Funda um ríkisábyrgð og Icelandair í Hörpu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. ágúst 2020 14:53 Fjármálaráðherra, formenn stjórnarandstöðuflokkanna og nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins halda til fundar síðdegis til að ræða um fjáraukalagafrumfarp fjármálaráðherra sem fjallar um heimild til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði. Vísir/Vilhelm Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra halda síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarpsins sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Heildarskuldbinding ríkissjóðs gæti numið allt að fimmtán milljörðum íslenskra króna. Umrætt frumvarp til fjáraukalaga er það fjórða í röðinni á þessu ári en ætla má að hið fimmta verði lagt fram á haustþingi. Í frumvarpinu kemur fram að aðkoma ríkisins, um að veita félaginu ábyrgð, sé háð nokkrum forsendum. Almannafé og áhætta ríkisins verði takmörkuð við það sem þjóni opinberum hagsmunum, en hafi ekki að markmiði að verja hag hluthafa eða lánardrottna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig líklegt væri að dagskrá þingfundarins á morgun liti út. Starfsfólk skrifstofu Alþingis hefur staðið í ströngu við undirbúning þingfunda með tilliti til sóttvarna en Alþingi kemur saman á morgun.Vísir/Vilhelm „Við hefjum leikinn á morgun með munnlegri skýrslu forsætisráðherra um stöðuna í faraldrinum; aðgerðir og ráðstafanir sem hafa verið gerðar. Það fer fram fyrir hádegið en eftir hádegi mælir fjármálaráðherra fyrir breyttri fjármálastefnu og við stefnum að því að ljúka fyrri umræðu um þá tillögu og koma henni til nefndar á morgun og síðan verður þingfundur aftur á föstudag, að minnsta kosti hluta dagsins, og þá verða mál fjármálaráðherra, fjáraukalagafrumvarp og breyting á ríkisábyrgðarlögum og mögulega mál frá félagsmálaráðherra.“ Útlit er fyrir að nefndardagur verði á mánudag en þingfundir dagana 1.-3. september. „Við leggjum þetta upp þannig að okkur dugi um það bil vika í þennan stubb og ég heyri ekki annað en að allir séu jákvæðir gagnvart því að halda sig við þann ramma sem ræddur var um í vor.“ Starfsfólk skrifstofu þingsins hefur undanfarna daga verið í óða önn að undirbúa Alþingi fyrir þingfundi með tilliti til sóttvarna. „Við höfum fengið sóttvarnarlækni og almannavarnir í heimsókn og fáum staðgengil sóttvarnarlæknis aftur í heimsókn til að taka út þær ráðstafanir sem við höfum verið að gera, eins og til dæmis að stækka þingfundarsvæðið og búa til eins mikinn aðskilnað á milli manna og mögulegt er þannig að það hefur verið mikill undirbúningur hér af hálfu skrifstofu þingsins undanfarna daga og er áfram í gangi.“ Nú hefur ýmislegt breyst frá því samið var um dagskrá þingstubbsins í vor, til dæmis í atvinnumálum. Verður eitthvað svigrúm gefið fyrir önnur mál sem þarfnast afgreiðslu? „Við byrjum á því að skapa rými fyrir almennar umræður um ástandið á grundvelli munnlegrar skýrslu sem forsætisráðherra flytur. Síðan auðvitað gefst mönnum kostur á að ræða þessar ráðstafanir að því marki sem þær verða á dagskrá núna. Að sjálfsögðu reynum við að mæta því ef eftirspurn verður eftir því að ræða aðra hluti. Reynslan hefur nú kennt okkur að það þýðir lítið að reyna að sjá allt fyrir í svona ástandi þannig að við bara tökumst á við það sem upp kann að koma.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
Frumvarp til fjáraukalaga verður rætt á Alþingi á föstudag en Alþingi kemur saman á ný á morgun vegna hins svokallaða „þingstubbs“ sem samið var um í vor. Formenn stjórnarandstöðuflokkanna, nefndarmenn fjárlaganefndar þingsins og fjármálaráðherra halda síðdegis á fund til að ræða um efni frumvarpsins sem er heimild til handa ráðherra til að veita Icelandair Group sjálfskuldarábyrgð frá ríkissjóði á lánalínum vegna þess mikla tekjufalls sem fyrirtækið hefur orðið fyrir vegna heimsfaraldursins. Heildarskuldbinding ríkissjóðs gæti numið allt að fimmtán milljörðum íslenskra króna. Umrætt frumvarp til fjáraukalaga er það fjórða í röðinni á þessu ári en ætla má að hið fimmta verði lagt fram á haustþingi. Í frumvarpinu kemur fram að aðkoma ríkisins, um að veita félaginu ábyrgð, sé háð nokkrum forsendum. Almannafé og áhætta ríkisins verði takmörkuð við það sem þjóni opinberum hagsmunum, en hafi ekki að markmiði að verja hag hluthafa eða lánardrottna. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sagði frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar hvernig líklegt væri að dagskrá þingfundarins á morgun liti út. Starfsfólk skrifstofu Alþingis hefur staðið í ströngu við undirbúning þingfunda með tilliti til sóttvarna en Alþingi kemur saman á morgun.Vísir/Vilhelm „Við hefjum leikinn á morgun með munnlegri skýrslu forsætisráðherra um stöðuna í faraldrinum; aðgerðir og ráðstafanir sem hafa verið gerðar. Það fer fram fyrir hádegið en eftir hádegi mælir fjármálaráðherra fyrir breyttri fjármálastefnu og við stefnum að því að ljúka fyrri umræðu um þá tillögu og koma henni til nefndar á morgun og síðan verður þingfundur aftur á föstudag, að minnsta kosti hluta dagsins, og þá verða mál fjármálaráðherra, fjáraukalagafrumvarp og breyting á ríkisábyrgðarlögum og mögulega mál frá félagsmálaráðherra.“ Útlit er fyrir að nefndardagur verði á mánudag en þingfundir dagana 1.-3. september. „Við leggjum þetta upp þannig að okkur dugi um það bil vika í þennan stubb og ég heyri ekki annað en að allir séu jákvæðir gagnvart því að halda sig við þann ramma sem ræddur var um í vor.“ Starfsfólk skrifstofu þingsins hefur undanfarna daga verið í óða önn að undirbúa Alþingi fyrir þingfundi með tilliti til sóttvarna. „Við höfum fengið sóttvarnarlækni og almannavarnir í heimsókn og fáum staðgengil sóttvarnarlæknis aftur í heimsókn til að taka út þær ráðstafanir sem við höfum verið að gera, eins og til dæmis að stækka þingfundarsvæðið og búa til eins mikinn aðskilnað á milli manna og mögulegt er þannig að það hefur verið mikill undirbúningur hér af hálfu skrifstofu þingsins undanfarna daga og er áfram í gangi.“ Nú hefur ýmislegt breyst frá því samið var um dagskrá þingstubbsins í vor, til dæmis í atvinnumálum. Verður eitthvað svigrúm gefið fyrir önnur mál sem þarfnast afgreiðslu? „Við byrjum á því að skapa rými fyrir almennar umræður um ástandið á grundvelli munnlegrar skýrslu sem forsætisráðherra flytur. Síðan auðvitað gefst mönnum kostur á að ræða þessar ráðstafanir að því marki sem þær verða á dagskrá núna. Að sjálfsögðu reynum við að mæta því ef eftirspurn verður eftir því að ræða aðra hluti. Reynslan hefur nú kennt okkur að það þýðir lítið að reyna að sjá allt fyrir í svona ástandi þannig að við bara tökumst á við það sem upp kann að koma.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Erlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira