Óvenju mörg sjálfsvíg það sem af er ári Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 27. ágúst 2020 18:40 Fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári er farin að nálgast árlegan fjölda síðustu ára. Meira en þrefalt fleiri hafa leitað til Píeta samtakana í ár og hefur sumarið verið mjög þungt. Ekki hafa verið gefnar út opinberar tölur um sjálfsvíg á árinu en heimildir fréttastofu herma að þau séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Síðastliðinn áratug hafa sjálfsvíg verið að meðaltali 39 á ári. Til Píeta samtakanna leitar fólk með sjálfsvígshuganir og aðstandendur þeirra, sem og aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. „Júlí var mjög þungur hjá okkur og það komu nokkur erfið mál inn. Það voru tæplega 300 viðtöl í húsi og yfir fjörutíu nýir einstaklingar sem leituðu sér aðstoðar hjá okkur þannig það er klárlega aukning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta Samtakanna. Í júlí voru tekin 289 viðtöl hjá samtökunum miðað við 134 í júlí í fyrra. Það sem af er ágúst hafa verið tekin 289 viðtöl miðað við 134 í ágúst í fyrra. „Þetta sumar hefur reynst mörgum erfitt en það er okkar ábyrgð að sýna fólki fram á það að það er til von, það er hjálp,“ segir Kristín. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Píeta samtakanna.Vísir/Egill Þungt hljóð í samfélaginu Það virðist sem fólk sé nú viljugra að leita sér hjálpar. Kristín telur að mikil neikvæð umræða geti haft áhrif á þróunina. „Samfélagið hefur verið rosalega þungt og það er vinsælt að tala um Covid. Það er sama hvað þú lest eða horfir á eða sérð þá er allt neikvætt og erfitt. En burt séð frá því þá upplifa allir erfiðleika og fólk er misjafnlega í stakk búið til að takast á við þá og stundum eru erfiðleikarnir það miklir að þú getur ekki komist yfir þá einn," segir Kristín. „Það eru fullt af úrræðum sem fólk getur snúið sér til vegna þess að sjálfvíg er aldrei lausnin. Aldrei.“ Þá hefur orðið nokkur auking á sjálfsvígssímtölum til Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Símtölin eru orðin 680 í ár og hefur fjölgað um 100 símtöl á milli ára eða nærri 20 prósent. 232 sjálfsvígssímtöl hafa komið inn í sumar, eða frá júní til 24. ágúst, sem er nokkur fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218. Geðheilbrigði Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári er farin að nálgast árlegan fjölda síðustu ára. Meira en þrefalt fleiri hafa leitað til Píeta samtakana í ár og hefur sumarið verið mjög þungt. Ekki hafa verið gefnar út opinberar tölur um sjálfsvíg á árinu en heimildir fréttastofu herma að þau séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Síðastliðinn áratug hafa sjálfsvíg verið að meðaltali 39 á ári. Til Píeta samtakanna leitar fólk með sjálfsvígshuganir og aðstandendur þeirra, sem og aðstandendur þeirra sem hafa fallið fyrir eigin hendi. „Júlí var mjög þungur hjá okkur og það komu nokkur erfið mál inn. Það voru tæplega 300 viðtöl í húsi og yfir fjörutíu nýir einstaklingar sem leituðu sér aðstoðar hjá okkur þannig það er klárlega aukning,“ segir Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Pieta Samtakanna. Í júlí voru tekin 289 viðtöl hjá samtökunum miðað við 134 í júlí í fyrra. Það sem af er ágúst hafa verið tekin 289 viðtöl miðað við 134 í ágúst í fyrra. „Þetta sumar hefur reynst mörgum erfitt en það er okkar ábyrgð að sýna fólki fram á það að það er til von, það er hjálp,“ segir Kristín. Kristín Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Píeta samtakanna.Vísir/Egill Þungt hljóð í samfélaginu Það virðist sem fólk sé nú viljugra að leita sér hjálpar. Kristín telur að mikil neikvæð umræða geti haft áhrif á þróunina. „Samfélagið hefur verið rosalega þungt og það er vinsælt að tala um Covid. Það er sama hvað þú lest eða horfir á eða sérð þá er allt neikvætt og erfitt. En burt séð frá því þá upplifa allir erfiðleika og fólk er misjafnlega í stakk búið til að takast á við þá og stundum eru erfiðleikarnir það miklir að þú getur ekki komist yfir þá einn," segir Kristín. „Það eru fullt af úrræðum sem fólk getur snúið sér til vegna þess að sjálfvíg er aldrei lausnin. Aldrei.“ Þá hefur orðið nokkur auking á sjálfsvígssímtölum til Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Símtölin eru orðin 680 í ár og hefur fjölgað um 100 símtöl á milli ára eða nærri 20 prósent. 232 sjálfsvígssímtöl hafa komið inn í sumar, eða frá júní til 24. ágúst, sem er nokkur fjölgun frá sama tímabili í fyrra. Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Fólki með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218.
Geðheilbrigði Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir