Kerecis tryggt sér þrjá milljarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 06:23 Starfsmenn Kerecis að störfum á Ísafirði. kerecis Lækningavörufyrirtækið Kercis segist hafa tryggt sér 3 milljarða króna lánsfjármögnun. Henni er ætlað að fjármagna veltufjárþörf fyrirtæksins og segir stofnandi Kerecis að innspýtingin muni styðja við frekari vöxt í Bandaríkjunum, þar sem stærsta markað fyrir vörur þess sé að finna. Kerecis er lækningafyrirtæki sem vinnur stoðefni og önnur efni úr roði. Stoðefnin eru búin til úr húð eða öðrum vefjabútum með því að fjarlægja allar frumur og öll ofnæmisvaldandi efni þannig að eftir stendur stoðgrind búin til úr millifrumuefni. Kerecis hefur þróað og verndað með einkaleyfum tækni til að búa til stoðefni úr roði. Í orðsendingu frá fyrirtækinu segir að bandaríski bankinn Silicon Valley Bank láni félaginu allt að 2,2 milljarða króna í formi ádráttarláns (e. revolving credit) og að auki taki fyrirtækið 800 milljón króna lán, sem að stærstum hluta sé lán frá hluthöfum með breytirétti. Þessi lánsfjármögnun komi í kjölfar 2,2 milljarða dala hlutafjáraukningar „C“ sem fyrirtækið tilkynnti um í byrjun árs 2019. Einn þriðji hluti þeirrar upphæðar var skuldbreyting á breytiréttarlánum og tveir þriðju fjárfesting með reiðufé. 90 prósent tekna frá Bandaríkjunum Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og stjórnarformaður Kerecis, lætur hafa eftir sér í orðsendingunni að áfram aukist eftirspurnin í sáraroð fyrirtækisins og því hafi fyrrnefnd veltufjárþörf aukist. „Þessi 3 milljarða króna lánsfjármögnun tryggir okkur veltufé fyrir næstu misseri og gerir okkur kleift að halda áfram að stækka fyrirtækið hratt og koma sáraroðinu til fleiri og fleiri sjúklinga í Bandaríkjunum þar sem megin-markaður okkar er,” segir Guðmundur. Yfir 90 prósent af tekjum Kerecis koma af Bandaríkjamarkaði en vörur þess eru engu að síður markaðssettar víða um heim. Þær eru í dag einkum notaðar til að meðhöndla þrálát sár, t.d. sykursýkissár, bráðaáverka og í skurðstofuaðgerðum Sjávarútvegur Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira
Lækningavörufyrirtækið Kercis segist hafa tryggt sér 3 milljarða króna lánsfjármögnun. Henni er ætlað að fjármagna veltufjárþörf fyrirtæksins og segir stofnandi Kerecis að innspýtingin muni styðja við frekari vöxt í Bandaríkjunum, þar sem stærsta markað fyrir vörur þess sé að finna. Kerecis er lækningafyrirtæki sem vinnur stoðefni og önnur efni úr roði. Stoðefnin eru búin til úr húð eða öðrum vefjabútum með því að fjarlægja allar frumur og öll ofnæmisvaldandi efni þannig að eftir stendur stoðgrind búin til úr millifrumuefni. Kerecis hefur þróað og verndað með einkaleyfum tækni til að búa til stoðefni úr roði. Í orðsendingu frá fyrirtækinu segir að bandaríski bankinn Silicon Valley Bank láni félaginu allt að 2,2 milljarða króna í formi ádráttarláns (e. revolving credit) og að auki taki fyrirtækið 800 milljón króna lán, sem að stærstum hluta sé lán frá hluthöfum með breytirétti. Þessi lánsfjármögnun komi í kjölfar 2,2 milljarða dala hlutafjáraukningar „C“ sem fyrirtækið tilkynnti um í byrjun árs 2019. Einn þriðji hluti þeirrar upphæðar var skuldbreyting á breytiréttarlánum og tveir þriðju fjárfesting með reiðufé. 90 prósent tekna frá Bandaríkjunum Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og stjórnarformaður Kerecis, lætur hafa eftir sér í orðsendingunni að áfram aukist eftirspurnin í sáraroð fyrirtækisins og því hafi fyrrnefnd veltufjárþörf aukist. „Þessi 3 milljarða króna lánsfjármögnun tryggir okkur veltufé fyrir næstu misseri og gerir okkur kleift að halda áfram að stækka fyrirtækið hratt og koma sáraroðinu til fleiri og fleiri sjúklinga í Bandaríkjunum þar sem megin-markaður okkar er,” segir Guðmundur. Yfir 90 prósent af tekjum Kerecis koma af Bandaríkjamarkaði en vörur þess eru engu að síður markaðssettar víða um heim. Þær eru í dag einkum notaðar til að meðhöndla þrálát sár, t.d. sykursýkissár, bráðaáverka og í skurðstofuaðgerðum
Sjávarútvegur Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Fleiri fréttir Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Sjá meira