Solla hafnaði þátttöku í þáttunum Chef´s Table en sér eftir því núna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. ágúst 2020 11:21 Solla flæktist óvart inn í deilu um bólusetningar og vissi ekkert hvað væri í gangi. Skjáskot/Youtube „Ég hef alltaf verið að passa mig mjög vel á því hvað ég segi opinberlega, af því að um leið og ég segi eitthvað, þá er það tengt við veitingastaðina mína og vörulínurnar,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla. Hún hefur ekki náð að aftengja persónuna Sollu frá vörumerkjunum sem hún tengist og ræddi hún þetta í viðtali í Podcasti Sölva Tryggva. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að fjaðrafok á sér stað vegna þessa vandamáls, til dæmis þegar hún átti og rak veitingastaðina Gló. Þá bjó hún í Danmörku og fékk skyndilega símtal frá fjölmiðlum. „Þegar David Wolfe var að halda fyrirlestur á Gló, þar sem hann var að tala um að bóluefni gætu verið varasöm og allt í einu var fólk bara farið að sniðganga Gló. En þarna er þetta bara þannig að af því að þetta var á Gló og ég var Gló þá voru bara afleiðingar. Ég var ekki einu sinni á landinu og vissi ekki einu sinni að honum hefði verið leigður þessi staður. En manneskjan sem gekk hve harðast á móti mér hafði verið að leita sér hjálpar hjá manneskju sem var mikill talsmaður gegn bólusetningum. Þegar ég benti henni á að hún væri þar með í raun í sömu sporum og ég, þá hvarf gagnrýnin strax.“ Solla talar um viðskiptin, bókaútgáfuna, ástríðuna í kringum mat, einkamatseldina fyrir Ben Siller, Allir geta dansað þættina og fleira í viðtalinu. Hún segist vera þakklát fyrir öll sín tækifæri á ferlinum, en nefnir eitt atriði sem hún sér örlítið eftir. Það var þegar hún fékk tilboð um að taka þátt í þáttunum Chef´s Table, en sagði nei af því að það var brjálað að gera og hún hafði ekki hugmynd um hvaða þættir þetta væru. Netflix framleiðir þættina, sem tilnefndir hafa verið til Emmy verðlauna. Alls hafa komið út sex þáttaraðir og njóta þeir mikilla vinsælda. Viðtalið er komið á Spotify og má einnig horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan. Podcast með Sölva Tryggva Matur Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
„Ég hef alltaf verið að passa mig mjög vel á því hvað ég segi opinberlega, af því að um leið og ég segi eitthvað, þá er það tengt við veitingastaðina mína og vörulínurnar,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, betur þekkt sem Solla. Hún hefur ekki náð að aftengja persónuna Sollu frá vörumerkjunum sem hún tengist og ræddi hún þetta í viðtali í Podcasti Sölva Tryggva. Það hefur nokkrum sinnum komið fyrir að fjaðrafok á sér stað vegna þessa vandamáls, til dæmis þegar hún átti og rak veitingastaðina Gló. Þá bjó hún í Danmörku og fékk skyndilega símtal frá fjölmiðlum. „Þegar David Wolfe var að halda fyrirlestur á Gló, þar sem hann var að tala um að bóluefni gætu verið varasöm og allt í einu var fólk bara farið að sniðganga Gló. En þarna er þetta bara þannig að af því að þetta var á Gló og ég var Gló þá voru bara afleiðingar. Ég var ekki einu sinni á landinu og vissi ekki einu sinni að honum hefði verið leigður þessi staður. En manneskjan sem gekk hve harðast á móti mér hafði verið að leita sér hjálpar hjá manneskju sem var mikill talsmaður gegn bólusetningum. Þegar ég benti henni á að hún væri þar með í raun í sömu sporum og ég, þá hvarf gagnrýnin strax.“ Solla talar um viðskiptin, bókaútgáfuna, ástríðuna í kringum mat, einkamatseldina fyrir Ben Siller, Allir geta dansað þættina og fleira í viðtalinu. Hún segist vera þakklát fyrir öll sín tækifæri á ferlinum, en nefnir eitt atriði sem hún sér örlítið eftir. Það var þegar hún fékk tilboð um að taka þátt í þáttunum Chef´s Table, en sagði nei af því að það var brjálað að gera og hún hafði ekki hugmynd um hvaða þættir þetta væru. Netflix framleiðir þættina, sem tilnefndir hafa verið til Emmy verðlauna. Alls hafa komið út sex þáttaraðir og njóta þeir mikilla vinsælda. Viðtalið er komið á Spotify og má einnig horfa á það í spilaranum hér fyrir neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Matur Mest lesið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira