Telja tengsl milli offitu og alvarlegra afleiðinga veirunnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2020 08:27 Vísindamenn við Háskólann í Norður-Karólínu leiddu rannsóknina. unc Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar, eru 74 prósent líklegri til að lenda á gjörgæslu og 48 prósent líklegri til að láta lífið vegna veirunnar. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á vegum Háskólans í Norður-Karólínu. Að henni stóðu sérfræðingar í veirufræðum sem fóru yfir fyrirliggjandi gögn og rannsóknir úr faraldrinum og var verkefnið að kanna hvort ofþyngd hafi áhrif á varnir líkamans gegn kórónuveirunni. Dæmi séu um að hormónabreytingar vegna þyngdaraukningar og hátt blóðsykursgildi geti dregið úr getu líkamans til að takast á við sýkingar, eins og inflúensu og lifrarbólgu. „Þessir þættir geta haft áhrif á efnaskipti ónæmisfruma, sem svo ræður því hvernig líkaminn tekst á við sýkla eins og SARS-CoV-2 kórónuveiruna,“ segir Melinda Beck, næringafræðiprófessor á vefsíðu háskólans. Beck hefur áður sýnt fram á að bólusetning við inflúensu virki verr á einstaklinga í ofþyngd. Því sé ekki loku fyrir það skotið að hið sama muni eiga við um bóluefnið gegn kórónuveirunnar. „Við erum hins vegar ekki að halda því fram að bóluefnið muni ekki virka á einstaklinga í ofþyngd. Aðeins að ofþyngd ætti að vera einn af þeim áhrifaþáttum sem teknir eru með í reikninginn við rannsóknir á bóluefnum,“ segir Beck. BMI-stuðull ekki gallalaus Niðurstöður rannsóknar Háskólans í Norður-Karólínu voru sem fyrr segir. Fólk sem var með hærri líkamsþyngdarstuðul (BMI) en 30, sem flokkast sem offita, var líklegra til að verða verr úti vegna veirunnar. Þó ber að hafa í huga að notkun líkamsþyngdarstuðuls til að skilgreina offitu hefur ýmsa galla. Sem dæmi má nefna að líkamsþyngdarstuðull tekur ekki tillit til líkamsbyggingar né hlutfalls vöðvamassa og fitu. Samkvæmt samnorrænni rannsókn sem framkvæmd var á árunum 2011 til 2014 eru næstum 60 prósent fullorðinna Íslendinga í yfirvigt, rúmlega 21 prósent eru taldir offeitir. Var það lang hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum. Vísindamenn óttast að kórónuveiran og meðfylgjandi samkomuhöft hafi dregið úr getu einstaklinga til að stunda heilbrigðan lífsstíl. Fólk sé meira heima hjá sér, hreyfi sig minna og þá hefur líkamsræktarstöðvum víða verið lokað. Þær voru t.a.m. lokaðar á Íslandi í tvo mánuði í fyrri bylgjunni, frá lokum mars fram undir lok maí. Þá hafi fólk farið sjaldnar í matvöruverslanir og fyrir vikið birgt sig upp af matvælum með mikið geymsluþol, sem séu þó ekki endilega hollustu vörurnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Offeitir eru 113 prósent líklegra til að þurfa spítalainnlögn vegna kórónuveirunnar, eru 74 prósent líklegri til að lenda á gjörgæslu og 48 prósent líklegri til að láta lífið vegna veirunnar. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á vegum Háskólans í Norður-Karólínu. Að henni stóðu sérfræðingar í veirufræðum sem fóru yfir fyrirliggjandi gögn og rannsóknir úr faraldrinum og var verkefnið að kanna hvort ofþyngd hafi áhrif á varnir líkamans gegn kórónuveirunni. Dæmi séu um að hormónabreytingar vegna þyngdaraukningar og hátt blóðsykursgildi geti dregið úr getu líkamans til að takast á við sýkingar, eins og inflúensu og lifrarbólgu. „Þessir þættir geta haft áhrif á efnaskipti ónæmisfruma, sem svo ræður því hvernig líkaminn tekst á við sýkla eins og SARS-CoV-2 kórónuveiruna,“ segir Melinda Beck, næringafræðiprófessor á vefsíðu háskólans. Beck hefur áður sýnt fram á að bólusetning við inflúensu virki verr á einstaklinga í ofþyngd. Því sé ekki loku fyrir það skotið að hið sama muni eiga við um bóluefnið gegn kórónuveirunnar. „Við erum hins vegar ekki að halda því fram að bóluefnið muni ekki virka á einstaklinga í ofþyngd. Aðeins að ofþyngd ætti að vera einn af þeim áhrifaþáttum sem teknir eru með í reikninginn við rannsóknir á bóluefnum,“ segir Beck. BMI-stuðull ekki gallalaus Niðurstöður rannsóknar Háskólans í Norður-Karólínu voru sem fyrr segir. Fólk sem var með hærri líkamsþyngdarstuðul (BMI) en 30, sem flokkast sem offita, var líklegra til að verða verr úti vegna veirunnar. Þó ber að hafa í huga að notkun líkamsþyngdarstuðuls til að skilgreina offitu hefur ýmsa galla. Sem dæmi má nefna að líkamsþyngdarstuðull tekur ekki tillit til líkamsbyggingar né hlutfalls vöðvamassa og fitu. Samkvæmt samnorrænni rannsókn sem framkvæmd var á árunum 2011 til 2014 eru næstum 60 prósent fullorðinna Íslendinga í yfirvigt, rúmlega 21 prósent eru taldir offeitir. Var það lang hæsta hlutfallið á Norðurlöndunum. Vísindamenn óttast að kórónuveiran og meðfylgjandi samkomuhöft hafi dregið úr getu einstaklinga til að stunda heilbrigðan lífsstíl. Fólk sé meira heima hjá sér, hreyfi sig minna og þá hefur líkamsræktarstöðvum víða verið lokað. Þær voru t.a.m. lokaðar á Íslandi í tvo mánuði í fyrri bylgjunni, frá lokum mars fram undir lok maí. Þá hafi fólk farið sjaldnar í matvöruverslanir og fyrir vikið birgt sig upp af matvælum með mikið geymsluþol, sem séu þó ekki endilega hollustu vörurnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira