Skutu eldflaugum í Suður-Kínahaf Samúel Karl Ólason skrifar 27. ágúst 2020 16:15 Eldflaugar af gerðinni DF-21D eru sérhannaðar til að granda flugmóðurskipum. Slíkum eldflaugum var skotið í Suður-Kínahaf í gær. AP/Andy Wong Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Eldflaugarnar eru einnig hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Þróun Kínverja á eldflaugum sem þessum er meðal ástæðna sem Bandaríkin gáfu fyrir því að ríkið sleit sig frá eldflaugasáttmála við Sovétríkin, og seinna Rússland. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu til þróunarstarfs Kínverja og meintra brota Rússa á sáttmálanum og sögðust sjálfir ætla að byrja tilraunir á slíkum eldflaugum. Sjá einnig: Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu Gífurleg spenna er nú í vestanverðu Kyrrahafi og þá sérstaklega á milli Bandaríkjanna og Kína. Ríkin eiga í deilum á nánast öllum sviðum samskipta þeirra. Bæði ríkin, og önnur á svæðinu, hafa þar að auki tilkynnt her- og flotaæfingar og þykja líkurnar á átökum sjaldan hafa verið meiri, þó þær þyki ekki mjög miklar. Sérfræðingar segja samt að sífellt aukinn vígbúnaður á svæðinu geri slysaskot mun líklegri. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa byggt þar heilu eyjurnar. Á þeim er búið að byggja flugvelli og flotastöðvar og koma fyrir vopnum. South China Morning Post, ræddi við nokkra sérfræðinga sem segja að eldflaugaskotið muni líklegast leiða til þess að forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna muni leita leiða til að koma eigin eldflaugum og eldflaugavörnum á svæðinu. Bandaríkin myndu ekki hætta skipasiglingum sínum um svæðið. Einnig er vitnað í Wu Qian, talsmann varnarmálaráðuneytis Kína, sem sagði umfangsmiklar flotaæfingar Kínverja ekki beinast gegn einhverju tilteknu ríki. Hann hvatti þóyfirvöld Bandaríkjanna til að sýna stillingu. Wu sagði að „sumir“ stjórnmálamenn í Bandaríkjunum ættu að horfast í augu við raunveruleikann og hætta að storka Kína. Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Her Kína skaut í gær eldflaugum í Suður-Kínahaf, degi eftir að Bandaríkin flugu njósnaflugvél yfir svæðið, þar sem flotaæfingar Kínverja fara nú fram. Meðal eldflauganna sem skotið var á loft voru eldflaugar sem eru hannaðar til að granda flugmóðurskipum í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð. Eldflaugarnar eru einnig hannaðar til að bera kjarnorkuvopn. Þróun Kínverja á eldflaugum sem þessum er meðal ástæðna sem Bandaríkin gáfu fyrir því að ríkið sleit sig frá eldflaugasáttmála við Sovétríkin, og seinna Rússland. Sáttmálinn heitir á Intermediate-Range Nuclear Forcest Treaty á ensku, eða INF. Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev sömdu um INF sem ætlað var að koma í veg fyrir að ríkin tvö gætu gert kjarnorkuárásir með skömmum fyrirvara. Samkvæmt INF máttu hvorki Bandaríkin né Rússland eiga eldflaugar sem drægju 500 til 5.500 kílómetra. Yfirvöld Bandaríkjanna vísuðu til þróunarstarfs Kínverja og meintra brota Rússa á sáttmálanum og sögðust sjálfir ætla að byrja tilraunir á slíkum eldflaugum. Sjá einnig: Ætla að prófa nýjar eldflaugar á árinu Gífurleg spenna er nú í vestanverðu Kyrrahafi og þá sérstaklega á milli Bandaríkjanna og Kína. Ríkin eiga í deilum á nánast öllum sviðum samskipta þeirra. Bæði ríkin, og önnur á svæðinu, hafa þar að auki tilkynnt her- og flotaæfingar og þykja líkurnar á átökum sjaldan hafa verið meiri, þó þær þyki ekki mjög miklar. Sérfræðingar segja samt að sífellt aukinn vígbúnaður á svæðinu geri slysaskot mun líklegri. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs og hafa byggt þar heilu eyjurnar. Á þeim er búið að byggja flugvelli og flotastöðvar og koma fyrir vopnum. South China Morning Post, ræddi við nokkra sérfræðinga sem segja að eldflaugaskotið muni líklegast leiða til þess að forsvarsmenn herafla Bandaríkjanna muni leita leiða til að koma eigin eldflaugum og eldflaugavörnum á svæðinu. Bandaríkin myndu ekki hætta skipasiglingum sínum um svæðið. Einnig er vitnað í Wu Qian, talsmann varnarmálaráðuneytis Kína, sem sagði umfangsmiklar flotaæfingar Kínverja ekki beinast gegn einhverju tilteknu ríki. Hann hvatti þóyfirvöld Bandaríkjanna til að sýna stillingu. Wu sagði að „sumir“ stjórnmálamenn í Bandaríkjunum ættu að horfast í augu við raunveruleikann og hætta að storka Kína.
Kína Bandaríkin Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37 Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23 Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Vilja kaupa háþróaða dróna af Bandaríkjunum Ríkisstjórn Taívan á í viðræðum við Bandaríkin um að kaupa minnst fjóra hátækni hernaðardróna. Gangi viðræðurnar etir yrði það í fyrsta sinn sem eyríkið kaupir slík vopn. 7. ágúst 2020 10:37
Ástralar ganga til liðs við Bandaríkin gegn Kína Yfirvöld Ástralíu hafa lagt fram yfirlýsingu til Sameinuðu þjóðanna og segja ólöglegt tilkall Kína til nánast alls Suður-Kínahafs vera brot á alþjóðalögum. 25. júlí 2020 10:23
Bandaríkin hafna öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi Bandaríkin hafna nærri öllu tilkalli Kínverja til yfirráða í Suður-Kínahafi en kínversk yfirvöld hafa staðið fyrir mikilli uppbyggingu á eyjum í hafinu til að styrkja kröfu sína um yfirráð. 13. júlí 2020 23:20