FC Midtjylland er komið áfram í 3. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar eftir 1-0 sigur á Ludogorets Razgrad í Búlgaríu í dag.
Fyrsta og eina mark leiksins skoraði varamaðurinn Junior Brumado á 78. mínútu eftir darraðadans eftir hornspyrnu.
Mikael Anderson spilaði síðasta stundarfjórðunginn fyrir Midtjylland.
SEJR OG VIDERE AVANCEMENT #LUDFCM | #UCL pic.twitter.com/l1ZGj0kbGb
— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) August 26, 2020
Hörður Björgvin Magnússon spilaði allan leikinn og Arnór Sigurðsson fyrstu 80 mínúturnar í 1-1 jafntefli CSKA Moskvu gegn Krasnodar.
CSKA komst yfir á 28. mínútu en tíu mínútum fyrir leikslok jafnaði Wanderson fyrir Krasnodar.
CSKA er með sjö stig eftir fyrstu fimm leikina en hefur einungis unnið tvo af fyrstu fimm leikjunum.