Þriðjungur skólabarna í heiminum gat ekki stundað fjarnám Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2020 13:00 Faraldur kórónuveirunnar hefur áhrif á menntun 1,5 milljóna barna UNICEF Þriðjungur skólabarna í heiminum gat ekki stundað fjarnám þegar loka þurfi skólum í faraldri kórónuveirunnar. Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara en helmingur þeirra hefur engan aðgang að fjarkennslu. Nú þegar skólastarf er víða að hefjast á ný ríkir neyðarástand í menntamálum um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum UNICEF sem kom út í dag um menntun barna á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Skýrslan sýnir hversu gífurleg áhrf heimsfaraldurinn hefur haft og mun hafa á tækifæri barna til náms. Þegar skólar þurftu að loka til að hefta útbreiðslu faraldursins gat þriðjungur skólabarna ekki stundað fjárnám. Þriðjungur skólabarna í heiminum gat ekki stundað fjarnám þegar loka þurfi skólum í faraldri kórónuveirunnar.UNICEF „Það var einn og hálfur milljarður barna tekinn úr skólum í vor. Mörg eru ekki að snúa til baka í haust nema þá kannski í breyttri mynd. UNICEF er líka á áætla að allt að 24 milljónir barna muni aldrei aftur snúa til baka í skólann út af faraldrinum,“ sagði Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Með skýrslunni sendir UNICEF ákall til ríkisstjórna heimsins að efla fjarkennslu fyrir þau hundruð milljóna barna sem hafa ekki tólin og tækin sem þarf til að læra í fjarkennslu þar sem þau búa. Einnig er biðlað til ríkisstjórna að forgangsraða opnun skóla þegar mögulegt er að létta á aðgerðum. Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara.UNICEF Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara, en þar hafði helmingur skólabarna engan aðgang að fjarkennslu. „Um allan heim þá veita skólar skjól og stöðugleika fyrir börn. Þarna geta þau fengið stuðning ef þau þurfa til dæmis að komast yfir einhver áföll eða takast á við kvíða. Þarna fá mörg börn sína einu heitu máltíð dagsins. Skólar halda börnum frá vinnu. Þeir halda stúlkum frá barnahjónaböndum. Ef að skólarnir eru lokaðir eru börnin svipt þessum stöðugleika og þessu öryggi sem skólarnir veita,“ sagði Birna. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira
Þriðjungur skólabarna í heiminum gat ekki stundað fjarnám þegar loka þurfi skólum í faraldri kórónuveirunnar. Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara en helmingur þeirra hefur engan aðgang að fjarkennslu. Nú þegar skólastarf er víða að hefjast á ný ríkir neyðarástand í menntamálum um allan heim. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu á vegum UNICEF sem kom út í dag um menntun barna á tímum faraldurs kórónuveirunnar. Skýrslan sýnir hversu gífurleg áhrf heimsfaraldurinn hefur haft og mun hafa á tækifæri barna til náms. Þegar skólar þurftu að loka til að hefta útbreiðslu faraldursins gat þriðjungur skólabarna ekki stundað fjárnám. Þriðjungur skólabarna í heiminum gat ekki stundað fjarnám þegar loka þurfi skólum í faraldri kórónuveirunnar.UNICEF „Það var einn og hálfur milljarður barna tekinn úr skólum í vor. Mörg eru ekki að snúa til baka í haust nema þá kannski í breyttri mynd. UNICEF er líka á áætla að allt að 24 milljónir barna muni aldrei aftur snúa til baka í skólann út af faraldrinum,“ sagði Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Með skýrslunni sendir UNICEF ákall til ríkisstjórna heimsins að efla fjarkennslu fyrir þau hundruð milljóna barna sem hafa ekki tólin og tækin sem þarf til að læra í fjarkennslu þar sem þau búa. Einnig er biðlað til ríkisstjórna að forgangsraða opnun skóla þegar mögulegt er að létta á aðgerðum. Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara.UNICEF Verst er staða barna í Afríku sunnan Sahara, en þar hafði helmingur skólabarna engan aðgang að fjarkennslu. „Um allan heim þá veita skólar skjól og stöðugleika fyrir börn. Þarna geta þau fengið stuðning ef þau þurfa til dæmis að komast yfir einhver áföll eða takast á við kvíða. Þarna fá mörg börn sína einu heitu máltíð dagsins. Skólar halda börnum frá vinnu. Þeir halda stúlkum frá barnahjónaböndum. Ef að skólarnir eru lokaðir eru börnin svipt þessum stöðugleika og þessu öryggi sem skólarnir veita,“ sagði Birna.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sjá meira