Lífið

Elísabet Margeirs á von á litlu ævintýrakríli

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Elísabet Margeirsdóttir og Páll Ólafsson eiga von á barni í febrúar á næsta ári.
Elísabet Margeirsdóttir og Páll Ólafsson eiga von á barni í febrúar á næsta ári. Skjáskot/Facebook

Ultra maraþon hlauparinn og næringarfræðingurinn Elísabet Margeirsdóttir á von á sínu fyrsta barni. Hún birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún segir að sameiginlegur áhugi á fjallabrölti og samkomubannið hafi fært samband hennar og útivistarkappans Páls Ólafssonar upp á næsta stig. Ár er síðan þau byrjuðu að hittast og geislar parið af hamingju en þau hafa sést mikið saman fjallaskíðum og á hlaupum í náttúrunni. 

"Í dag er eitt ár síðan að við Palli hittumst á fyrsta stefnumótinu okkar í Chamonix. Þá var hann að klára klifurferð og ég á leiðinni í Ultra trail du Mt. Blanc. Við höfum verið nánast óaðskiljanleg síðan þá. Sameiginlegur áhugi á fjallabrölti og samkomubann færði okkur hratt upp á næstu stig. Það er ótrúlega gaman að segja frá því að við eigum von á litlu ævintýrakríli í febrúar. Við gætum ekki verið spenntari fyrir þessu stóra verkefni og hlökkum mikið til," segir Elísabet. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar skemmtilegar myndir af parinu.

View this post on Instagram

#happyme #náttúruhlaup #trailrunning @elisabetm

A post shared by Po (@piste220) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×