Eyþór segir Dag ekki geta skrifað neikvæða milljarða á Covid Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2020 16:32 Foto: Vilhelm Gunnarsson Sex mánaða árshlutauppgjör Reykjavíkurborgar var afgreitt í borgarráði í dag. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur er afar gagnrýninn á rekstur borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í tilkynningu á vef borgarinnar í dag að Reykjavíkurborg sæi nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Rekstur borgarinnar var neikvæður um sem nemur 4,5 milljörðum á fyrri hluta ársins. „Reykjavíkurborg sér nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við Covid-19. Rekstur málaflokka hefur að öðru leyti gengið vel. Niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við sviðsmyndir og spár fjármálasviðs borgarinnar frá því í vor og undirstrika að standa þarf með sveitarfélögum við núverandi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunnþjónustu í samfélaginu,“ segir Dagur. Eyþór er gagnrýninn á útskýringar borgarstjóra. Segir enga viðleitni til hagræðingar „Ekki er hægt skrifa öll fjárhagsvandræði borgarinnar á heimsfaraldurinn eins og borgarstjóri gerir. Ríkið nýtti uppsveiflu síðustu ára til að greiða skuldir verulega niður, en á sama tíma hefur borgin aukið skuldir sínar um meira en milljarð á mánuði öll síðustu ár þrátt fyrir einstakt góðæri,“ segir Eyþór. Engin viðleitni hafi verið til að hagræða. „Kostnaður vex þrátt fyrir að við blasi mikill samdrátt ur í tekjum borgarinnar. Nauðsynlegt er að endurskoða fjárhagsáætlun borgarinnar miðað við þessa stöðu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir á að útgjöld borgarinnar halda áfram að vaxa og skuldasöfnun hafi aukist um 33 milljarða á aðeins sex mánuðum. Launakostnaður hækki um 9 prósent á milli ára og heildarskuldir borgarinnar auk skuldbindinga samstæðu borgarinnar nemi nú 378 milljarða króna. Þá segir Eyþór að það veki athygli hvernig staða dótturfyrirtækjanna hefur versnað. „Afkoma OR versnar um -127% milli ára og fer úr hagnaði í tap. Afkoma SORPU versnar um -90% frá áætlun og rekstrarniðurstaða Félagsbústaða hf. versnar um -98% frá áætlun. Endurmat fasteigna Félagsbústaða hf. mun duga skammt til að bæta stöðuna,“ segir Eyþór. Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Sex mánaða árshlutauppgjör Reykjavíkurborgar var afgreitt í borgarráði í dag. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn Reykjavíkur er afar gagnrýninn á rekstur borgarinnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í tilkynningu á vef borgarinnar í dag að Reykjavíkurborg sæi nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Rekstur borgarinnar var neikvæður um sem nemur 4,5 milljörðum á fyrri hluta ársins. „Reykjavíkurborg sér nú skýr merki um heimsfaraldurinn í fjárhagsuppgjöri fyrstu sex mánaða. Þyngst vegur tekjusamdráttur vegna atvinnuleysis og minni umsvifa í efnahagslífinu. Áberandi tekjufall er einnig hjá Strætó og Faxaflóahöfnum. Hins vegar hafa aukin útgjöld fylgt viðbrögðum við Covid-19. Rekstur málaflokka hefur að öðru leyti gengið vel. Niðurstöðurnar eru í ágætu samræmi við sviðsmyndir og spár fjármálasviðs borgarinnar frá því í vor og undirstrika að standa þarf með sveitarfélögum við núverandi aðstæður enda bera þau uppi lykil grunnþjónustu í samfélaginu,“ segir Dagur. Eyþór er gagnrýninn á útskýringar borgarstjóra. Segir enga viðleitni til hagræðingar „Ekki er hægt skrifa öll fjárhagsvandræði borgarinnar á heimsfaraldurinn eins og borgarstjóri gerir. Ríkið nýtti uppsveiflu síðustu ára til að greiða skuldir verulega niður, en á sama tíma hefur borgin aukið skuldir sínar um meira en milljarð á mánuði öll síðustu ár þrátt fyrir einstakt góðæri,“ segir Eyþór. Engin viðleitni hafi verið til að hagræða. „Kostnaður vex þrátt fyrir að við blasi mikill samdrátt ur í tekjum borgarinnar. Nauðsynlegt er að endurskoða fjárhagsáætlun borgarinnar miðað við þessa stöðu,“ segir Eyþór. Eyþór bendir á að útgjöld borgarinnar halda áfram að vaxa og skuldasöfnun hafi aukist um 33 milljarða á aðeins sex mánuðum. Launakostnaður hækki um 9 prósent á milli ára og heildarskuldir borgarinnar auk skuldbindinga samstæðu borgarinnar nemi nú 378 milljarða króna. Þá segir Eyþór að það veki athygli hvernig staða dótturfyrirtækjanna hefur versnað. „Afkoma OR versnar um -127% milli ára og fer úr hagnaði í tap. Afkoma SORPU versnar um -90% frá áætlun og rekstrarniðurstaða Félagsbústaða hf. versnar um -98% frá áætlun. Endurmat fasteigna Félagsbústaða hf. mun duga skammt til að bæta stöðuna,“ segir Eyþór.
Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira