sem hefur verið gert og kæmi til greina aftur ef ástandið er þannig að það virðist skynsamlegt,“ sagði Kamilla um hugmyndir Sigþórs. Önnur bylgja væri þó að ganga yfir Evrópu þessa stundina og virtist hún frekar vera á uppleið frekar en á niðurleið. „Þegar við tókum upp tvær sýnatökur með heimkomusmitgát fyrir alla þá var það af því að við vorum að missa af ferðamannasmitum við fyrstu sýnatökuna, því þeir voru ekki í raun í heimkomusmitgát. Þeir fóru bara út um hvippinn og hvappinn þegar þeir voru komnir með neikvætt í fyrsta. Við vitum um dæmi þess að það hafi komið hópsýkingar í kjölfar þess.“ Hún segir þróunina við landamærin hafa snúist við undanfarið og nú sé meirihluti þeirra smita sem greinast í landamæraskimun virk smit. Áður hafi það verið fyrst og fremst óvirk eða eldri smit en nú hafi rúmlega áttatíu virk smit greinst á landamærunum á um það bil mánuði. „Af þeim eru tíu sem finnast í seinni sýnatöku og tæplega helmingur fólk sem er búsett hér.“ Viðtalið við Kamillu má heyra í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11 Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32 Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Átta í sóttkví af Ægisborg Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví. 25. ágúst 2020 15:11
Tveggja metra reglan tekur breytingum Heilbrigðisráðherra hefur gert breytingu á tveggja metra reglunni svokölluðu. Áður þurfti að tryggja tveggja metra bil á milli einstaklinga sem ekki deildu heimili. 25. ágúst 2020 12:32
Fimm innanlandssmit bætast við Fimm einstaklingar greindust með kórónuveiruna innanlands í dag. Einstaklingarnir greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og af þeim voru þrír í sóttkví. 25. ágúst 2020 11:04