Beittu lögreglutökum á fimmtán ára stúlku Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. ágúst 2020 06:15 Lögreglan segir stúlkuna hafa látið ófriðlega í Breiðholti í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Lögreglan segist hafa beitt 15 ára stúlku valdi í Breiðholti í gærkvöld, sem hafi verið ölvuð og látið ófriðlega. Dagbók lögreglunnar ber með sér að þegar lögreglumenn höfðu afskipti af stúlkunni við verslunarmiðstöð á ellefta tímanum hafi hún neitað að segja til nafns eða gefa upp kennitölu. Hún hafi því næst kastað stól að lögreglumönnunum, reynt að slá þá og neitað að fara að fyrirmælum þeirra. Af þeim sökum segist lögreglan hafa fært stúlkuna „í lögreglutök“ án þess að það sé útskýrt nánar. Henni hafi hins vegar að endingu verið sleppt í hendur móður sinnar. Ekki fylgir sögunni hvort hún hafi sótt hana í verslunarmiðstöðina eða á lögreglustöð eða hvort af þessu verði einhver eftirmál. Tvö innbrot komu jafnframt inn á borð lögreglu ef marka má dagbók hennar. Þannig á að hafa verið brotist inn í veitingahús á Laugavegi á þriðja tímanum. Ekki er þó vitað hverju var stolið, „mögulega áfengi“ giskar lögreglan. Skömmu síðar segir lögreglan að brotist hafi verið inn í verslun í Hamraborg í Kópavogi. Þar á innbrotsþjófur að hafa brotið rúðu, farið inn og látið greipar sópa. Er hann t.d. sagður hafa stolið peningum úr versluninni og ætla má að málið sé til rannsóknar. Karlmaður var aukinheldur handtekinn í Vesturbænum síðdegis í gær, lögreglan segir hann bæði hafa ræktað fíkniefni og bruggað sitt eigið áfengi. Hann var fluttur í fangaklefa þar sem hann hefur hírst síðustu tólf tímana. Jafnframt er eitthvað um vímuefnaakstur í dagbók lögreglu auk þess sem minnst er á farþega sem neitaði að greiða leigubílareikninginn sinn. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira
Lögreglan segist hafa beitt 15 ára stúlku valdi í Breiðholti í gærkvöld, sem hafi verið ölvuð og látið ófriðlega. Dagbók lögreglunnar ber með sér að þegar lögreglumenn höfðu afskipti af stúlkunni við verslunarmiðstöð á ellefta tímanum hafi hún neitað að segja til nafns eða gefa upp kennitölu. Hún hafi því næst kastað stól að lögreglumönnunum, reynt að slá þá og neitað að fara að fyrirmælum þeirra. Af þeim sökum segist lögreglan hafa fært stúlkuna „í lögreglutök“ án þess að það sé útskýrt nánar. Henni hafi hins vegar að endingu verið sleppt í hendur móður sinnar. Ekki fylgir sögunni hvort hún hafi sótt hana í verslunarmiðstöðina eða á lögreglustöð eða hvort af þessu verði einhver eftirmál. Tvö innbrot komu jafnframt inn á borð lögreglu ef marka má dagbók hennar. Þannig á að hafa verið brotist inn í veitingahús á Laugavegi á þriðja tímanum. Ekki er þó vitað hverju var stolið, „mögulega áfengi“ giskar lögreglan. Skömmu síðar segir lögreglan að brotist hafi verið inn í verslun í Hamraborg í Kópavogi. Þar á innbrotsþjófur að hafa brotið rúðu, farið inn og látið greipar sópa. Er hann t.d. sagður hafa stolið peningum úr versluninni og ætla má að málið sé til rannsóknar. Karlmaður var aukinheldur handtekinn í Vesturbænum síðdegis í gær, lögreglan segir hann bæði hafa ræktað fíkniefni og bruggað sitt eigið áfengi. Hann var fluttur í fangaklefa þar sem hann hefur hírst síðustu tólf tímana. Jafnframt er eitthvað um vímuefnaakstur í dagbók lögreglu auk þess sem minnst er á farþega sem neitaði að greiða leigubílareikninginn sinn.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Erlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Sjá meira